Lífið

Svala, Daði og Aron Brink í úrslit Söngvakeppninnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir á sviði.
Svala Björgvinsdóttir á sviði.
Ég veit það með Svölu Björgvinsdóttur, Hvað með það með Daða Frey Péturssyni og Gagnamagninu, Þú hefur dáleitt mig með Aroni Brink komust öll í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 

Auk þessara laga ákvað sérstök dómnefnd að hleypa laginu Bammbaramm með Hildi Kristínu Stefánsdóttur áfram í úrslit keppninnar.

Þeir keppendur sem komust áfram í kvöld.RUV
Fyrra undankvöld Söngvakeppninnar fór fram í Háskólabíói síðastliðið laugardagskvöld. Þar komust lögin Mér við hlið með Rúnari Eff, Til mín með Rakel Pálsdóttur og Arnari Jónssyni og Nótt með Aroni Hannesi áfram. Lag Hildar, Bammbaramm, var flutt á þessu fyrra undankvöldi en komst ekki áfram. 

Tólf lög hófu keppni í Söngvakeppninni en þeim var skipt upp þannig að sex lög voru flutt á hvoru undankvöldi. Þrjú frá hverju undankvöldi komust áfram í úrslitin sem verða haldin í Laugardalshöll að viku liðinni. 

Sérstök dómnefnd, sem skipuð er af hálfu RÚV, hefur möguleika á að hleypa einu lagi til viðbótar áfram, telj hún það eiga sérstakt erindi í úrslit. Fyrir valinu í ár varð sem fyrr segir lagið Bammbaramm. 

Í fyrra var ekkert dómaralag í úrslitum því ekki var talin þörf á því. Sjá nánar hér.

Það vakti mikla athygli í vikunni þegar Hildur Kristín sendi formlega kvörtun til RÚV vegna mistaka sem hún sagði að hefðu orðið vegna hljóðblöndunar á lagi hennar. Sagði hún það hafa orðið til þess að flutningur hennar skilaði sér ekki sem skyldi til áhorfenda heima í stofu sem horfðu á sjónvarpsútsendingu keppninnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×