Eygló Harðardóttir hringdi í Frosta og húðskammaði hann fyrir ummælin um konur í tónlist Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. mars 2017 15:15 Frosti Logason og Eygló Harðardóttir Vísir/Stefán/Anton Brink „Ég verð að biðjast afsökunar á því að þessi umræða hafi tekið svona mikla athygli,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, annar stjórnandi útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu 97,7 í þætti dagsins. Þar fóru hann og Frosti Logason yfir atburði helgarinnar en mikla athygli vakti þegar tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir krafði Frosta um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist. Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. „Það var rosa virkni á Facebook síðunni minni og mér leið á tímabili eins og ég hefði gert eitthvað af mér," sagði Máni. „Fólk frussaði, við erum að tala um að það frussaði í andlitið á mér því það var svo upptekið af því að hugsa ekki neitt og skrifa bara einhverja fokking statusa og tagga mig inn í það.“Sjá einnig:Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“Frosti tók undir orð Mána og sagði umræðuna hafa verið heldur skrautlega. „Það hefði verið hægt að halda hér langan leiklestur í dag, vera með heilan þátt af leiklestri af þessum best of molum sem féllu á samfélagsmiðlum um helgina, þessa helstu frussandi froðufellandi statusa,“ sagði Frosti. Máni sagðist þykja það miður að umræðan um ummæli Frosta hafi fengið svo mikla athygli og dregið athygli frá örðum málum sem hann vildi að hefðu fengið meira pláss. „Ef ég á að biðjast afsökunar á einhverju sem snýr að mér þá verð ég að biðjast afsökunar á því, af því ég er náttúrulega einn meðlimur þessa útvarpsþáttar[...] Ég verð að biðjast afsökunar á því að þessi umræða hafi tekið svona mikla athygli. Af því að bæði fyrir mér var það málið þegar fólk var að dreifa einvherju vídjói af Austur ógeðsfelldara en þetta. Það er mín skoðun og síðan voru frábær viðtöl um geðheilbrigðiskerfið um helgina og þetta eru mál sem skipta mig miklu. [...] Ég vonaðist til að þetta fengi meiri athygli. Og ég verð að segja að ég var á tímabili mjög reiður út í þig yfir því [...] Ég hefði viljað að fólk hefði póstað þessum viðtölum og annað og jafnvel taggað ráðamenn eða heilbrigðisráðherra í þetta mál og reynt að gera eitthvað fyrir geðheilbrigðismálin í landinu. En það sem skiptir máli hérna í stóra samhenginu, það er það hvað þér þótti um einhvern fokking trommuleik. Svona horfir þetta fyrir mér.“ Frosti tók svo til máls og sagði að þátturinn hefði alltaf verið með ákveðnu sniði. „Þessi þáttur okkar hefur núna verið í loftinu í, hvað, tíu ár? Og hefur alltaf verið með þessu sama sniði, við mætum hérna á morgnanna, tökum á málum málanna og gerum það með okkar hætti. Sumir segja að við gerum þetta af hispursleysi og ákveðni. Sumir segja að við séum dónar og tillitslausir en ég er nokkur viss um að flestir hlustendur okkar geti tekið undir að við komum bara til dyranna eins og við erum klæddir, þykjumst ekki vera annað en við erum. Við getum verið með gálgahúmor, við eigum það til að fíflast en við tökum líka á málunum af alvöru og ábyrgð. Við erum bara eins og við erum, tölum af hreinskilni og forðumst ekki að ræða erfið eða viðkvæm mál. Við skoðum samfélagið með gagnrýnum augum, erum fróðleiksfúsir og reynum að vera fræðandi. Þannig er Harmageddon, þannig erum við,“ sagði Frosti og hélt áfram. „Og síðasta föstudag fannst mér ekki vera nein breyting þar á. Við fjölluðum um málefni vikunnar og þar á meðal voru til umfjöllunar Íslensku tónlistarverðlaunin þar sem við sögu kom gálgahúmor og hispursleysi. En þar var líka talað um alvarleg og umdeild mál, þetta hafði alvarlegan undirtón. En eins og allir vita þá eru karlar meira áberandi en konur í tónlistarlífinu og sumir telja að þetta sé vandamál eitt og sér. Um þetta er deilt.“Sjá einnig:KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu Frosti sagði að hann hafi verið að velta upp möguleikanum á að dómnefnd íslensku tónlistarverðlaunanna hafi getað fundið sig í þröngri stöðu við val á verðlaunahöfunum. „Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri að eitthvað þurfi að gera til að hafa áhrif á þessi hlutföll. Og miðað við þá umræðu velti ég hér upp fullkomlega rökréttri vangaveltu um það hvort dómnefnd íslensku tónlistarverðlaunanna gæti hafa fundið sig í þröngri stöðu gagnvart tíðarandanum þegar val stóð yfir á verðlaunahöfum ársins. Þegar allir flokkar voru í raun orðnir undirlagðir af karlkyns verðlaunahöfum þá er ekki útilokað að einhver fagleg sjónarmið hafi þurft að víkja fyrir sjónarmiðum jafnréttis. Dómnefndin hefur jafnvel hugsað með hryllingi til þess ef hún hefði fengið á sig gagnrýni frá þeim einmitt mjög harðsketta hóp sem lætur til sín taka á samfélagsmiðlum um þessar mundir. Það er fullkomlega eðlilegt að velta þessu fyrir sér, sérstaklega í flokknum popplag ársins þar sem mjög auðvelt er að benda á fleiri lög en það sem vann sem augljóslega hefðu getað verið eins eða betur til þess fallin að hreppa hnossið um lag ársins. Lög sem eru með fleiri spilanir á útvarpsstöðvum, Spotify og YouTube svo eitthvað sé nefnt.“ Hann segir að hafa verið sakaður um kvenhatur og kvenfyrirlitningu hafi ekki verið ánægjulegt. „Að sjálfsögðu eru þetta getgátur og ekki öfga- eða hatursskoðanir. Þetta eru einfaldlega gildar vangveltur í ljósi tíðarandans. Sá tónlistarmaður sem vann til umræddra verðlauna og tók gagnrýni minni persónulega átti aldrei að verða neinn miðpunktur í þessari umræðu. Mér þykir það leitt að það hafi á endanum verið raunin. En að vera sakaður um kvenhatur og fyrirlitningu, vera kallaður karlrembusvín og dóni er ekkert sérstaklega ánægjulegt. En ágætis huggun er aftur á móti í því að vita til þess að skoðanir okkar og mínar hafa legið fyrir opnum tjöldum frammi fyrir lesendum og hlustendum mínum undanfarin tíu ár. Skoðanir mínar eru flestar nokkuð vel auglýstar. Hvað mér finnst um stjórnmál, trúmál og fleira liggur alveg fyrir. Kvenhatur eða kvenfyrirlitning eru ekki þar á meðal. Þetta vita hlustendur okkar.“Sjá einnig: Hafnaði boði Frosta í Harmageddon: „Nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng“Þeir Frosti og Máni segjast báðir hafa fengið símtöl frá fólki yfir helgina sem hafi viljað ræða málin við þá. „Ég var mjög þakklátur fyrir þau símtöl frá fólki sem var algjörlega ósammála mér og vildi taka upp símann og hringja í mig. Til dæmis hún Eygló Harðardóttir. Hún hringdi í mig og húðskammaði mig,“ sagði Frosti. „Mér fannst það virðingarvert að ef fólk er ósammála mér að hafa samband við mig og annaðhvort segja að því finnist ég hafa farið yfir strikið eða að ég hafi sært þau eða eitthvað slíkt. Þá er alltaf hægt að reyna að gera einhver bót á því. En mestu viðbrögðin sem ég sá við þessu um helgina voru algjörlega úr hlutföllum.“ Máni sagði greinilegt á umræðunni að margir sem hafi tjáð sig hafi ekki hlustað á umrætt brot úr þættinum. „Sumir höfðu greinilega ekki hlustað á klippuna. Fullt af hlutum þarna sem ég veit til dæmis að þú varst kannski brosandi í míkrafóninn þegar þú varst að segja það í ienhverjum fíflagangi en það kom þannig út að þú værir gegnheil karlremba,“ sagði hann. „Þessi umræða í raun og veru sem er að koma upp á yfirborðið núna er frábær. Það eru að koma svo margir góðir hlutir út. Þó að þessir hlutir hafi verið sagðir. Við skulum átta okkur á því að þetta ætti bara að peppa mann upp til að gera betur. Þetta peppaði mig upp tlil að gera betur og ég skil ekki, öll umræða er góð umræða. Fólk verður auðvitað að ráða því hvort það ætli að vera brjálað út af þessu, og hvort það ætli að vera að skalla einhverja veggi og vera ekki í jafnvægi yfir þessu.“ Íslensku tónlistarverðlaunin Tengdar fréttir KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31 Trommarar Íslands berja í borðið og segja þá í Harmageddon illa upplýsta Trommarar senda frá sér yfirlýsingu og segja trommuleik ekki karllægan. 6. mars 2017 13:15 Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: "Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Hafnaði boði Frosta í Harmageddon: "Nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng“ Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona segist hafa afþakkað boð Frosta Logasonar útvarpsmanns, um að vera gestur þáttarins í morgun. 6. mars 2017 11:21 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Ég verð að biðjast afsökunar á því að þessi umræða hafi tekið svona mikla athygli,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, annar stjórnandi útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu 97,7 í þætti dagsins. Þar fóru hann og Frosti Logason yfir atburði helgarinnar en mikla athygli vakti þegar tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir krafði Frosta um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist. Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. „Það var rosa virkni á Facebook síðunni minni og mér leið á tímabili eins og ég hefði gert eitthvað af mér," sagði Máni. „Fólk frussaði, við erum að tala um að það frussaði í andlitið á mér því það var svo upptekið af því að hugsa ekki neitt og skrifa bara einhverja fokking statusa og tagga mig inn í það.“Sjá einnig:Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“Frosti tók undir orð Mána og sagði umræðuna hafa verið heldur skrautlega. „Það hefði verið hægt að halda hér langan leiklestur í dag, vera með heilan þátt af leiklestri af þessum best of molum sem féllu á samfélagsmiðlum um helgina, þessa helstu frussandi froðufellandi statusa,“ sagði Frosti. Máni sagðist þykja það miður að umræðan um ummæli Frosta hafi fengið svo mikla athygli og dregið athygli frá örðum málum sem hann vildi að hefðu fengið meira pláss. „Ef ég á að biðjast afsökunar á einhverju sem snýr að mér þá verð ég að biðjast afsökunar á því, af því ég er náttúrulega einn meðlimur þessa útvarpsþáttar[...] Ég verð að biðjast afsökunar á því að þessi umræða hafi tekið svona mikla athygli. Af því að bæði fyrir mér var það málið þegar fólk var að dreifa einvherju vídjói af Austur ógeðsfelldara en þetta. Það er mín skoðun og síðan voru frábær viðtöl um geðheilbrigðiskerfið um helgina og þetta eru mál sem skipta mig miklu. [...] Ég vonaðist til að þetta fengi meiri athygli. Og ég verð að segja að ég var á tímabili mjög reiður út í þig yfir því [...] Ég hefði viljað að fólk hefði póstað þessum viðtölum og annað og jafnvel taggað ráðamenn eða heilbrigðisráðherra í þetta mál og reynt að gera eitthvað fyrir geðheilbrigðismálin í landinu. En það sem skiptir máli hérna í stóra samhenginu, það er það hvað þér þótti um einhvern fokking trommuleik. Svona horfir þetta fyrir mér.“ Frosti tók svo til máls og sagði að þátturinn hefði alltaf verið með ákveðnu sniði. „Þessi þáttur okkar hefur núna verið í loftinu í, hvað, tíu ár? Og hefur alltaf verið með þessu sama sniði, við mætum hérna á morgnanna, tökum á málum málanna og gerum það með okkar hætti. Sumir segja að við gerum þetta af hispursleysi og ákveðni. Sumir segja að við séum dónar og tillitslausir en ég er nokkur viss um að flestir hlustendur okkar geti tekið undir að við komum bara til dyranna eins og við erum klæddir, þykjumst ekki vera annað en við erum. Við getum verið með gálgahúmor, við eigum það til að fíflast en við tökum líka á málunum af alvöru og ábyrgð. Við erum bara eins og við erum, tölum af hreinskilni og forðumst ekki að ræða erfið eða viðkvæm mál. Við skoðum samfélagið með gagnrýnum augum, erum fróðleiksfúsir og reynum að vera fræðandi. Þannig er Harmageddon, þannig erum við,“ sagði Frosti og hélt áfram. „Og síðasta föstudag fannst mér ekki vera nein breyting þar á. Við fjölluðum um málefni vikunnar og þar á meðal voru til umfjöllunar Íslensku tónlistarverðlaunin þar sem við sögu kom gálgahúmor og hispursleysi. En þar var líka talað um alvarleg og umdeild mál, þetta hafði alvarlegan undirtón. En eins og allir vita þá eru karlar meira áberandi en konur í tónlistarlífinu og sumir telja að þetta sé vandamál eitt og sér. Um þetta er deilt.“Sjá einnig:KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu Frosti sagði að hann hafi verið að velta upp möguleikanum á að dómnefnd íslensku tónlistarverðlaunanna hafi getað fundið sig í þröngri stöðu við val á verðlaunahöfunum. „Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri að eitthvað þurfi að gera til að hafa áhrif á þessi hlutföll. Og miðað við þá umræðu velti ég hér upp fullkomlega rökréttri vangaveltu um það hvort dómnefnd íslensku tónlistarverðlaunanna gæti hafa fundið sig í þröngri stöðu gagnvart tíðarandanum þegar val stóð yfir á verðlaunahöfum ársins. Þegar allir flokkar voru í raun orðnir undirlagðir af karlkyns verðlaunahöfum þá er ekki útilokað að einhver fagleg sjónarmið hafi þurft að víkja fyrir sjónarmiðum jafnréttis. Dómnefndin hefur jafnvel hugsað með hryllingi til þess ef hún hefði fengið á sig gagnrýni frá þeim einmitt mjög harðsketta hóp sem lætur til sín taka á samfélagsmiðlum um þessar mundir. Það er fullkomlega eðlilegt að velta þessu fyrir sér, sérstaklega í flokknum popplag ársins þar sem mjög auðvelt er að benda á fleiri lög en það sem vann sem augljóslega hefðu getað verið eins eða betur til þess fallin að hreppa hnossið um lag ársins. Lög sem eru með fleiri spilanir á útvarpsstöðvum, Spotify og YouTube svo eitthvað sé nefnt.“ Hann segir að hafa verið sakaður um kvenhatur og kvenfyrirlitningu hafi ekki verið ánægjulegt. „Að sjálfsögðu eru þetta getgátur og ekki öfga- eða hatursskoðanir. Þetta eru einfaldlega gildar vangveltur í ljósi tíðarandans. Sá tónlistarmaður sem vann til umræddra verðlauna og tók gagnrýni minni persónulega átti aldrei að verða neinn miðpunktur í þessari umræðu. Mér þykir það leitt að það hafi á endanum verið raunin. En að vera sakaður um kvenhatur og fyrirlitningu, vera kallaður karlrembusvín og dóni er ekkert sérstaklega ánægjulegt. En ágætis huggun er aftur á móti í því að vita til þess að skoðanir okkar og mínar hafa legið fyrir opnum tjöldum frammi fyrir lesendum og hlustendum mínum undanfarin tíu ár. Skoðanir mínar eru flestar nokkuð vel auglýstar. Hvað mér finnst um stjórnmál, trúmál og fleira liggur alveg fyrir. Kvenhatur eða kvenfyrirlitning eru ekki þar á meðal. Þetta vita hlustendur okkar.“Sjá einnig: Hafnaði boði Frosta í Harmageddon: „Nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng“Þeir Frosti og Máni segjast báðir hafa fengið símtöl frá fólki yfir helgina sem hafi viljað ræða málin við þá. „Ég var mjög þakklátur fyrir þau símtöl frá fólki sem var algjörlega ósammála mér og vildi taka upp símann og hringja í mig. Til dæmis hún Eygló Harðardóttir. Hún hringdi í mig og húðskammaði mig,“ sagði Frosti. „Mér fannst það virðingarvert að ef fólk er ósammála mér að hafa samband við mig og annaðhvort segja að því finnist ég hafa farið yfir strikið eða að ég hafi sært þau eða eitthvað slíkt. Þá er alltaf hægt að reyna að gera einhver bót á því. En mestu viðbrögðin sem ég sá við þessu um helgina voru algjörlega úr hlutföllum.“ Máni sagði greinilegt á umræðunni að margir sem hafi tjáð sig hafi ekki hlustað á umrætt brot úr þættinum. „Sumir höfðu greinilega ekki hlustað á klippuna. Fullt af hlutum þarna sem ég veit til dæmis að þú varst kannski brosandi í míkrafóninn þegar þú varst að segja það í ienhverjum fíflagangi en það kom þannig út að þú værir gegnheil karlremba,“ sagði hann. „Þessi umræða í raun og veru sem er að koma upp á yfirborðið núna er frábær. Það eru að koma svo margir góðir hlutir út. Þó að þessir hlutir hafi verið sagðir. Við skulum átta okkur á því að þetta ætti bara að peppa mann upp til að gera betur. Þetta peppaði mig upp tlil að gera betur og ég skil ekki, öll umræða er góð umræða. Fólk verður auðvitað að ráða því hvort það ætli að vera brjálað út af þessu, og hvort það ætli að vera að skalla einhverja veggi og vera ekki í jafnvægi yfir þessu.“
Íslensku tónlistarverðlaunin Tengdar fréttir KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31 Trommarar Íslands berja í borðið og segja þá í Harmageddon illa upplýsta Trommarar senda frá sér yfirlýsingu og segja trommuleik ekki karllægan. 6. mars 2017 13:15 Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: "Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Hafnaði boði Frosta í Harmageddon: "Nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng“ Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona segist hafa afþakkað boð Frosta Logasonar útvarpsmanns, um að vera gestur þáttarins í morgun. 6. mars 2017 11:21 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31
Trommarar Íslands berja í borðið og segja þá í Harmageddon illa upplýsta Trommarar senda frá sér yfirlýsingu og segja trommuleik ekki karllægan. 6. mars 2017 13:15
Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: "Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16
Hafnaði boði Frosta í Harmageddon: "Nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng“ Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona segist hafa afþakkað boð Frosta Logasonar útvarpsmanns, um að vera gestur þáttarins í morgun. 6. mars 2017 11:21