Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 11:58 Frá seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins í Háskólabíó í gærkvöldi. Vísir/Pressphotos.biz Ekkert dómaralag verður í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins næstkomandi laugardag. Seinna undankvöldið fór fram í Háskólabíó í gærkvöldi en þar völdu áhorfendur lögin Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn í úrslitin. Á fyrra undankvöldinu voru lögin Raddir, Hugur minn er og Óstöðvandi valin í úrslitin. Sex lög keppa því til úrslita en í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að sérstök dómnefnd, sem skipuð er af Ríkisútvarpinu, hafi möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram í úrslitin, telji hún það eiga sérstakt erindi þangað. Það varð hins vegar ekki raunin að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. „Ef það hefði verið valið, þá hefði það verið tilkynnt í gær. Það var í raun og veru ekki talin ástæða til að velja það. Það mun standa svona að það verða sex lög sem keppa í úrslitunum,“ segir Hera.Leggja lokahönd á val dómnefndar Hún segir RÚV vera að leggja lokahönd á val dómnefndarinnar sem mun hafa fimmtíu prósenta vægi á móti símakosningu almennings á úrslitakvöldinu. Tvö efstu lögin, sem hljóta flest atkvæði frá dómnefnd og almenningi, mætast svo í einvígi þar sem hrein símakosning almennings ræður því hvort þeirra verður framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi.Í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að RÚV skipar fimm manna dómnefnd sem starfar aðeins á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Í henni mun sitja fagfólk sem sérhæfingu á sviði tónlistar, svo sem laga- eða textahöfundar, söngvarar, upptökustjórar, plötusnúðar eða aðrir sem hafa atvinnu af tónlist eða tónlistarsköpun. Skal gæta jafnvægi í kynjahlutföllum, aldri og bakgrunni þeirra sem sitja í dómnefnd.Fresturinn rann út í gærkvöldi Þá kemur fram að fulltrúar í dómnefnd megi ekki hafa náin tengsl við höfunda eða flytjendur og ekki hafna unnið að gerð þeirra laga sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni. Þá kemur fram í reglum Söngvakeppninnar að nöfn dómnefndarmanna skuli verða gerð opinber í síðasta lagi viku fyrir úrslitakvöldið en fresturinn rann út í gærkvöldi.Niðurstöður dómnefndar og símakosningar gerðar opinberar Hera segir nöfn dómnefndarmanna eiga að liggja fyrir annað hvort á mánudag eða þriðjudag en verið sé að gera örlitla breytingu á fyrirkomulagi dómnefndarinnar. Í fyrra var voru nöfn dómnefndarinnar opinberuð í fyrsta skiptið í Söngvakeppninni og þá voru einnig niðurstöður hennar og símakosningarinnar gerðar opinberar. Hera segir sama fyrirkomulag verða í ár. Í fyrra valdi dómnefndin Milljón augnablik í flutningi Hauks Heiðars Haukssonar í úrslit Söngvakeppninnar. 2014 valdi dómnefndin lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur í úrslitin. Bæði lög voru eftir Karl Olgeirsson. Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Ekkert dómaralag verður í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins næstkomandi laugardag. Seinna undankvöldið fór fram í Háskólabíó í gærkvöldi en þar völdu áhorfendur lögin Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn í úrslitin. Á fyrra undankvöldinu voru lögin Raddir, Hugur minn er og Óstöðvandi valin í úrslitin. Sex lög keppa því til úrslita en í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að sérstök dómnefnd, sem skipuð er af Ríkisútvarpinu, hafi möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram í úrslitin, telji hún það eiga sérstakt erindi þangað. Það varð hins vegar ekki raunin að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. „Ef það hefði verið valið, þá hefði það verið tilkynnt í gær. Það var í raun og veru ekki talin ástæða til að velja það. Það mun standa svona að það verða sex lög sem keppa í úrslitunum,“ segir Hera.Leggja lokahönd á val dómnefndar Hún segir RÚV vera að leggja lokahönd á val dómnefndarinnar sem mun hafa fimmtíu prósenta vægi á móti símakosningu almennings á úrslitakvöldinu. Tvö efstu lögin, sem hljóta flest atkvæði frá dómnefnd og almenningi, mætast svo í einvígi þar sem hrein símakosning almennings ræður því hvort þeirra verður framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi.Í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að RÚV skipar fimm manna dómnefnd sem starfar aðeins á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Í henni mun sitja fagfólk sem sérhæfingu á sviði tónlistar, svo sem laga- eða textahöfundar, söngvarar, upptökustjórar, plötusnúðar eða aðrir sem hafa atvinnu af tónlist eða tónlistarsköpun. Skal gæta jafnvægi í kynjahlutföllum, aldri og bakgrunni þeirra sem sitja í dómnefnd.Fresturinn rann út í gærkvöldi Þá kemur fram að fulltrúar í dómnefnd megi ekki hafa náin tengsl við höfunda eða flytjendur og ekki hafna unnið að gerð þeirra laga sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni. Þá kemur fram í reglum Söngvakeppninnar að nöfn dómnefndarmanna skuli verða gerð opinber í síðasta lagi viku fyrir úrslitakvöldið en fresturinn rann út í gærkvöldi.Niðurstöður dómnefndar og símakosningar gerðar opinberar Hera segir nöfn dómnefndarmanna eiga að liggja fyrir annað hvort á mánudag eða þriðjudag en verið sé að gera örlitla breytingu á fyrirkomulagi dómnefndarinnar. Í fyrra var voru nöfn dómnefndarinnar opinberuð í fyrsta skiptið í Söngvakeppninni og þá voru einnig niðurstöður hennar og símakosningarinnar gerðar opinberar. Hera segir sama fyrirkomulag verða í ár. Í fyrra valdi dómnefndin Milljón augnablik í flutningi Hauks Heiðars Haukssonar í úrslit Söngvakeppninnar. 2014 valdi dómnefndin lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur í úrslitin. Bæði lög voru eftir Karl Olgeirsson.
Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58
Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00
Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45
Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00
Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44