Tóti setti í túrbógírinn: „Hann var óaðfinnanlegur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2017 11:30 Þórir Guðmundur Þorbjarnason, leikmaður KR í Domino´s-deild karla og einn allra besti ungi leikmaður landsins, fór á kostum fyrir Íslandsmeistarana þegar þeir pökkuðu ÍR saman, 95-73, í 18. umferð deildarinnar á sunnudagskvöldið. Þórir, sem oftast er kallaður Tóti Túrbó, skoraði 20 stig á rétt rúmum 25 mínútum en hann hitti úr sjö af átta skotum sínum í teignum og stal að auki fjórum boltum af gestunum úr Breiðholtinu. „Hann var bara óaðfinnanlegur, alveg frábær. Hann spilaði líka frábæra vörn og var að stela þar boltum,“ sagði Hermann Hauksson um Þóri í Dominos´-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið. „Þetta er alvöru leikmaður þessi drengur. Hann er alltaf að sýna það aftur og aftur,“ bætti Kristinn Friðriksson við um þennan 18 ára gamla bakvörð. Tölfræðin sýnir að þessi ungi og bráðefnilegi leikmaður gerir bara góða hluti þegar hann fær að spila alvöru mínútur fyrir Íslandsmeistarana. í þeim leikjum sem hann spilar 25 mínútur eða meira skorar hann 17 stig að meðaltali í leik, tekur 4,7 fráköst, gefur 3,1 stoðsendingu, stelur 3,4 boltum og er með 17,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er sigurhlutfall KR aðeins betra með Þóri inn á í 25 mínútur eða meira. Þórir fékk stórt hlutverk í KR-liðinu á móti ÍR, bæði byrjunarliðssæti og fleiri mínútur, vegna meiðsla Brynjars Þórs Björnssonar. „Maður er oft uppi í stúku alveg brjálaður yfir því hvað Þórir er lítið notaður en þetta er bara svo erfitt verkefni,“ sagði Hermann. „Finnur treystir eldri mönnunum frekar en þeim ungu en í þessum leik breytir hann þessu aðeins og sýndi smá þróun á leik sínum með hraða og innáskiptingum. Það fór fyrst að bera á því í seinni hálfleik því ÍR-ingarnir voru mjög flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Hermann Hauksson. Alla umræðuna úr Domino´s-Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00 Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Þórir Guðmundur Þorbjarnason, leikmaður KR í Domino´s-deild karla og einn allra besti ungi leikmaður landsins, fór á kostum fyrir Íslandsmeistarana þegar þeir pökkuðu ÍR saman, 95-73, í 18. umferð deildarinnar á sunnudagskvöldið. Þórir, sem oftast er kallaður Tóti Túrbó, skoraði 20 stig á rétt rúmum 25 mínútum en hann hitti úr sjö af átta skotum sínum í teignum og stal að auki fjórum boltum af gestunum úr Breiðholtinu. „Hann var bara óaðfinnanlegur, alveg frábær. Hann spilaði líka frábæra vörn og var að stela þar boltum,“ sagði Hermann Hauksson um Þóri í Dominos´-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið. „Þetta er alvöru leikmaður þessi drengur. Hann er alltaf að sýna það aftur og aftur,“ bætti Kristinn Friðriksson við um þennan 18 ára gamla bakvörð. Tölfræðin sýnir að þessi ungi og bráðefnilegi leikmaður gerir bara góða hluti þegar hann fær að spila alvöru mínútur fyrir Íslandsmeistarana. í þeim leikjum sem hann spilar 25 mínútur eða meira skorar hann 17 stig að meðaltali í leik, tekur 4,7 fráköst, gefur 3,1 stoðsendingu, stelur 3,4 boltum og er með 17,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er sigurhlutfall KR aðeins betra með Þóri inn á í 25 mínútur eða meira. Þórir fékk stórt hlutverk í KR-liðinu á móti ÍR, bæði byrjunarliðssæti og fleiri mínútur, vegna meiðsla Brynjars Þórs Björnssonar. „Maður er oft uppi í stúku alveg brjálaður yfir því hvað Þórir er lítið notaður en þetta er bara svo erfitt verkefni,“ sagði Hermann. „Finnur treystir eldri mönnunum frekar en þeim ungu en í þessum leik breytir hann þessu aðeins og sýndi smá þróun á leik sínum með hraða og innáskiptingum. Það fór fyrst að bera á því í seinni hálfleik því ÍR-ingarnir voru mjög flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Hermann Hauksson. Alla umræðuna úr Domino´s-Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00 Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
"Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00
Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45