Fljótari en allir að ná hundrað sigrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Finnur Freyr Stefánsson fagnar hér áttunda stóra titlinum sem hann vinnur sem þjálfari KR með ungum KR-ingum. Hann hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og þrjá deildarmeistaratitla. vísir/andri marinó Þjálfaraferill Finns Freys Stefánssonar er fyrir löngu orðinn einstakur í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta og Finnur var enn á ný á undan öllum öðrum þjálfurum í sigri KR á ÍR í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Hundraðasti sigur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara í úrvalsdeild karla kom í leik númer 119 og bætti Finnur því metið um tíu leiki. 73 sigranna hafa komið í deildarleikjum en 27 þeirra í úrslitakeppni.Gunnar átti metið í 26 ár Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar í Njarðvík, var búinn að eiga metið frá 1991 eða í meira en aldarfjórðung. Gunnar vann sinn hundraðasta sigur sem þjálfari á Íslandsmóti í leik númer 129. Þremur árum síðar var Jón Kr. Gíslason aðeins einum leik frá því að jafna metið en síðan hefur enginn ógnað því af þeim þjálfurum sem hafa stýrt liðum sínum til sigurs í hundrað leikjum á Íslandsmóti. Þetta var ekki eini listinn þar sem Finnur kom sér vel fyrir í toppsætinu með sigrinum í fyrrakvöld. Hann tók einnig met af tveimur gömlum KR-þjálfurum sem eru núna að þjálfa önnur lið í Domino’s deildinni.Voru þrír jafnir með 72 sigra Jafnaldrarnir og vinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru ekki lengur þeir þjálfarar sem hafa stýrt KR oftast til sigurs í úrvalsdeild karla. Finnur Freyr fékk tækifærið til að bæta metið í leik á móti Benedikt Guðmundssyni á Akureyri á föstudagskvöldið en Benedikt varði metið í tvo daga í viðbót. Þá voru þeir félagar Finnur, Ingi og Benedikt allir jafnir með 72 sigra hver sem þjálfarar KR í deildarkeppni. Metið kom hins vegar í hús eftir öruggan sigur á ÍR.Finnur fékk vissulega frábæran mannskap í hendurnar þegar hann tók við í Vesturbænum en það hafa margir fallið á slíku prófi þótt þeir væru með allt til alls innan síns liðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Finnur staðist þá miklu pressu sem fylgir því að þjálfa KR-liðið. Velgengni KR-inga undir stjórn Finns Freys Stefánssonar hefur verið alveg einstök. Íslandsmeistaratitlar á öllum þremur tímabilunum og bikarmeistaratitlar undanfarin tvö tímabil. KR-liðið hefur nú unnið sex stóra titla í röð eða alla frá því að liðið tapaði í bikarúrslitaleiknum 2015.Tveir titlar til viðbótar gætu verið á leiðinni í vor, fyrst deildarmeistaratitilinn og svo fjórði Íslandsmeistaratitillinn í röð. Það styttist í úrslitakeppni þar sem KR hefur enn ekki tapað einvígi undir stjórn Finns. Finnur Freyr hefur sjálfur gagnrýnt spilamennskuna í upphafi ársins 2017 en KR hefur engu að síður unnið 9 af 10 leikjum í deild og bikarkeppni og tryggt sér bikarmeistaratitil á fyrstu sjö vikunum. Það er því ekkert skrýtið að önnur lið óttist KR fari leikmenn liðsins að skipta í meistaragírinn á lokaspretti tímabilsins. Í þeim gír hefur nefnilega enginn stoppað þá undanfarin fjögur ár. Dominos-deild karla Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Þjálfaraferill Finns Freys Stefánssonar er fyrir löngu orðinn einstakur í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta og Finnur var enn á ný á undan öllum öðrum þjálfurum í sigri KR á ÍR í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Hundraðasti sigur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara í úrvalsdeild karla kom í leik númer 119 og bætti Finnur því metið um tíu leiki. 73 sigranna hafa komið í deildarleikjum en 27 þeirra í úrslitakeppni.Gunnar átti metið í 26 ár Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar í Njarðvík, var búinn að eiga metið frá 1991 eða í meira en aldarfjórðung. Gunnar vann sinn hundraðasta sigur sem þjálfari á Íslandsmóti í leik númer 129. Þremur árum síðar var Jón Kr. Gíslason aðeins einum leik frá því að jafna metið en síðan hefur enginn ógnað því af þeim þjálfurum sem hafa stýrt liðum sínum til sigurs í hundrað leikjum á Íslandsmóti. Þetta var ekki eini listinn þar sem Finnur kom sér vel fyrir í toppsætinu með sigrinum í fyrrakvöld. Hann tók einnig met af tveimur gömlum KR-þjálfurum sem eru núna að þjálfa önnur lið í Domino’s deildinni.Voru þrír jafnir með 72 sigra Jafnaldrarnir og vinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru ekki lengur þeir þjálfarar sem hafa stýrt KR oftast til sigurs í úrvalsdeild karla. Finnur Freyr fékk tækifærið til að bæta metið í leik á móti Benedikt Guðmundssyni á Akureyri á föstudagskvöldið en Benedikt varði metið í tvo daga í viðbót. Þá voru þeir félagar Finnur, Ingi og Benedikt allir jafnir með 72 sigra hver sem þjálfarar KR í deildarkeppni. Metið kom hins vegar í hús eftir öruggan sigur á ÍR.Finnur fékk vissulega frábæran mannskap í hendurnar þegar hann tók við í Vesturbænum en það hafa margir fallið á slíku prófi þótt þeir væru með allt til alls innan síns liðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Finnur staðist þá miklu pressu sem fylgir því að þjálfa KR-liðið. Velgengni KR-inga undir stjórn Finns Freys Stefánssonar hefur verið alveg einstök. Íslandsmeistaratitlar á öllum þremur tímabilunum og bikarmeistaratitlar undanfarin tvö tímabil. KR-liðið hefur nú unnið sex stóra titla í röð eða alla frá því að liðið tapaði í bikarúrslitaleiknum 2015.Tveir titlar til viðbótar gætu verið á leiðinni í vor, fyrst deildarmeistaratitilinn og svo fjórði Íslandsmeistaratitillinn í röð. Það styttist í úrslitakeppni þar sem KR hefur enn ekki tapað einvígi undir stjórn Finns. Finnur Freyr hefur sjálfur gagnrýnt spilamennskuna í upphafi ársins 2017 en KR hefur engu að síður unnið 9 af 10 leikjum í deild og bikarkeppni og tryggt sér bikarmeistaratitil á fyrstu sjö vikunum. Það er því ekkert skrýtið að önnur lið óttist KR fari leikmenn liðsins að skipta í meistaragírinn á lokaspretti tímabilsins. Í þeim gír hefur nefnilega enginn stoppað þá undanfarin fjögur ár.
Dominos-deild karla Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira