Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2017 21:30 Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Múlakot var friðlýst fyrir þremur árum og nær friðlýsingin ekki aðeins til gamla íbúðar- og gistihússins heldur einnig til nærliggjandi húsa sem og trjágarðsins. Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. „Þetta hús er í rauninni dæmi um það hvernig sveitabær þróast yfir í það, í gegnum 20. öldina, að vera bóndabær, þar sem gestir koma í heimsókn, yfir í það að verða sveitahótel,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun. Málverk Ásgríms Jónssonar, sem hann málaði snemma á síðustu öld, vöktu athygli á staðnum og þarna varð listamannanýlenda og vinsælt sveitahótel og garðurinn var rómaður.Gömul mynd frá Múlakoti. Fremst sést maður á hestasláttuvél en fjær má sjá tvær rútur á hlaðinu við hótelið.Mynd/Múlakot.Sjálfseignarstofnun og Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti, ásamt sveitarfélaginu Rangárþingi eystra, Byggðasafninu á Skógum og Minjastofnun hafa nú tekið höndum saman um að endurreisa staðinn. „Þannig að þetta er í rauninni þróunarsaga ferðamennsku á Íslandi. Trúlega er þetta best varðveitta hótel sem við eigum hérna frá gamalli tíð,“ segir Pétur. Hótelið var rekið fram yfir 1970 og Pétur gisti þar oft með foreldrum sínu. Hann segist muna vel eftir því þegar þar var sjoppa og hótelið var jafnframt áningarstaður rútubíla. Í lok ágústmánaðar í fyrra var fagnað fyrstu áföngum endurreisnarinnar en þar flutti Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ávarp fyrir hönd Vinafélagsins. Hann telur að Múlakot verði vinsæll áfangastaður ferðamanna í framtíðinni.Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, flutti ávarp fyrir hönd Vinafélags gamla bæjarins í Múlakoti,Stöð 2/Einar Árnason.„Það vantar áfangastað. Það vantar góða, vel umhirta áfangastaði og þessi staður verður einn af þeim,“ segir Björn Bjarnason. Nánar var fjallað um Múlakot í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Múlakot var friðlýst fyrir þremur árum og nær friðlýsingin ekki aðeins til gamla íbúðar- og gistihússins heldur einnig til nærliggjandi húsa sem og trjágarðsins. Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. „Þetta hús er í rauninni dæmi um það hvernig sveitabær þróast yfir í það, í gegnum 20. öldina, að vera bóndabær, þar sem gestir koma í heimsókn, yfir í það að verða sveitahótel,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun. Málverk Ásgríms Jónssonar, sem hann málaði snemma á síðustu öld, vöktu athygli á staðnum og þarna varð listamannanýlenda og vinsælt sveitahótel og garðurinn var rómaður.Gömul mynd frá Múlakoti. Fremst sést maður á hestasláttuvél en fjær má sjá tvær rútur á hlaðinu við hótelið.Mynd/Múlakot.Sjálfseignarstofnun og Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti, ásamt sveitarfélaginu Rangárþingi eystra, Byggðasafninu á Skógum og Minjastofnun hafa nú tekið höndum saman um að endurreisa staðinn. „Þannig að þetta er í rauninni þróunarsaga ferðamennsku á Íslandi. Trúlega er þetta best varðveitta hótel sem við eigum hérna frá gamalli tíð,“ segir Pétur. Hótelið var rekið fram yfir 1970 og Pétur gisti þar oft með foreldrum sínu. Hann segist muna vel eftir því þegar þar var sjoppa og hótelið var jafnframt áningarstaður rútubíla. Í lok ágústmánaðar í fyrra var fagnað fyrstu áföngum endurreisnarinnar en þar flutti Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ávarp fyrir hönd Vinafélagsins. Hann telur að Múlakot verði vinsæll áfangastaður ferðamanna í framtíðinni.Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, flutti ávarp fyrir hönd Vinafélags gamla bæjarins í Múlakoti,Stöð 2/Einar Árnason.„Það vantar áfangastað. Það vantar góða, vel umhirta áfangastaði og þessi staður verður einn af þeim,“ segir Björn Bjarnason. Nánar var fjallað um Múlakot í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00