Samgönguráðherra segir slys á Reykjanesbraut kalla á tafarlausar aðgerðir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. mars 2017 23:24 Jón Gunnarsson samgönguráðherra blæs á gagnrýni um að farið sé á svig við lög með breytingum á forgangsröðun samgönguáætlunar. Þau slys sem orðið hafi á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi kalli hins vegar á tafarlausar aðgerðir. Jón hefur á undanförnum dögum sætt harðri gagnrýni vegna 10 milljarða króna niðurskurði á samgönguáætlun. Ákvörðun ráðherrans hefur komið illa við ýmis landsvæði til að mynda í Berufirði þar sem áformum ráðherrans var mótmælt með því að loka þjóðveginum. Í gær var samgönguráðherra meðal annars sakaður af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri Grænna að ráðherra væri að kollvarpa þeirri framkvæmdaröð sem Alþingi hefði ákveðið og væri að fara á svig við lög. „Ég skil mjög vel gagnrýni sem kemur frá almenningi og víða um land. Gagnrýni í þinginu um að ég sé ekki að fara að lögum og sé að brjóta lög. Ég blæs á slíka gagnrýni,“ segir hann. Jón segir að í gegnum tíðina hafi samgönguáætlun sjaldnast verið fullfjármöguð á fjárlögum. „Þá er þetta einmitt leiðin, að forgangsraða í þau verkefni sem að eru á samgönguáætlun þessa árs.“ Þá segir hann að í fjárlögum þessa árs hafi útgjöld ríkisins aukist mikið, miðað við síðasta ár og meira en hægt er að gera væntingar um á næsta ári, þá sérstaklega til heilbrigðis- og velferðarmála. Það hafi því þurft að skera niður á öðrum stöðum eins og í samgönguáætlun. Þrátt fyrir niðurskurð samgönguáætlunar verða settir 4,5 milljarðar til viðbótar við þá áætlun sem var á síðasta ári. „Og stærsta viðbótin er auðvitað í viðhaldi vega sem er orðið mjög brýnt, og þessir staðir sem hafa verið mjög vanhaldnir í viðhaldi á undanförnum árum eins og Skógarstrandarvegur, Berufjarðarbotn og fleiri staðir, þar munum við sjá miklar breytingar í sumar.“ Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra blæs á gagnrýni um að farið sé á svig við lög með breytingum á forgangsröðun samgönguáætlunar. Þau slys sem orðið hafi á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi kalli hins vegar á tafarlausar aðgerðir. Jón hefur á undanförnum dögum sætt harðri gagnrýni vegna 10 milljarða króna niðurskurði á samgönguáætlun. Ákvörðun ráðherrans hefur komið illa við ýmis landsvæði til að mynda í Berufirði þar sem áformum ráðherrans var mótmælt með því að loka þjóðveginum. Í gær var samgönguráðherra meðal annars sakaður af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri Grænna að ráðherra væri að kollvarpa þeirri framkvæmdaröð sem Alþingi hefði ákveðið og væri að fara á svig við lög. „Ég skil mjög vel gagnrýni sem kemur frá almenningi og víða um land. Gagnrýni í þinginu um að ég sé ekki að fara að lögum og sé að brjóta lög. Ég blæs á slíka gagnrýni,“ segir hann. Jón segir að í gegnum tíðina hafi samgönguáætlun sjaldnast verið fullfjármöguð á fjárlögum. „Þá er þetta einmitt leiðin, að forgangsraða í þau verkefni sem að eru á samgönguáætlun þessa árs.“ Þá segir hann að í fjárlögum þessa árs hafi útgjöld ríkisins aukist mikið, miðað við síðasta ár og meira en hægt er að gera væntingar um á næsta ári, þá sérstaklega til heilbrigðis- og velferðarmála. Það hafi því þurft að skera niður á öðrum stöðum eins og í samgönguáætlun. Þrátt fyrir niðurskurð samgönguáætlunar verða settir 4,5 milljarðar til viðbótar við þá áætlun sem var á síðasta ári. „Og stærsta viðbótin er auðvitað í viðhaldi vega sem er orðið mjög brýnt, og þessir staðir sem hafa verið mjög vanhaldnir í viðhaldi á undanförnum árum eins og Skógarstrandarvegur, Berufjarðarbotn og fleiri staðir, þar munum við sjá miklar breytingar í sumar.“
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira