Emmsjé Gauti, HAM og KK á Aldrei fór ég suður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2017 10:45 Aldrei fór ég suður fer fram sem aldrei fyrr um páskana á Ísafirði en tónleikadagana, föstudags- og laugardagskvöld um páskahelgina, ber upp 14. og 15. apríl þetta árið. Annað árið í röð fer hátíðin fram í skemmu rækjuverksmiðjunnar Kampa við Ásgeirsgötu.Í spilaranum að ofan má sjá kynningarmyndband hátíðarinnar í ár. Óhætt er að segja að dagskráin sé glæsileg þetta árið en fram koma Emmsjé Gauti, HAM, KK band, Kött Grá Pje, Valdimar, Mugison, Lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar, Soffía Björg, Rythmatik, Sigurvegarar Músiktilrauna, Hildur, Vök, Karó og Börn.Lagið Reykjavík með Emmsjé Gauta hefur notið mikilla vinsælda.Nokkrir listamenn endurnýja nú kynnin við rokkhátíðina en Emmsjé Gauti tryllti lýðinn á Ísafirði fyrir tveimur árum og HAM rokkaði árið 2007 og svo aftur 2012. Þá söng Valdimar Guðmundsson íslensk dægurlög fyrir gesti fyrir tveimur árum en kemur nú fram með hljómsveit sinni. Mugison er svo fastagestur enda stofnandi hátíðarinnar ásamt föður sínum. Árlega ætlar húsið af ísfirskri skemmu þegar hann syngur um Gúanóstelpuna sína.Að neðan má sjá eitt fjölmargra myndbanda sem Fjölnir Baldursson hefur tekið á Aldrei fór ég suður undanfarin ár.Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og lofar rokkstjórinn, Kristján Freyr Halldórsson frá Hnífsdal, mikilli stemningu. Hann tók við rokkstjórakeflinu af Birnu Jónasdóttur sem stýrði síðustu þremur hátíðum. Kristján hefur verið í innsta hring svo til frá fyrsta ári hátíðarinnar sem nú er haldin í fjórtánda skipti. Þá koma sigurvegarar í Músíktilraunum fram en árlega er þeim boðið vestur að spila fyrir framan mannfjöldann sem er mikil lífsreynsla. Músíktilraunir fara fram síðustu vikuna í mars. Kynnir á hátíðinni er Pétur Magnússon, betur þekktur sem Fallegi smiðurinn. Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og þá má nefna að Skíðavikan fer fram á Ísafirði sömu helgi. Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Aldrei fór ég suður fer fram sem aldrei fyrr um páskana á Ísafirði en tónleikadagana, föstudags- og laugardagskvöld um páskahelgina, ber upp 14. og 15. apríl þetta árið. Annað árið í röð fer hátíðin fram í skemmu rækjuverksmiðjunnar Kampa við Ásgeirsgötu.Í spilaranum að ofan má sjá kynningarmyndband hátíðarinnar í ár. Óhætt er að segja að dagskráin sé glæsileg þetta árið en fram koma Emmsjé Gauti, HAM, KK band, Kött Grá Pje, Valdimar, Mugison, Lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar, Soffía Björg, Rythmatik, Sigurvegarar Músiktilrauna, Hildur, Vök, Karó og Börn.Lagið Reykjavík með Emmsjé Gauta hefur notið mikilla vinsælda.Nokkrir listamenn endurnýja nú kynnin við rokkhátíðina en Emmsjé Gauti tryllti lýðinn á Ísafirði fyrir tveimur árum og HAM rokkaði árið 2007 og svo aftur 2012. Þá söng Valdimar Guðmundsson íslensk dægurlög fyrir gesti fyrir tveimur árum en kemur nú fram með hljómsveit sinni. Mugison er svo fastagestur enda stofnandi hátíðarinnar ásamt föður sínum. Árlega ætlar húsið af ísfirskri skemmu þegar hann syngur um Gúanóstelpuna sína.Að neðan má sjá eitt fjölmargra myndbanda sem Fjölnir Baldursson hefur tekið á Aldrei fór ég suður undanfarin ár.Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og lofar rokkstjórinn, Kristján Freyr Halldórsson frá Hnífsdal, mikilli stemningu. Hann tók við rokkstjórakeflinu af Birnu Jónasdóttur sem stýrði síðustu þremur hátíðum. Kristján hefur verið í innsta hring svo til frá fyrsta ári hátíðarinnar sem nú er haldin í fjórtánda skipti. Þá koma sigurvegarar í Músíktilraunum fram en árlega er þeim boðið vestur að spila fyrir framan mannfjöldann sem er mikil lífsreynsla. Músíktilraunir fara fram síðustu vikuna í mars. Kynnir á hátíðinni er Pétur Magnússon, betur þekktur sem Fallegi smiðurinn. Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og þá má nefna að Skíðavikan fer fram á Ísafirði sömu helgi.
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira