Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Guðrún Inga Sívertsen og Ragnhildur Skúladóttir gáfu Söru Björk blómvönd í gær fyrir hönd KSÍ í tilefni af hundraðasta landsleiknum hennar. Mynd/Knattspyrnusamband Íslands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-0 á móti heimsklassaliði Japans í öðrum leik sínum á Algarve-mótinu í gær en þrátt fyrir tap var þetta sögulegur dagur fyrir íslenska knattspyrnu. Sara Björk Gunnarsdóttir varð þá sjöundi leikmaðurinn sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir kvennalandsliðið en hún er sú langyngsta sem nær þeim merka áfanga. Sara bætti met Dóru Maríu Lárusdóttur um meira en tvö ár. „Það er magnað að hún sé að ná þessu 26 ára. Ef Sara verður ekki óheppin með meiðsli og hugsar svona vel um sig eins og hún gerir þá getur hún náð 200 landsleikjum á sínum ferli,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins.Unun að vinna með henni „Hún er einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig. Það er unun fyrir mig að vinna með henni og fyrir liðsfélagana að taka þátt í þessari vegferð með henni,“ sagði Freyr. „Þetta er rosalega stór áfangi og eitthvað sem ég get verið mjög stolt af,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. „Ég var mjög ung þegar ég var valin í landsliðið og ég hef verið að spila með því síðan. Við höfum fengið fleiri leiki með landsliðinu eftir að ég kom inn í landsliðið og það er fljótt að tikka,“ sagði Sara. „Ég hefði auðvitað viljað vinna á þessum degi en þetta var mjög erfiður leikur og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá áttum við ekki mikinn séns. Japönsku stelpurnar voru frábærar og þetta var fínt próf fyrir okkur,“ sagði Sara.Meiri og meiri ábyrgð „Það er ótrúlegt að hugsa til baka og að þetta séu orðin tíu ár. Þetta er fljótt að líða. Hlutverk mitt hefur vaxið. Ég kom inn sem kjúklingur og síðan hef ég fengið meiri og meiri ábyrgð hjá liðinu og ákveðið leiðtogahlutverk. Það hefur bara gengið vel,“ sagði Sara. Freyr færði hana aftar á völlinn þegar hann tók við. „Hún var ekki sátt við mig í byrjun og vildi fá að hlaupa oftar inn í teiginn til að skora mörk og svona. Ég held og vona það að hún sé sátt við mig í dag. Ég veit að Wolfsburg er mjög hrifið af þessu hlutverki líka. Ég og þjálfari Wolfsburg erum allavega sammála,“ sagði Freyr og hann hrósar Söru mikið.Fer fyrir rútuna alla daga „Hún er aldrei sátt og er alltaf að horfa fram á við. Hún er þessi leiðtogi sem leiðir með fordæmi. Hún er ekki endilega sú sem er að tala við alla og klappa öllum á bakið. Hún er hins vegar alltaf til staðar og myndi fara fyrir rútuna alla daga. Allir vita það. Það spýtir ávallt eldmóði í liðsfélagana,“ sagði Freyr. Sara Björk spilaði alla hina sex leikina þar sem íslensk landsliðskona náði að spila hundraðasta landsleikinn sinn eins og sést hér á töflunni hér fyrir ofan.Slatti af leikjum til viðbótar „Ég þekki til hinna í klúbbnum,“ segir Sara í léttum tón en hvað verða landsleikirnir hennar margir á endanum? „Það er nóg eftir. Svo lengi sem mér líður vel, líkaminn heldur sér góðum, ég er að spila vel og er í toppstandi, þá vil ég halda áfram. Það á bara eftir að koma í ljós hversu mörgum leikjum ég get náð. Það verður örugglega slatti vona ég,“ sagði Sara Björk en fram undan er stórt ár með nóg af leikjum. „Ég ætla ekki að fara segja tvö hundruð en ég reyni mitt besta. Það er svolítið langt í 200. landsleikinn,“ sagði Sara. Landsleikur númer 101 er væntanlega strax á móti Spáni á mánudaginn. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-0 á móti heimsklassaliði Japans í öðrum leik sínum á Algarve-mótinu í gær en þrátt fyrir tap var þetta sögulegur dagur fyrir íslenska knattspyrnu. Sara Björk Gunnarsdóttir varð þá sjöundi leikmaðurinn sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir kvennalandsliðið en hún er sú langyngsta sem nær þeim merka áfanga. Sara bætti met Dóru Maríu Lárusdóttur um meira en tvö ár. „Það er magnað að hún sé að ná þessu 26 ára. Ef Sara verður ekki óheppin með meiðsli og hugsar svona vel um sig eins og hún gerir þá getur hún náð 200 landsleikjum á sínum ferli,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins.Unun að vinna með henni „Hún er einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig. Það er unun fyrir mig að vinna með henni og fyrir liðsfélagana að taka þátt í þessari vegferð með henni,“ sagði Freyr. „Þetta er rosalega stór áfangi og eitthvað sem ég get verið mjög stolt af,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. „Ég var mjög ung þegar ég var valin í landsliðið og ég hef verið að spila með því síðan. Við höfum fengið fleiri leiki með landsliðinu eftir að ég kom inn í landsliðið og það er fljótt að tikka,“ sagði Sara. „Ég hefði auðvitað viljað vinna á þessum degi en þetta var mjög erfiður leikur og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá áttum við ekki mikinn séns. Japönsku stelpurnar voru frábærar og þetta var fínt próf fyrir okkur,“ sagði Sara.Meiri og meiri ábyrgð „Það er ótrúlegt að hugsa til baka og að þetta séu orðin tíu ár. Þetta er fljótt að líða. Hlutverk mitt hefur vaxið. Ég kom inn sem kjúklingur og síðan hef ég fengið meiri og meiri ábyrgð hjá liðinu og ákveðið leiðtogahlutverk. Það hefur bara gengið vel,“ sagði Sara. Freyr færði hana aftar á völlinn þegar hann tók við. „Hún var ekki sátt við mig í byrjun og vildi fá að hlaupa oftar inn í teiginn til að skora mörk og svona. Ég held og vona það að hún sé sátt við mig í dag. Ég veit að Wolfsburg er mjög hrifið af þessu hlutverki líka. Ég og þjálfari Wolfsburg erum allavega sammála,“ sagði Freyr og hann hrósar Söru mikið.Fer fyrir rútuna alla daga „Hún er aldrei sátt og er alltaf að horfa fram á við. Hún er þessi leiðtogi sem leiðir með fordæmi. Hún er ekki endilega sú sem er að tala við alla og klappa öllum á bakið. Hún er hins vegar alltaf til staðar og myndi fara fyrir rútuna alla daga. Allir vita það. Það spýtir ávallt eldmóði í liðsfélagana,“ sagði Freyr. Sara Björk spilaði alla hina sex leikina þar sem íslensk landsliðskona náði að spila hundraðasta landsleikinn sinn eins og sést hér á töflunni hér fyrir ofan.Slatti af leikjum til viðbótar „Ég þekki til hinna í klúbbnum,“ segir Sara í léttum tón en hvað verða landsleikirnir hennar margir á endanum? „Það er nóg eftir. Svo lengi sem mér líður vel, líkaminn heldur sér góðum, ég er að spila vel og er í toppstandi, þá vil ég halda áfram. Það á bara eftir að koma í ljós hversu mörgum leikjum ég get náð. Það verður örugglega slatti vona ég,“ sagði Sara Björk en fram undan er stórt ár með nóg af leikjum. „Ég ætla ekki að fara segja tvö hundruð en ég reyni mitt besta. Það er svolítið langt í 200. landsleikinn,“ sagði Sara. Landsleikur númer 101 er væntanlega strax á móti Spáni á mánudaginn.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34
Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45
Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn