Aðsóknin orðin eins og öll þjóðin hafi farið í hvalaskoðun Svavar Hávarðsson skrifar 20. febrúar 2017 06:30 Hvalaskoðun hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta dægradvöl ferðamanna. vísir/stefán Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi í fyrra voru tæplega 354.000 talsins. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár. Þetta sýna tölur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands – Icewhale. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Fjölgun milli áranna 2015 og 2016 er 81.000 gestir eða sami fjöldi og nýtti sér þessa afþreyingu árin 2003 til 2005.María Björk GunnarsdóttirMaría Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökunum, segir niðurstöðurnar fyrir síðasta ár byggðar á tölum fjórtán fyrirtækja sem gera út hvalaskoðunarferðir. „Þróunin hefur eiginlega bara verið upp á við frá því hvalaskoðun fór af stað, en eldgosið í Eyjafjallajökli er trúlega ástæða fækkunar á milli áranna 2009 og 2010. Stóra stökkið kom á milli 2015 og 2016, alls 30% aukning, en um 20% ferðamanna fóru í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári,“ segir María Björk. Sé litið til vaxtar ferðaþjónustunnar kemur þessi vöxtur í sjálfu sér ekki á óvart, bætir María Björk við. „Það er þó ánægjulegt að sjá hve vel hvalaskoðun hefur haldið hlutfallinu af heildarfjölda ferðamanna, sérstaklega ef tillit er tekið til stóraukins framboðs á afþreyingu og hlutfallslegs stökks vetrarferðaþjónustu þegar framboð hvalaskoðunarferða er hve minnst.“ Fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðunarferðir hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005, tíu árið 2010, og tólf árið 2015. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 árið 2015. Fyrirtækin gera flest út frá Reykjavík og Húsavík en jafnframt Akureyri, Ólafsvík, Grundarfirði, Vestmannaeyjum, Ísafirði og víðar. Nokkur fyrirtæki gera út allan ársins hring og fleiri hafa verið að teygja tímabilið lengra inn í veturinn, eins og fram kom í úttekt Deloitte fyrir Hvalaskoðunarsamtökin árið 2015. Þar segir að hvalaskoðun hafi leitt af sér fleiri tegundir afþreyingar, til dæmis er ekki óalgengt að þau bjóði upp á fuglaskoðunarferðir, sjóstangaveiði, norðurljósasiglingar eða aðrar skemmtiferðir á sjó sem ekki hefðu komið til nema fyrir þá fjárfestingu sem þegar hefur átt sér stað vegna hvalaskoðunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi í fyrra voru tæplega 354.000 talsins. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár. Þetta sýna tölur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands – Icewhale. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Fjölgun milli áranna 2015 og 2016 er 81.000 gestir eða sami fjöldi og nýtti sér þessa afþreyingu árin 2003 til 2005.María Björk GunnarsdóttirMaría Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökunum, segir niðurstöðurnar fyrir síðasta ár byggðar á tölum fjórtán fyrirtækja sem gera út hvalaskoðunarferðir. „Þróunin hefur eiginlega bara verið upp á við frá því hvalaskoðun fór af stað, en eldgosið í Eyjafjallajökli er trúlega ástæða fækkunar á milli áranna 2009 og 2010. Stóra stökkið kom á milli 2015 og 2016, alls 30% aukning, en um 20% ferðamanna fóru í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári,“ segir María Björk. Sé litið til vaxtar ferðaþjónustunnar kemur þessi vöxtur í sjálfu sér ekki á óvart, bætir María Björk við. „Það er þó ánægjulegt að sjá hve vel hvalaskoðun hefur haldið hlutfallinu af heildarfjölda ferðamanna, sérstaklega ef tillit er tekið til stóraukins framboðs á afþreyingu og hlutfallslegs stökks vetrarferðaþjónustu þegar framboð hvalaskoðunarferða er hve minnst.“ Fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðunarferðir hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005, tíu árið 2010, og tólf árið 2015. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 árið 2015. Fyrirtækin gera flest út frá Reykjavík og Húsavík en jafnframt Akureyri, Ólafsvík, Grundarfirði, Vestmannaeyjum, Ísafirði og víðar. Nokkur fyrirtæki gera út allan ársins hring og fleiri hafa verið að teygja tímabilið lengra inn í veturinn, eins og fram kom í úttekt Deloitte fyrir Hvalaskoðunarsamtökin árið 2015. Þar segir að hvalaskoðun hafi leitt af sér fleiri tegundir afþreyingar, til dæmis er ekki óalgengt að þau bjóði upp á fuglaskoðunarferðir, sjóstangaveiði, norðurljósasiglingar eða aðrar skemmtiferðir á sjó sem ekki hefðu komið til nema fyrir þá fjárfestingu sem þegar hefur átt sér stað vegna hvalaskoðunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira