Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Þór Þorl. 86-95 | Skallarnir fallnir Gunnhildur Lind Hansdóttir í Borgarnesi skrifar 5. mars 2017 21:45 Tobin Carberry var frábær í kvöld. Vísir/Anton Skallagrímur féll í kvöld úr Domino's deild karla eftir aðeins eins árs veru. Skallagrímur tapaði fyrir Þór Þ. í Borgarnesi, 86-95. Á sama tíma unnu Haukar Stjörnuna, 78-87, og tryggðu sér áframhaldandi veru í Domino's deildinni. Borgnesingar leiddu stærstan hluta af leiknum í kvöld en gáfu svakalega eftir í 4. leikhluta sem þeir töpuðu 30-17. Með sigrinum komust Þórsarar upp í 5. sæti deildarinnar. Fyrsti leikhluti var skemmtilegur og lið voru að berjast hart. Varnarleikur heimamanna var ekki upp á marga fiska framan af og tók nokkrar mínútur fyrir hana að þéttast. Þórsarar voru klókir að spila sig í gegnum vörn Skallagríms en á hinum helmingnum voru heimamenn að nýta skot sín vel. Lítið kom á óvart í öðrum leikhluta sem var keimlíkur þeim fyrri. Staðan í hálfleik var 45-43 heimamönnum í vil. Í seinni hálfleik byrjuðu Skallarímsmenn skelfilega og töpuðu boltanum klaufalega tvisvar í röð sem að Þórsarar nýttu sér vel og komust strax tveimur stigum yfir, í stöðuna 47-45. Eftir þetta fóru Borgnesingar að hysja upp um sig buxurnar og enduðu á því að vinna leikhlutann með tveimur stigum. Mátti búast við hörku loka leikhluta og mikilli baráttu frá báðum liðum. Heimamenn byrjuðu mjög vel og komust mest sex stigum yfir. Því miður náðu þeir ekki að byggja ofan á þetta forskot því þegar um fjórar mínútur voru eftir fóru litlu hlutirnir að detta Þórs megin. Þeir unnu leikhlutann með 13 stigum og sigur Þórsara staðreynd.Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þrátt fyrir að Skallagrímur höfðu leitt nánast allan leikinn og unnið fyrstu þrjá leikhlutana þá var það flottur fjórði leikhluti Þórs sem skóp sigurinn í lokin. Þór vann á vítalínunni í kvöld. Þeir fengu 32 vítaskot og hittu úr 30 þeirra sem gerir það að 93% vítanýtingu og verður það að teljast glæsilegur árangur. Bestu menn vallarins? Bestur hjá Þórsurum, og kemur ekki á óvart, var Tobin Carberry. Hann skoraði 38 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Aðrir voru duglegir að skora. Emil Karel, Maciej, Halldór Garðar og Grétar Ingi voru allir með 10 stig eða fleiri. Hjá Skallagrím var Sigtryggur Arnar frábær eins og svo oft áður. Hann skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og var með 6 stoðsendingar, og ekki langt frá því að næla sér í þrennuna eftirsóttu. Hann hefur reynst Skallagrímsmönnum gífurlega mikilvægur. Ekki síðri var Flenard Whitfield sem skoraði 25 stig í kvöld og tók 15 fráköst. Hann var sem naut í teig Borgnesinga.Tölfræðin sem vakti athygli? Það var ýmislegt sem vakti athygli. Eins og nefnt áður þá fóru Þórsarar 32 sinnum á vítalínuna en Skallarnir einungis 16 sinnum. En, af þessum 32 vítakotum tók Tobin Carberry 18 þeirra og setti öll niður, glæsileg 100% nýting. Heilt yfir skoruðu Þórsarar úr 30 af 32 vítakotum sínum og nokkuð ljóst hvað Einar þjálfari leggur áherslu á á æfingum. Einnig sést það svart á hvítu hversu mikilvægt er að nýta þessi skot. Skallarnir voru einungis með 56% vítanýtingu.Hvað gekk illa? Það gekk illa og hefur gengið illa hjá Borgnesingum að klára leiki. Eftir að hafa spilað nokkuð sannfærandi allan leikinn í kvöld og sömuleiðis verið yfir þá ná þeir ekki að klára og sækja sigurinn. Það voru ýmis smá mistök í lokin sem jafnvel mætti kalla óheppni sem veldur. Því miður munu Skallarnir kveðja efstu deildina að þessu sinni.Skallagrímur-Þór Þ. 86-95 (26-25, 19-18, 24-22, 17-30)Skallagrímur: Flenard Whitfield 25/15 fráköst/4 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 12, Darrell Flake 8/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 7, Bjarni Guðmann Jónson 6/4 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 6.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/7 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 11/10 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 10, Ólafur Helgi Jónsson 7/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5/4 fráköst.Finnur Jónsson.Vísir/EyþórFinnur: Hundfúll Það var ljóst í lok leiks að Skallagrímur höfðu fallið niður í 1.deild og Finnur Jónsson, þjálfari Borgnesinga, var augljóslega svekktur yfir leik dagsins og fréttunum af fallinu. „Ég er virkilega svekktur. Hundfúll. Við köstum þessu frá okkur hérna í endann, bara trekk í trekk í fjórða leikhluta.” Í síðustu leikjum hefur Skallagrímur spilað gífurlega vel en svo yfirleitt misst leikinn úr höndunum rétt í lokin og segir Finnur það erfitt að setja fingurinn á það nákvæmlega hvað er að valda þessu. „Ef ég bara vissi það þá væri ég búin að laga það, ég veit ekki hvað það er,” sagði Finnur í lokin við blaðamann Vísis í Fjósinu í kvöld.Einar: Dýrmætur sigur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsliðsins, var gífurlega ánægður með stigin tvö sem og sína leikmenn eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var stríð í kvöld eins og við mátti búast og ég er ofboðslega glaður að hafa klárað þennan leik. Skallagrímur voru að spila mjög vel, Sigtryggur Arnar reyndist okkur mjög erfiður í kvöld og þetta var bara erfiður leikur heilt yfir en ofboðslega dýrmætur sigur,” sagði Einar hugsi í leikslok við blaðamann Vísi. Hart var barist frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu og fannst Einari leikskipulagði hafa gengið nokkuð vel upp. „Að mörgu leyti gekk leikplanið okkar upp í kvöld. Mér fannst við samt heldur lengi að ná takti gegn svæðisvörninni en það kom svo loksins. Að örðu leiti er ég nokkuð sáttur. Ég er líka rosalega ánægður með stóru mennina mína að berjast í Flenard í allt kvöld, þeir eiga hrós skilið, við hefðum líklega ekki getað fengið meira út úr þeim bardögum,” sagði Einar sáttur í lokin. Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Skallagrímur féll í kvöld úr Domino's deild karla eftir aðeins eins árs veru. Skallagrímur tapaði fyrir Þór Þ. í Borgarnesi, 86-95. Á sama tíma unnu Haukar Stjörnuna, 78-87, og tryggðu sér áframhaldandi veru í Domino's deildinni. Borgnesingar leiddu stærstan hluta af leiknum í kvöld en gáfu svakalega eftir í 4. leikhluta sem þeir töpuðu 30-17. Með sigrinum komust Þórsarar upp í 5. sæti deildarinnar. Fyrsti leikhluti var skemmtilegur og lið voru að berjast hart. Varnarleikur heimamanna var ekki upp á marga fiska framan af og tók nokkrar mínútur fyrir hana að þéttast. Þórsarar voru klókir að spila sig í gegnum vörn Skallagríms en á hinum helmingnum voru heimamenn að nýta skot sín vel. Lítið kom á óvart í öðrum leikhluta sem var keimlíkur þeim fyrri. Staðan í hálfleik var 45-43 heimamönnum í vil. Í seinni hálfleik byrjuðu Skallarímsmenn skelfilega og töpuðu boltanum klaufalega tvisvar í röð sem að Þórsarar nýttu sér vel og komust strax tveimur stigum yfir, í stöðuna 47-45. Eftir þetta fóru Borgnesingar að hysja upp um sig buxurnar og enduðu á því að vinna leikhlutann með tveimur stigum. Mátti búast við hörku loka leikhluta og mikilli baráttu frá báðum liðum. Heimamenn byrjuðu mjög vel og komust mest sex stigum yfir. Því miður náðu þeir ekki að byggja ofan á þetta forskot því þegar um fjórar mínútur voru eftir fóru litlu hlutirnir að detta Þórs megin. Þeir unnu leikhlutann með 13 stigum og sigur Þórsara staðreynd.Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þrátt fyrir að Skallagrímur höfðu leitt nánast allan leikinn og unnið fyrstu þrjá leikhlutana þá var það flottur fjórði leikhluti Þórs sem skóp sigurinn í lokin. Þór vann á vítalínunni í kvöld. Þeir fengu 32 vítaskot og hittu úr 30 þeirra sem gerir það að 93% vítanýtingu og verður það að teljast glæsilegur árangur. Bestu menn vallarins? Bestur hjá Þórsurum, og kemur ekki á óvart, var Tobin Carberry. Hann skoraði 38 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Aðrir voru duglegir að skora. Emil Karel, Maciej, Halldór Garðar og Grétar Ingi voru allir með 10 stig eða fleiri. Hjá Skallagrím var Sigtryggur Arnar frábær eins og svo oft áður. Hann skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og var með 6 stoðsendingar, og ekki langt frá því að næla sér í þrennuna eftirsóttu. Hann hefur reynst Skallagrímsmönnum gífurlega mikilvægur. Ekki síðri var Flenard Whitfield sem skoraði 25 stig í kvöld og tók 15 fráköst. Hann var sem naut í teig Borgnesinga.Tölfræðin sem vakti athygli? Það var ýmislegt sem vakti athygli. Eins og nefnt áður þá fóru Þórsarar 32 sinnum á vítalínuna en Skallarnir einungis 16 sinnum. En, af þessum 32 vítakotum tók Tobin Carberry 18 þeirra og setti öll niður, glæsileg 100% nýting. Heilt yfir skoruðu Þórsarar úr 30 af 32 vítakotum sínum og nokkuð ljóst hvað Einar þjálfari leggur áherslu á á æfingum. Einnig sést það svart á hvítu hversu mikilvægt er að nýta þessi skot. Skallarnir voru einungis með 56% vítanýtingu.Hvað gekk illa? Það gekk illa og hefur gengið illa hjá Borgnesingum að klára leiki. Eftir að hafa spilað nokkuð sannfærandi allan leikinn í kvöld og sömuleiðis verið yfir þá ná þeir ekki að klára og sækja sigurinn. Það voru ýmis smá mistök í lokin sem jafnvel mætti kalla óheppni sem veldur. Því miður munu Skallarnir kveðja efstu deildina að þessu sinni.Skallagrímur-Þór Þ. 86-95 (26-25, 19-18, 24-22, 17-30)Skallagrímur: Flenard Whitfield 25/15 fráköst/4 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 12, Darrell Flake 8/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 7, Bjarni Guðmann Jónson 6/4 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 6.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/7 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 11/10 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 10, Ólafur Helgi Jónsson 7/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5/4 fráköst.Finnur Jónsson.Vísir/EyþórFinnur: Hundfúll Það var ljóst í lok leiks að Skallagrímur höfðu fallið niður í 1.deild og Finnur Jónsson, þjálfari Borgnesinga, var augljóslega svekktur yfir leik dagsins og fréttunum af fallinu. „Ég er virkilega svekktur. Hundfúll. Við köstum þessu frá okkur hérna í endann, bara trekk í trekk í fjórða leikhluta.” Í síðustu leikjum hefur Skallagrímur spilað gífurlega vel en svo yfirleitt misst leikinn úr höndunum rétt í lokin og segir Finnur það erfitt að setja fingurinn á það nákvæmlega hvað er að valda þessu. „Ef ég bara vissi það þá væri ég búin að laga það, ég veit ekki hvað það er,” sagði Finnur í lokin við blaðamann Vísis í Fjósinu í kvöld.Einar: Dýrmætur sigur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsliðsins, var gífurlega ánægður með stigin tvö sem og sína leikmenn eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var stríð í kvöld eins og við mátti búast og ég er ofboðslega glaður að hafa klárað þennan leik. Skallagrímur voru að spila mjög vel, Sigtryggur Arnar reyndist okkur mjög erfiður í kvöld og þetta var bara erfiður leikur heilt yfir en ofboðslega dýrmætur sigur,” sagði Einar hugsi í leikslok við blaðamann Vísi. Hart var barist frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu og fannst Einari leikskipulagði hafa gengið nokkuð vel upp. „Að mörgu leyti gekk leikplanið okkar upp í kvöld. Mér fannst við samt heldur lengi að ná takti gegn svæðisvörninni en það kom svo loksins. Að örðu leiti er ég nokkuð sáttur. Ég er líka rosalega ánægður með stóru mennina mína að berjast í Flenard í allt kvöld, þeir eiga hrós skilið, við hefðum líklega ekki getað fengið meira út úr þeim bardögum,” sagði Einar sáttur í lokin.
Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti