Afrekssjóður lokar mögulega á KSÍ: Sækja bara um fyrir stelpurnar og yngri landsliðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 19:00 Svo gæti farið að knattspyrnusamband Íslands fái ekki krónu til viðbótar úr afrekssjóði vegna sterkrar stöðu sambandsins ef tillögur vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ verða samþykktar á næsta íþróttaþingi en Vísir fjallaði um skýrslu vinnuhópsins í dag. Vinnuhópurinn leggur til í skýrslu sinni að Afrekssjóður fái frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sambanda. KSÍ er eitt í þeim flokki en það er fjárhagslega sterkara en stór hluti hreyfingarinnar lögð saman. KSÍ fékk tæpar níu milljónir við síðustu úthlutun vegna verkefna A-landsliðs kvenna og unglingalandsliða. „KSÍ er frábærlega vel rekið og er eina sérsambandið sem hefur gríðarlega mikla tekjumöguleika. Tekjuramminn þeirra er stærri en hjá meirihluta hreyfingarinnar [...] Við segjum að það er ekki nógu mikið af peningum og á meðan KSÍ gengur svona vel og raun ber vitni er eðlilegt að aðrir njóti peninganna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður íþróttanefndar ríksins og einn starfsmanna vinnuhópsins. Guðrún Inga Sívertssen, varaformaður knattspyrnusambands Íslands, er í stjórn Afrekssjóðs. Hún segir þetta ekki vera beint nýjar fréttir þar sem reglan hefur verið í gildi í núverandi regluvirki afrekssjóðsins. „Ég fagna því að það sé settur ákveðinn rammi utan um afreksstarfið en KSÍ skilgreinir sig sem afreksstarf. Þessi rammi sem er settur má heldur ekki vera hamlandi fyrir þau sérsambönd sem reka sig vel og afla sinna tekna erlendis frá til dæmis,“ segir Guðrún Inga. Hún bendir á að ævintýralegar tekjur KSÍ á síðasta ári séu einsdæmi en þær komu til vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. „Árið í fyrra var að sjálfsögðu óvenjulegt fyrir okkur því við fengum mikið af tekjum vegna EM hjá strákunum. Hafa skal á hreinu að við sóttum ekki um styrk fyrir A-landslið karla í afrekssjóð. Við sækjum um fyrir A-landslið kvenna og unglingalandsliðin. Við sækjum ekki um styrki fyrir A-landslið karla því þaðan koma peningarnir,“ segir Guðrún Inga. KSÍ mun ekki hætta að sækja um styrki: „Að sjálfsögðu munum við halda áfram að sækja um fyrir þau lið okkar sem við sendum í keppni. Það er líka á ábyrgð okkar sem erum í knattspyrnuforystunni að ná í allar þær tekjur sem við getum náð í og alla þá styrki sem í boði eru,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Svo gæti farið að knattspyrnusamband Íslands fái ekki krónu til viðbótar úr afrekssjóði vegna sterkrar stöðu sambandsins ef tillögur vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ verða samþykktar á næsta íþróttaþingi en Vísir fjallaði um skýrslu vinnuhópsins í dag. Vinnuhópurinn leggur til í skýrslu sinni að Afrekssjóður fái frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sambanda. KSÍ er eitt í þeim flokki en það er fjárhagslega sterkara en stór hluti hreyfingarinnar lögð saman. KSÍ fékk tæpar níu milljónir við síðustu úthlutun vegna verkefna A-landsliðs kvenna og unglingalandsliða. „KSÍ er frábærlega vel rekið og er eina sérsambandið sem hefur gríðarlega mikla tekjumöguleika. Tekjuramminn þeirra er stærri en hjá meirihluta hreyfingarinnar [...] Við segjum að það er ekki nógu mikið af peningum og á meðan KSÍ gengur svona vel og raun ber vitni er eðlilegt að aðrir njóti peninganna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður íþróttanefndar ríksins og einn starfsmanna vinnuhópsins. Guðrún Inga Sívertssen, varaformaður knattspyrnusambands Íslands, er í stjórn Afrekssjóðs. Hún segir þetta ekki vera beint nýjar fréttir þar sem reglan hefur verið í gildi í núverandi regluvirki afrekssjóðsins. „Ég fagna því að það sé settur ákveðinn rammi utan um afreksstarfið en KSÍ skilgreinir sig sem afreksstarf. Þessi rammi sem er settur má heldur ekki vera hamlandi fyrir þau sérsambönd sem reka sig vel og afla sinna tekna erlendis frá til dæmis,“ segir Guðrún Inga. Hún bendir á að ævintýralegar tekjur KSÍ á síðasta ári séu einsdæmi en þær komu til vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. „Árið í fyrra var að sjálfsögðu óvenjulegt fyrir okkur því við fengum mikið af tekjum vegna EM hjá strákunum. Hafa skal á hreinu að við sóttum ekki um styrk fyrir A-landslið karla í afrekssjóð. Við sækjum um fyrir A-landslið kvenna og unglingalandsliðin. Við sækjum ekki um styrki fyrir A-landslið karla því þaðan koma peningarnir,“ segir Guðrún Inga. KSÍ mun ekki hætta að sækja um styrki: „Að sjálfsögðu munum við halda áfram að sækja um fyrir þau lið okkar sem við sendum í keppni. Það er líka á ábyrgð okkar sem erum í knattspyrnuforystunni að ná í allar þær tekjur sem við getum náð í og alla þá styrki sem í boði eru,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00
"Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti