Samgönguráðherra vill að ferðamenn fjármagni uppbyggingu vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2017 18:58 Jón Gunnarsson samgönguráðherra. vísir/anton brink Sextíu og fimm milljarða króna vantar í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum en til samanburðar fara rúmir fjórir milljarðar í málaflokkinn á þessu ári. Samgönguráðherra segir að mikil fjölgun ferðamanna sé í raun rót vandans og leita þurfi leiða til að þeir taki þátt í uppbyggingunni með gjaldtöku. Iðnþing var haldið í Hörpu í dag undir yfirskriftinni öflugir innviðir - lífæðar samfélagsins. En Harpa er auðvitað ein af þessum innviðum þegar kemur að menningunni og ferðaþjónustunni. Það sama má segja um öll þau hótel sem risið hafa að undanförnu og eiga eftir að rísa til að mynda fyrir framan Hörpu. En það er í vegakerfinu sem þarf að taka á. Þar telja menn að það vanti hvorki meira né minna en 65 milljarða í viðhald og uppbyggingu vega. Það skortir ekki á að allir sem tjá sig um málaflokkinn séu sammála um þörfina og hafi djúpan skilning á nauðsyn þess að byggja upp vegakerfið og aðra innviði. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði öruggan flutning raforku og uppbyggingu annarra innviða meira og minna tengjast hver öðrum. „Hugtakið innviðir er mikið notað í daglegri orðræðu. Orðið er ákveðið tískuorð ef svo má segja og það er mikilvægt að við áttum okkur á þessu hugtaki og hvert hlutverk þessara innviða er. ... Á sama hátt getum við spurt okkur: Til hvers þurfum við vegakerfi, flugvelli, ljósleiðara eða fjarskipti. Jú svarið liggur í því að þetta eru einmitt lífæðar samfélagsins. Hver á sínu sviði. Allt eru þetta nauðsynlegir innviðir sem saman mynda undirstöður hagvaxtar og velferðar,“ sagði Þórdís. Í pallborðsumræðum kom fram hjá Gylfa Gíslasyni framkvæmdastjóra JÁVERK að á sama tíma og umferðin ykist stöðugt og ferðamönnum fjölgaði um hundruð þúsunda hafi dregið úr framlögum til vegagerðar. „Sú staðreynd að uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu sé að minnsta kosti 65 milljarðar, ætti heldur betur að vekja okkur til umhugsunar. Fjárfestingar í samgönguinnviðum, hvort sem um er að ræða vegi, hafnir eða flugvelli styðja við alla aðra uppbyggingu og starfsemi í landinu. En veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum,“ sagði Gylfi. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagðist mæta með betlistaf á fund ríkisstjórnar í fyrramálið en á þessu ári færu 4,5 milljarðar í vegakerfið þegar þörfin væri 14 milljarðar. Á sama tíma hefðu útgjöld ríkisins á þessu ári verið aukin um 50 milljarða. Reikna mætti með að heildarútgjöld ríkisins aukist um 25 milljarða á næsta ári en mikil þörf væri víða í samfélaginu eins og í heilbrigðis- og menntakerfinu. „Þannig að það blasir við mér að ef við ætlum í alvöru að takast á við þetta verkefni, ef við ætlum að stíga alvöru skref og fara inn í þetta á næstu árum svo um muni, þá þurfum við að horfa til annarra leiða.“ Þá þurfi með gjaldtöku að leita fjármuna hjá þeim ferðamönnum sem í raun séu rót vandans. „Það er að þeir taki sem mestan þátt í því með okkur núna á næstu árum að byggja upp samgöngukerfi landsins,“ sagði Jón Gunnarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Sextíu og fimm milljarða króna vantar í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum en til samanburðar fara rúmir fjórir milljarðar í málaflokkinn á þessu ári. Samgönguráðherra segir að mikil fjölgun ferðamanna sé í raun rót vandans og leita þurfi leiða til að þeir taki þátt í uppbyggingunni með gjaldtöku. Iðnþing var haldið í Hörpu í dag undir yfirskriftinni öflugir innviðir - lífæðar samfélagsins. En Harpa er auðvitað ein af þessum innviðum þegar kemur að menningunni og ferðaþjónustunni. Það sama má segja um öll þau hótel sem risið hafa að undanförnu og eiga eftir að rísa til að mynda fyrir framan Hörpu. En það er í vegakerfinu sem þarf að taka á. Þar telja menn að það vanti hvorki meira né minna en 65 milljarða í viðhald og uppbyggingu vega. Það skortir ekki á að allir sem tjá sig um málaflokkinn séu sammála um þörfina og hafi djúpan skilning á nauðsyn þess að byggja upp vegakerfið og aðra innviði. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði öruggan flutning raforku og uppbyggingu annarra innviða meira og minna tengjast hver öðrum. „Hugtakið innviðir er mikið notað í daglegri orðræðu. Orðið er ákveðið tískuorð ef svo má segja og það er mikilvægt að við áttum okkur á þessu hugtaki og hvert hlutverk þessara innviða er. ... Á sama hátt getum við spurt okkur: Til hvers þurfum við vegakerfi, flugvelli, ljósleiðara eða fjarskipti. Jú svarið liggur í því að þetta eru einmitt lífæðar samfélagsins. Hver á sínu sviði. Allt eru þetta nauðsynlegir innviðir sem saman mynda undirstöður hagvaxtar og velferðar,“ sagði Þórdís. Í pallborðsumræðum kom fram hjá Gylfa Gíslasyni framkvæmdastjóra JÁVERK að á sama tíma og umferðin ykist stöðugt og ferðamönnum fjölgaði um hundruð þúsunda hafi dregið úr framlögum til vegagerðar. „Sú staðreynd að uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu sé að minnsta kosti 65 milljarðar, ætti heldur betur að vekja okkur til umhugsunar. Fjárfestingar í samgönguinnviðum, hvort sem um er að ræða vegi, hafnir eða flugvelli styðja við alla aðra uppbyggingu og starfsemi í landinu. En veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum,“ sagði Gylfi. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagðist mæta með betlistaf á fund ríkisstjórnar í fyrramálið en á þessu ári færu 4,5 milljarðar í vegakerfið þegar þörfin væri 14 milljarðar. Á sama tíma hefðu útgjöld ríkisins á þessu ári verið aukin um 50 milljarða. Reikna mætti með að heildarútgjöld ríkisins aukist um 25 milljarða á næsta ári en mikil þörf væri víða í samfélaginu eins og í heilbrigðis- og menntakerfinu. „Þannig að það blasir við mér að ef við ætlum í alvöru að takast á við þetta verkefni, ef við ætlum að stíga alvöru skref og fara inn í þetta á næstu árum svo um muni, þá þurfum við að horfa til annarra leiða.“ Þá þurfi með gjaldtöku að leita fjármuna hjá þeim ferðamönnum sem í raun séu rót vandans. „Það er að þeir taki sem mestan þátt í því með okkur núna á næstu árum að byggja upp samgöngukerfi landsins,“ sagði Jón Gunnarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira