Sindri tjáir sig um viðtalið: „Varð svakalega hissa“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 17:54 "Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ „Ég er kannski ekki alveg sammála um að það hafi fokið í mig, en ég varð svakalega hissa,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður um umdeilt viðtal hans við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Tara Margrét mætti í viðtal til Sindra til þess að ræða ráðstefnuna Truflandi tilvist. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri geti ekki sett sig í þeirra spor því hann tilheyri ekki minnihlutahópum – og sé í raun í forréttindahópi. Því var Sindri ekki alls kostar sammála. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað,“ sagði Sindri í viðtalinu, og sitt sýnist hverjum, en Sindri hefur meðal annars verið sakaður um að sýna jaðarhópum skilningsleysi.Hef ekkert gaman að þessu Sindri, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis, sagði ætlun sína aldrei hafa verið að gera lítið úr þeim sem orðið hafa fyrir fordómum, líkt og sumir hafa haldið fram. „Ég vil ekki gera lítið úr þeim sem finna fyrir fordómum. Ég hef spurt þessarar spurningar mjög oft í mínum innslögum, til dæmis á geðdeild eða fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Ég bjóst við svarinu: jú oft eru fordómar innra með manni en að sjálfsögðu eru fordómar þarna úti,“ sagði Sindri. Sindri sagðist fyrst og fremst hafa orðið hissa á svari hennar. „Þarna hefði hún getað sagt: Við erum að tala um þetta almennt, en þarna beinir hún þessu beint gegn mér. Ég verð ekki reiður, ég verð bara meira hissa og þá fannst mér bara allt í lagi að svara – ég er í fullt af minnihlutahópum,“ sagði hann. Aðspurður segist binda vonir við að málinu sé nú lokið. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ Hlusta má á viðtalið við Sindra í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sindra við Töru hefst á mínútu 7.06 Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Ég er kannski ekki alveg sammála um að það hafi fokið í mig, en ég varð svakalega hissa,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður um umdeilt viðtal hans við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Tara Margrét mætti í viðtal til Sindra til þess að ræða ráðstefnuna Truflandi tilvist. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri geti ekki sett sig í þeirra spor því hann tilheyri ekki minnihlutahópum – og sé í raun í forréttindahópi. Því var Sindri ekki alls kostar sammála. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað,“ sagði Sindri í viðtalinu, og sitt sýnist hverjum, en Sindri hefur meðal annars verið sakaður um að sýna jaðarhópum skilningsleysi.Hef ekkert gaman að þessu Sindri, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis, sagði ætlun sína aldrei hafa verið að gera lítið úr þeim sem orðið hafa fyrir fordómum, líkt og sumir hafa haldið fram. „Ég vil ekki gera lítið úr þeim sem finna fyrir fordómum. Ég hef spurt þessarar spurningar mjög oft í mínum innslögum, til dæmis á geðdeild eða fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Ég bjóst við svarinu: jú oft eru fordómar innra með manni en að sjálfsögðu eru fordómar þarna úti,“ sagði Sindri. Sindri sagðist fyrst og fremst hafa orðið hissa á svari hennar. „Þarna hefði hún getað sagt: Við erum að tala um þetta almennt, en þarna beinir hún þessu beint gegn mér. Ég verð ekki reiður, ég verð bara meira hissa og þá fannst mér bara allt í lagi að svara – ég er í fullt af minnihlutahópum,“ sagði hann. Aðspurður segist binda vonir við að málinu sé nú lokið. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ Hlusta má á viðtalið við Sindra í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sindra við Töru hefst á mínútu 7.06
Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01
Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14