Ívar: Bara hlegið og öskrað í Körfuboltakvöldi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 09:00 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að halda uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær eftir skíðaferðina frægu sem hann fór í er Haukar spiluðu mikilvægasta leik tímabilsins fyrir síðustu helgi. Ívar kom svo heim á laugardag og stýrði Haukaliðinu til sigurs gegn Stjörnunni í gær. Sá sigur dugði til þess að tryggja veru Hauka í efstu deild á næsta tímabili þar sem Skallagrímur tapaði á sama tíma og féll. Ívar viðurkenndi að það væri fréttnæmt að hann hefði farið í skíðaferðina en kvartaði samt yfir umfjölluninni sem var bæði í Körfuboltakvöldi sem og á Vísi. „Það er fréttnæmt en það er kannski ekki eðlilegt að eyða tveimur vikum í það,“ sagði Ívar en ofanritaður benti Ívari á að það hefði nú enginn eytt neinum tveimur vikum í að gagnrýna ferðina. „Það var samt þannig.“ Ívar skrifaði á Facebook, eftir að hann hélt í ferðina frægu, að honum hafi fundist það ótrúlegt að umræða um hann hefði „næstum fyllt heilan þátt að körfuboltakvöldi í stað þess að fjalla um leikina sjálfa“. Blaðamaður benti Ívari góðfúslega á að í þessu tilviki hefði verið rætt um hans mál í fjórar mínútur í 106 mínútna þætti. Er það heill þáttur? „Mikið til því hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og skautaði svo yfir í aðra sálma. Hann sagði Haukaliðið hafa rætt saman áður en hann fór út og hann hefði verið langt kominn með að hætta við að fara í ferðina. Hann segir að með því að fara í ferðina hefði pressan farið á hann og af leikmönnunum. Það hafi verið fínt þó svo hann virkaði nú ekki beint yfir sig hamingjusamur með það. „Nei, nei. Ég vissi alveg að það yrði rætt um þetta. Það er eðlilegt en menn þurfa að gera það kannski á vitrænan hátt,“ segir Ívar en getur hann fært rök fyrir því að það hafi verið gert á óvitrænan hátt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ sagði Ívar og rökstuddi mál sitt ekki frekar. Þjálfarinn segir að eftir á að hyggja hafi sú ákvörðun hans að fara á skíði á míðju tímabili verið það besta sem hafi getað komið fyrir liðið. „Það held ég. Við erum búnir að vera mjög góðir eftir að ég fór.“ Sjá má viðtalið við Ívar frá því í gær hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að halda uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær eftir skíðaferðina frægu sem hann fór í er Haukar spiluðu mikilvægasta leik tímabilsins fyrir síðustu helgi. Ívar kom svo heim á laugardag og stýrði Haukaliðinu til sigurs gegn Stjörnunni í gær. Sá sigur dugði til þess að tryggja veru Hauka í efstu deild á næsta tímabili þar sem Skallagrímur tapaði á sama tíma og féll. Ívar viðurkenndi að það væri fréttnæmt að hann hefði farið í skíðaferðina en kvartaði samt yfir umfjölluninni sem var bæði í Körfuboltakvöldi sem og á Vísi. „Það er fréttnæmt en það er kannski ekki eðlilegt að eyða tveimur vikum í það,“ sagði Ívar en ofanritaður benti Ívari á að það hefði nú enginn eytt neinum tveimur vikum í að gagnrýna ferðina. „Það var samt þannig.“ Ívar skrifaði á Facebook, eftir að hann hélt í ferðina frægu, að honum hafi fundist það ótrúlegt að umræða um hann hefði „næstum fyllt heilan þátt að körfuboltakvöldi í stað þess að fjalla um leikina sjálfa“. Blaðamaður benti Ívari góðfúslega á að í þessu tilviki hefði verið rætt um hans mál í fjórar mínútur í 106 mínútna þætti. Er það heill þáttur? „Mikið til því hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og skautaði svo yfir í aðra sálma. Hann sagði Haukaliðið hafa rætt saman áður en hann fór út og hann hefði verið langt kominn með að hætta við að fara í ferðina. Hann segir að með því að fara í ferðina hefði pressan farið á hann og af leikmönnunum. Það hafi verið fínt þó svo hann virkaði nú ekki beint yfir sig hamingjusamur með það. „Nei, nei. Ég vissi alveg að það yrði rætt um þetta. Það er eðlilegt en menn þurfa að gera það kannski á vitrænan hátt,“ segir Ívar en getur hann fært rök fyrir því að það hafi verið gert á óvitrænan hátt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ sagði Ívar og rökstuddi mál sitt ekki frekar. Þjálfarinn segir að eftir á að hyggja hafi sú ákvörðun hans að fara á skíði á míðju tímabili verið það besta sem hafi getað komið fyrir liðið. „Það held ég. Við erum búnir að vera mjög góðir eftir að ég fór.“ Sjá má viðtalið við Ívar frá því í gær hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00