Samgönguráðherra vill að ferðamenn fjármagni uppbyggingu vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2017 18:58 Jón Gunnarsson samgönguráðherra. vísir/anton brink Sextíu og fimm milljarða króna vantar í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum en til samanburðar fara rúmir fjórir milljarðar í málaflokkinn á þessu ári. Samgönguráðherra segir að mikil fjölgun ferðamanna sé í raun rót vandans og leita þurfi leiða til að þeir taki þátt í uppbyggingunni með gjaldtöku. Iðnþing var haldið í Hörpu í dag undir yfirskriftinni öflugir innviðir - lífæðar samfélagsins. En Harpa er auðvitað ein af þessum innviðum þegar kemur að menningunni og ferðaþjónustunni. Það sama má segja um öll þau hótel sem risið hafa að undanförnu og eiga eftir að rísa til að mynda fyrir framan Hörpu. En það er í vegakerfinu sem þarf að taka á. Þar telja menn að það vanti hvorki meira né minna en 65 milljarða í viðhald og uppbyggingu vega. Það skortir ekki á að allir sem tjá sig um málaflokkinn séu sammála um þörfina og hafi djúpan skilning á nauðsyn þess að byggja upp vegakerfið og aðra innviði. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði öruggan flutning raforku og uppbyggingu annarra innviða meira og minna tengjast hver öðrum. „Hugtakið innviðir er mikið notað í daglegri orðræðu. Orðið er ákveðið tískuorð ef svo má segja og það er mikilvægt að við áttum okkur á þessu hugtaki og hvert hlutverk þessara innviða er. ... Á sama hátt getum við spurt okkur: Til hvers þurfum við vegakerfi, flugvelli, ljósleiðara eða fjarskipti. Jú svarið liggur í því að þetta eru einmitt lífæðar samfélagsins. Hver á sínu sviði. Allt eru þetta nauðsynlegir innviðir sem saman mynda undirstöður hagvaxtar og velferðar,“ sagði Þórdís. Í pallborðsumræðum kom fram hjá Gylfa Gíslasyni framkvæmdastjóra JÁVERK að á sama tíma og umferðin ykist stöðugt og ferðamönnum fjölgaði um hundruð þúsunda hafi dregið úr framlögum til vegagerðar. „Sú staðreynd að uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu sé að minnsta kosti 65 milljarðar, ætti heldur betur að vekja okkur til umhugsunar. Fjárfestingar í samgönguinnviðum, hvort sem um er að ræða vegi, hafnir eða flugvelli styðja við alla aðra uppbyggingu og starfsemi í landinu. En veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum,“ sagði Gylfi. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagðist mæta með betlistaf á fund ríkisstjórnar í fyrramálið en á þessu ári færu 4,5 milljarðar í vegakerfið þegar þörfin væri 14 milljarðar. Á sama tíma hefðu útgjöld ríkisins á þessu ári verið aukin um 50 milljarða. Reikna mætti með að heildarútgjöld ríkisins aukist um 25 milljarða á næsta ári en mikil þörf væri víða í samfélaginu eins og í heilbrigðis- og menntakerfinu. „Þannig að það blasir við mér að ef við ætlum í alvöru að takast á við þetta verkefni, ef við ætlum að stíga alvöru skref og fara inn í þetta á næstu árum svo um muni, þá þurfum við að horfa til annarra leiða.“ Þá þurfi með gjaldtöku að leita fjármuna hjá þeim ferðamönnum sem í raun séu rót vandans. „Það er að þeir taki sem mestan þátt í því með okkur núna á næstu árum að byggja upp samgöngukerfi landsins,“ sagði Jón Gunnarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Sextíu og fimm milljarða króna vantar í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum en til samanburðar fara rúmir fjórir milljarðar í málaflokkinn á þessu ári. Samgönguráðherra segir að mikil fjölgun ferðamanna sé í raun rót vandans og leita þurfi leiða til að þeir taki þátt í uppbyggingunni með gjaldtöku. Iðnþing var haldið í Hörpu í dag undir yfirskriftinni öflugir innviðir - lífæðar samfélagsins. En Harpa er auðvitað ein af þessum innviðum þegar kemur að menningunni og ferðaþjónustunni. Það sama má segja um öll þau hótel sem risið hafa að undanförnu og eiga eftir að rísa til að mynda fyrir framan Hörpu. En það er í vegakerfinu sem þarf að taka á. Þar telja menn að það vanti hvorki meira né minna en 65 milljarða í viðhald og uppbyggingu vega. Það skortir ekki á að allir sem tjá sig um málaflokkinn séu sammála um þörfina og hafi djúpan skilning á nauðsyn þess að byggja upp vegakerfið og aðra innviði. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði öruggan flutning raforku og uppbyggingu annarra innviða meira og minna tengjast hver öðrum. „Hugtakið innviðir er mikið notað í daglegri orðræðu. Orðið er ákveðið tískuorð ef svo má segja og það er mikilvægt að við áttum okkur á þessu hugtaki og hvert hlutverk þessara innviða er. ... Á sama hátt getum við spurt okkur: Til hvers þurfum við vegakerfi, flugvelli, ljósleiðara eða fjarskipti. Jú svarið liggur í því að þetta eru einmitt lífæðar samfélagsins. Hver á sínu sviði. Allt eru þetta nauðsynlegir innviðir sem saman mynda undirstöður hagvaxtar og velferðar,“ sagði Þórdís. Í pallborðsumræðum kom fram hjá Gylfa Gíslasyni framkvæmdastjóra JÁVERK að á sama tíma og umferðin ykist stöðugt og ferðamönnum fjölgaði um hundruð þúsunda hafi dregið úr framlögum til vegagerðar. „Sú staðreynd að uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu sé að minnsta kosti 65 milljarðar, ætti heldur betur að vekja okkur til umhugsunar. Fjárfestingar í samgönguinnviðum, hvort sem um er að ræða vegi, hafnir eða flugvelli styðja við alla aðra uppbyggingu og starfsemi í landinu. En veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum,“ sagði Gylfi. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagðist mæta með betlistaf á fund ríkisstjórnar í fyrramálið en á þessu ári færu 4,5 milljarðar í vegakerfið þegar þörfin væri 14 milljarðar. Á sama tíma hefðu útgjöld ríkisins á þessu ári verið aukin um 50 milljarða. Reikna mætti með að heildarútgjöld ríkisins aukist um 25 milljarða á næsta ári en mikil þörf væri víða í samfélaginu eins og í heilbrigðis- og menntakerfinu. „Þannig að það blasir við mér að ef við ætlum í alvöru að takast á við þetta verkefni, ef við ætlum að stíga alvöru skref og fara inn í þetta á næstu árum svo um muni, þá þurfum við að horfa til annarra leiða.“ Þá þurfi með gjaldtöku að leita fjármuna hjá þeim ferðamönnum sem í raun séu rót vandans. „Það er að þeir taki sem mestan þátt í því með okkur núna á næstu árum að byggja upp samgöngukerfi landsins,“ sagði Jón Gunnarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira