Dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5 milljarða Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2017 21:26 Karl Wernersson. Vísir/GVA Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,1 milljarð króna. Milestone var í eigu bræðranna Karls og Steingríms ásamt systur þeirra Ingunni Wernersdóttur. Málið í dag snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut Ingunnar í Milestone, sem þeir létu Milestone greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að eignir Milestone ehf. rýrnuðu verulega í kjölfar hrunsins haustið 2008. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september árið 2009 en í í framhaldinu fyrirskipaði skiptastjóri þrotabús félagsins rannsókn á bókhaldi og rekstri Milestone ehf. síðustu tvö árin fyrir frestdag. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young annaðist rannsóknina en í henni kom í ljós að verulegar fjárhæðir hefðu verið greiddar af reikningi Milestone ehf. til Ingunnar með fjölda greiðslna á árunum 2006 til 2007. Samtals hafi greiðslur numið 5,1 milljarði króna. Í stefnu þrotabús Milestone, sem var gegn bræðrunum Karli og Steingrími, systur þeirra Ingunni og Guðmundi Óla, var aðallega gengið út frá því að greiðslurnar hafi verið lán til Ingunnar. Hafi uppsöfnuð skuld hennar í lok árs 2006 verið aflétt með færslu í bókhaldi félagsins með því að krafa sömu fjárhæðar var mynduð í bókhaldinu á félagið Milestone Import Export Ltd. Nam sú fjárhæð 2,7 milljörðum króna í árslok 2006. Sama hafi verið gert í árslok 2007, en þá kvað þrotabú Milestone skuld Ingunnar hafa numið 2,4 milljörðum króna. Þrotabú Milestone gekk aðallega út frá því að fjárgreiðslurnar fælu í sér lán til Ingunnar en jafnframt var tekið fram að svo virtist sem greiðslurnar gætu mögulega verið liður í kaupum Karls og Steingríms á hlutum Ingunnar í Milestone ehf. og tengdum félögum. Þeir Karl og Steingrímur höfðu áður verið dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands vegna þessa gjörnings í en í þeim dómi kom fram að þeir hefðu látið Milestone ehf. efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma fimm milljarða króna. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í apríl síðastliðnum en þar var Karl dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, til þriggja ára fangelsisvistar og Steingrímur til tveggja ára fangelsisvistar. Í málinu sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í, í dag, hafði Ingunni Wernersdóttur einnig verið stefnt en hún var sýknuð af kröfunni. Lesa dóminn hér. Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,1 milljarð króna. Milestone var í eigu bræðranna Karls og Steingríms ásamt systur þeirra Ingunni Wernersdóttur. Málið í dag snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut Ingunnar í Milestone, sem þeir létu Milestone greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að eignir Milestone ehf. rýrnuðu verulega í kjölfar hrunsins haustið 2008. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september árið 2009 en í í framhaldinu fyrirskipaði skiptastjóri þrotabús félagsins rannsókn á bókhaldi og rekstri Milestone ehf. síðustu tvö árin fyrir frestdag. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young annaðist rannsóknina en í henni kom í ljós að verulegar fjárhæðir hefðu verið greiddar af reikningi Milestone ehf. til Ingunnar með fjölda greiðslna á árunum 2006 til 2007. Samtals hafi greiðslur numið 5,1 milljarði króna. Í stefnu þrotabús Milestone, sem var gegn bræðrunum Karli og Steingrími, systur þeirra Ingunni og Guðmundi Óla, var aðallega gengið út frá því að greiðslurnar hafi verið lán til Ingunnar. Hafi uppsöfnuð skuld hennar í lok árs 2006 verið aflétt með færslu í bókhaldi félagsins með því að krafa sömu fjárhæðar var mynduð í bókhaldinu á félagið Milestone Import Export Ltd. Nam sú fjárhæð 2,7 milljörðum króna í árslok 2006. Sama hafi verið gert í árslok 2007, en þá kvað þrotabú Milestone skuld Ingunnar hafa numið 2,4 milljörðum króna. Þrotabú Milestone gekk aðallega út frá því að fjárgreiðslurnar fælu í sér lán til Ingunnar en jafnframt var tekið fram að svo virtist sem greiðslurnar gætu mögulega verið liður í kaupum Karls og Steingríms á hlutum Ingunnar í Milestone ehf. og tengdum félögum. Þeir Karl og Steingrímur höfðu áður verið dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands vegna þessa gjörnings í en í þeim dómi kom fram að þeir hefðu látið Milestone ehf. efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma fimm milljarða króna. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í apríl síðastliðnum en þar var Karl dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, til þriggja ára fangelsisvistar og Steingrímur til tveggja ára fangelsisvistar. Í málinu sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í, í dag, hafði Ingunni Wernersdóttur einnig verið stefnt en hún var sýknuð af kröfunni. Lesa dóminn hér.
Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01
Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30