Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2017 13:01 Samtal Sindra og Töru hefur vakið mikla athygli og er um fátt meira rætt. Nú hafa Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæmt framgöngu Sindra. Aðstandendur ráðstefnunnar og grasrótarhátíðarinnar Truflandi tilvistar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir vonbrigðum með framgöngu Sindra Sindrasonar fréttaþuls í viðtali við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, sem er formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Undir yfirlýsinguna skrifa Samtökin ’78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland. Viðtalið hefur vakið gríðarlega athygli og er um fátt meira rætt á samfélagsmiðlum en það. Skiptist fólk í tvö horn, inn á Facebooksíðu Sindra rignir inn hamingjuóskum fyrir framgöngu hans í áðurnefndu viðtali meðan aðrir telja hann hafa sýnt Töru Margréti yfirlæti og skilningsleysi.Sindri segist tilheyra mörgum minnihlutahópum Í yfirlýsingunni er viðtalið rakið skriflega:Sindri: Svo velti ég öðru fyrir mér og örugglega margir aðrir, eru ekki fordómar oftast svona within svo ég noti nú góða íslensku. Eru fordómarnir svo mikið annarra á móti hverjum öðrum, eru ekki fordómar soldið bara inni í okkur sjálfum. Tara: Já, þetta er í rauninni bara talað úr munni einhvers sem hefur forréttindastöðu. Þú þarft í rauninni að hafa upplifað að hafa verið í jaðarhópi og upplifað fordómana í raun og veru til að kannski skilja og þetta og… Sindri: Ertu að tala um að ég hafi verið í… Tara: Já. Sindri: Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllina í heild sinni en umrætt atriði er að finna á mínútu 7:06Vonbrigði með skilningsleysi Sindra Þá segir í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér neðar: „Aðstandendur Truflandi tilvistar lýsa yfir vonbrigðum með það skilningsleysi sem Sindri sýnir reynslu og lífsskilyrðum jaðarsettra einstaklinga. Sumt fólk telur, eins og Sindri bendir á, að jaðarsettir hópar verði ekki fyrir neinum fordómum frá öðrum heldur séu fordómarnir bara í hausnum á þessum hópum sjálfum. Svona „within“ eins og Sindri orðar það. Tara bendir réttilega á að telji fólk svo vera séu allar líkur á að það sé í forréttindastöðu gagnvart þeim hópum sem upplifa ítrekað fordóma á eigin skinni. Tara veit til að mynda fullvel að hatursfull ummæli sem hún hefur margoft lesið um sjálfa sig í athugasemdakerfum fjölmiðla og beinast að líkamsgerð hennar komu ekki „from within“ heldur einmitt frá öðru fólki.“Ólíklegt að Sindri hafi upplifað fordóma vegna fitu Í yfirlýsingunni er sagt að það hversu mörgum minnihlutahópum Sindri tilheyri, þá komi það málinu lítið við ef „skoðun hans er sú að fordómar séu „soldið bara inni í okkur sjálfum“ þá er fullkomlega rökrétt að draga þá ályktun að hann hafi ekki fundið fyrir miklum fordómum á eigin skinni. Í því felast forréttindi. Það er ólíklegt að Sindri hafi upplifað fordóma vegna fitu, fötlunar, þess að vera intersex, trans, fátækur eða með dökkan húðlit jafnvel þó hann búi við jaðarsetningu þegar litið er til annarra þátta. Að auki hefur hann þau forréttindi að hafa fengið að ættleiða, sem margir jaðarhópar búa ekki við.“Yfirlýsingin í heild sinniAðstandendur ráðstefnunnar og grasrótarhátíðarinnar Truflandi tilvistar vilja koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu.Ráðstefnan braut blað í sögu mannréttindabaráttu hérlendis. Mikil ánægja var meðal þátttakenda og mikilvæg tengsl mynduðust milli jaðarsettra hópa samfélagsins. Á þessum grunni munum við byggja okkar næstu skref í virku og öflugu grasrótarstarfi.Stöð tvö var með ítarlega umfjöllun um málið og þökkum við Erlu Björg Gunnarsdóttur fyrir að sýna viðfangsefninu áhuga og virðingu og gera því góð skil.Sem lokainnslag í þeirri umfjöllun kom Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, í stúdíó til Sindra Sindrasonar fréttaþuls hjá Stöð tvö. Um vel undirbúið innslag í beinni útsendingu var að ræða. Þegar undirbúnum spurningum lauk fer eftirfarandi samtal á milli þeirra:Sindri: Svo velti ég öðru fyrir mér og örugglega margir aðrir, eru ekki fordómar oftast svona within svo ég noti nú góða íslensku. Eru fordómarnir svo mikið annarra á móti hverjum öðrum, eru ekki fordómar soldið bara inni í okkur sjálfum. Tara: Já, þetta er í rauninni bara talað úr munni einhvers sem hefur forréttindastöðu. Þú þarft í rauninni að hafa upplifað að hafa verið í jaðarhópi og upplifað fordómana í raun og veru til að kannski skilja og þetta og… Sindri: Ertu að tala um að ég hafi verið í… Tara: Já. Sindri: Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað.Aðstandendur Truflandi tilvistar lýsa yfir vonbrigðum með það skilningsleysi sem Sindri sýnir reynslu og lífsskilyrðum jaðarsettra einstaklinga. Sumt fólk telur, eins og Sindri bendir á, að jaðarsettir hópar verði ekki fyrir neinum fordómum frá öðrum heldur séu fordómarnir bara í hausnum á þessum hópum sjálfum. Svona „within“ eins og Sindri orðar það. Tara bendir réttilega á að telji fólk svo vera séu allar líkur á að það sé í forréttindastöðu gagnvart þeim hópum sem upplifa ítrekað fordóma á eigin skinni. Tara veit til að mynda fullvel að hatursfull ummæli sem hún hefur margoft lesið um sjálfa sig í athugasemdakerfum fjölmiðla og beinast að líkamsgerð hennar komu ekki „from within“ heldur einmitt frá öðru fólki.Það hversu mörgum minnihlutahópum Sindri tilheyrir kemur málinu lítið við því ef skoðun hans er sú að fordómar séu „soldið bara inni í okkur sjálfum“ þá er fullkomlega rökrétt að draga þá ályktun að hann hafi ekki fundið fyrir miklum fordómum á eigin skinni. Í því felast forréttindi. Það er ólíklegt að Sindri hafi upplifað fordóma vegna fitu, fötlunar, þess að vera intersex, trans, fátækur eða með dökkan húðlit jafnvel þó hann búi við jaðarsetningu þegar litið er til annarra þátta. Að auki hefur hann þau forréttindi að hafa fengið að ættleiða, sem margir jaðarhópar búa ekki við.Viðfangsefni ráðstefnunnar Truflandi tilvist var einmitt þetta, að skoða okkur og upplifun okkar og mennsku okkar sem heild, ekki sem ótengda búta. Líkt og fram kemur í máli Lydiu Brown búum við öll við einhver forréttindi og mörg búum við við einhverja jaðarsetningu. Sum okkar upplifa fordóma frá öðru fólki daglega og ber það vott um jaðarsetningu okkar. Önnur okkar upplifa það ekki.Það er skylda okkar sem manneskjur að vera meðvituð um hvaða farangur við tökum með okkur þegar við förum inn í tiltekin rými, þ.á.m. fréttastúdíó, og leggja við hlustir þegar aðrir lýsa upplifun sinni og leitast við að skilja. Það á ekki síst við þegar við erum í stöðu fjölmiðlafólks að taka viðtal við fólk sem býr við margfalda mismunun. Það er von okkar að Sindri og allt annað fólk sjái kærleikann og tækifærin í því.Virðingarfyllst,Samtökin ‘78Samtök um líkamsvirðinguTabúTrans Ísland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Aðstandendur ráðstefnunnar og grasrótarhátíðarinnar Truflandi tilvistar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir vonbrigðum með framgöngu Sindra Sindrasonar fréttaþuls í viðtali við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, sem er formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Undir yfirlýsinguna skrifa Samtökin ’78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland. Viðtalið hefur vakið gríðarlega athygli og er um fátt meira rætt á samfélagsmiðlum en það. Skiptist fólk í tvö horn, inn á Facebooksíðu Sindra rignir inn hamingjuóskum fyrir framgöngu hans í áðurnefndu viðtali meðan aðrir telja hann hafa sýnt Töru Margréti yfirlæti og skilningsleysi.Sindri segist tilheyra mörgum minnihlutahópum Í yfirlýsingunni er viðtalið rakið skriflega:Sindri: Svo velti ég öðru fyrir mér og örugglega margir aðrir, eru ekki fordómar oftast svona within svo ég noti nú góða íslensku. Eru fordómarnir svo mikið annarra á móti hverjum öðrum, eru ekki fordómar soldið bara inni í okkur sjálfum. Tara: Já, þetta er í rauninni bara talað úr munni einhvers sem hefur forréttindastöðu. Þú þarft í rauninni að hafa upplifað að hafa verið í jaðarhópi og upplifað fordómana í raun og veru til að kannski skilja og þetta og… Sindri: Ertu að tala um að ég hafi verið í… Tara: Já. Sindri: Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllina í heild sinni en umrætt atriði er að finna á mínútu 7:06Vonbrigði með skilningsleysi Sindra Þá segir í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér neðar: „Aðstandendur Truflandi tilvistar lýsa yfir vonbrigðum með það skilningsleysi sem Sindri sýnir reynslu og lífsskilyrðum jaðarsettra einstaklinga. Sumt fólk telur, eins og Sindri bendir á, að jaðarsettir hópar verði ekki fyrir neinum fordómum frá öðrum heldur séu fordómarnir bara í hausnum á þessum hópum sjálfum. Svona „within“ eins og Sindri orðar það. Tara bendir réttilega á að telji fólk svo vera séu allar líkur á að það sé í forréttindastöðu gagnvart þeim hópum sem upplifa ítrekað fordóma á eigin skinni. Tara veit til að mynda fullvel að hatursfull ummæli sem hún hefur margoft lesið um sjálfa sig í athugasemdakerfum fjölmiðla og beinast að líkamsgerð hennar komu ekki „from within“ heldur einmitt frá öðru fólki.“Ólíklegt að Sindri hafi upplifað fordóma vegna fitu Í yfirlýsingunni er sagt að það hversu mörgum minnihlutahópum Sindri tilheyri, þá komi það málinu lítið við ef „skoðun hans er sú að fordómar séu „soldið bara inni í okkur sjálfum“ þá er fullkomlega rökrétt að draga þá ályktun að hann hafi ekki fundið fyrir miklum fordómum á eigin skinni. Í því felast forréttindi. Það er ólíklegt að Sindri hafi upplifað fordóma vegna fitu, fötlunar, þess að vera intersex, trans, fátækur eða með dökkan húðlit jafnvel þó hann búi við jaðarsetningu þegar litið er til annarra þátta. Að auki hefur hann þau forréttindi að hafa fengið að ættleiða, sem margir jaðarhópar búa ekki við.“Yfirlýsingin í heild sinniAðstandendur ráðstefnunnar og grasrótarhátíðarinnar Truflandi tilvistar vilja koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu.Ráðstefnan braut blað í sögu mannréttindabaráttu hérlendis. Mikil ánægja var meðal þátttakenda og mikilvæg tengsl mynduðust milli jaðarsettra hópa samfélagsins. Á þessum grunni munum við byggja okkar næstu skref í virku og öflugu grasrótarstarfi.Stöð tvö var með ítarlega umfjöllun um málið og þökkum við Erlu Björg Gunnarsdóttur fyrir að sýna viðfangsefninu áhuga og virðingu og gera því góð skil.Sem lokainnslag í þeirri umfjöllun kom Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, í stúdíó til Sindra Sindrasonar fréttaþuls hjá Stöð tvö. Um vel undirbúið innslag í beinni útsendingu var að ræða. Þegar undirbúnum spurningum lauk fer eftirfarandi samtal á milli þeirra:Sindri: Svo velti ég öðru fyrir mér og örugglega margir aðrir, eru ekki fordómar oftast svona within svo ég noti nú góða íslensku. Eru fordómarnir svo mikið annarra á móti hverjum öðrum, eru ekki fordómar soldið bara inni í okkur sjálfum. Tara: Já, þetta er í rauninni bara talað úr munni einhvers sem hefur forréttindastöðu. Þú þarft í rauninni að hafa upplifað að hafa verið í jaðarhópi og upplifað fordómana í raun og veru til að kannski skilja og þetta og… Sindri: Ertu að tala um að ég hafi verið í… Tara: Já. Sindri: Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað.Aðstandendur Truflandi tilvistar lýsa yfir vonbrigðum með það skilningsleysi sem Sindri sýnir reynslu og lífsskilyrðum jaðarsettra einstaklinga. Sumt fólk telur, eins og Sindri bendir á, að jaðarsettir hópar verði ekki fyrir neinum fordómum frá öðrum heldur séu fordómarnir bara í hausnum á þessum hópum sjálfum. Svona „within“ eins og Sindri orðar það. Tara bendir réttilega á að telji fólk svo vera séu allar líkur á að það sé í forréttindastöðu gagnvart þeim hópum sem upplifa ítrekað fordóma á eigin skinni. Tara veit til að mynda fullvel að hatursfull ummæli sem hún hefur margoft lesið um sjálfa sig í athugasemdakerfum fjölmiðla og beinast að líkamsgerð hennar komu ekki „from within“ heldur einmitt frá öðru fólki.Það hversu mörgum minnihlutahópum Sindri tilheyrir kemur málinu lítið við því ef skoðun hans er sú að fordómar séu „soldið bara inni í okkur sjálfum“ þá er fullkomlega rökrétt að draga þá ályktun að hann hafi ekki fundið fyrir miklum fordómum á eigin skinni. Í því felast forréttindi. Það er ólíklegt að Sindri hafi upplifað fordóma vegna fitu, fötlunar, þess að vera intersex, trans, fátækur eða með dökkan húðlit jafnvel þó hann búi við jaðarsetningu þegar litið er til annarra þátta. Að auki hefur hann þau forréttindi að hafa fengið að ættleiða, sem margir jaðarhópar búa ekki við.Viðfangsefni ráðstefnunnar Truflandi tilvist var einmitt þetta, að skoða okkur og upplifun okkar og mennsku okkar sem heild, ekki sem ótengda búta. Líkt og fram kemur í máli Lydiu Brown búum við öll við einhver forréttindi og mörg búum við við einhverja jaðarsetningu. Sum okkar upplifa fordóma frá öðru fólki daglega og ber það vott um jaðarsetningu okkar. Önnur okkar upplifa það ekki.Það er skylda okkar sem manneskjur að vera meðvituð um hvaða farangur við tökum með okkur þegar við förum inn í tiltekin rými, þ.á.m. fréttastúdíó, og leggja við hlustir þegar aðrir lýsa upplifun sinni og leitast við að skilja. Það á ekki síst við þegar við erum í stöðu fjölmiðlafólks að taka viðtal við fólk sem býr við margfalda mismunun. Það er von okkar að Sindri og allt annað fólk sjái kærleikann og tækifærin í því.Virðingarfyllst,Samtökin ‘78Samtök um líkamsvirðinguTabúTrans Ísland
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent