Hrafn: Sárt að tapa líka utan vallar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 22:20 Hrafn á hliðarlínunni í kvöld. vísir/stefán „Þessi leikur tapast á því hvernig við komum inn í hann og þetta er orðið þreytt,“ sagði hundsvekktur þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Ég skil vel að það sé verið að spyrja mig af hverju við komum svona inn í leikinn. Ég er kannski að hrauna yfir leikmenn fara að koma illa inn í leikinn en við þurfum allir að skoða þetta. Kannski þarf að haga undirbúningi öðruvísi. Ég hélt að við gerðum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Það var líka mikið undir hjá Stjörnunni í kvöld en er vandamálið andlegt því ekki vantar gæðin í liðið? „Það er stundum sagt að það sé versti óvinur sköpunargáfunnar sé sjálfsefi. Það virðist vera stutt í að fólk fari að hugsa um sín vandamál inn á vellinum og nái ekki að tengja saman sem lið,“ segir Hrafn og viðurkennir að hans lið hafi tapað í baráttunni og svo hjálpaði ekki að Kaninn hans var nær meðvitundarlaus í kvöld. Hafði ekkert fram að færa. „Það er hárrétt. Þetta hefur verið köflótt hjá honum. Hann fer inn í skelina og hættir að taka af skarið.“ Garðbæingar voru undir líka utan vallar og það fannst þjálfaranum líka miður. „Ég er væntanlega að taka smá áhættu með því að tala um þetta núna. Ég elska félagið, stuðningsmennina og Garðabæ. Ég hef farið í gegnum ótrúlega mörg ævintýri með þeim og mér finnst sárt að mæta hingað og verða líka vel undir í stúkunni,“ segir Hrafn. „Við erum á leið í úrslitakeppnina og ég vona innilega að fólk haldi enn í trúna og geri sér grein fyrir að það hjálpi líka. Ábyrgðin liggur á mér og leikmönnum en það gefur okkur mikið aukalega er maður finnur hvatninguna er það gengur illa. Ég vona að það verði hvítt og blátt í stúkunni í úrslitakeppninni.“ Liðið er enn án Justin Shouse og Hrafn bindur vonir við að hann snúi aftur í úrslitakeppninni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
„Þessi leikur tapast á því hvernig við komum inn í hann og þetta er orðið þreytt,“ sagði hundsvekktur þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Ég skil vel að það sé verið að spyrja mig af hverju við komum svona inn í leikinn. Ég er kannski að hrauna yfir leikmenn fara að koma illa inn í leikinn en við þurfum allir að skoða þetta. Kannski þarf að haga undirbúningi öðruvísi. Ég hélt að við gerðum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Það var líka mikið undir hjá Stjörnunni í kvöld en er vandamálið andlegt því ekki vantar gæðin í liðið? „Það er stundum sagt að það sé versti óvinur sköpunargáfunnar sé sjálfsefi. Það virðist vera stutt í að fólk fari að hugsa um sín vandamál inn á vellinum og nái ekki að tengja saman sem lið,“ segir Hrafn og viðurkennir að hans lið hafi tapað í baráttunni og svo hjálpaði ekki að Kaninn hans var nær meðvitundarlaus í kvöld. Hafði ekkert fram að færa. „Það er hárrétt. Þetta hefur verið köflótt hjá honum. Hann fer inn í skelina og hættir að taka af skarið.“ Garðbæingar voru undir líka utan vallar og það fannst þjálfaranum líka miður. „Ég er væntanlega að taka smá áhættu með því að tala um þetta núna. Ég elska félagið, stuðningsmennina og Garðabæ. Ég hef farið í gegnum ótrúlega mörg ævintýri með þeim og mér finnst sárt að mæta hingað og verða líka vel undir í stúkunni,“ segir Hrafn. „Við erum á leið í úrslitakeppnina og ég vona innilega að fólk haldi enn í trúna og geri sér grein fyrir að það hjálpi líka. Ábyrgðin liggur á mér og leikmönnum en það gefur okkur mikið aukalega er maður finnur hvatninguna er það gengur illa. Ég vona að það verði hvítt og blátt í stúkunni í úrslitakeppninni.“ Liðið er enn án Justin Shouse og Hrafn bindur vonir við að hann snúi aftur í úrslitakeppninni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00