Vill draumaúrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra sem spila í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Talið frá vinstri: Solveig Lára Kjærnested frá Stjörnunni, María Karlsdóttir frá Haukum, Margrét Katrín Jónsdóttir frá Selfossi og Steinunn Björnsdóttir frá Fram. vísir/anton Handboltahátíðin í Höllinni um helgina hefst í kvöld þegar fara fram undanúrslitaleikirnir í Coca Cola bikar kvenna. Fyrst taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Selfossi klukkan 17.15 en klukkan 19.30 mætast síðan Haukar og Fram. Hrafnhildur Skúladóttir varð bikarmeistari þrjú ár í röð frá 2012 til 2014 og lék alls fimm bikarúrslitaleiki í röð frá 2010 til 2014. Hrafnhildur þjálfar nú ÍBV-liðið og þekkir vel til liðanna fjögurra sem mætast í kvöld.Eiga að njóta og hafa gaman „Stelpurnar eiga bara að njóta þess að fá að spila svona leiki, hafa gaman og berjast eins og enginn sé morgundagurinn. Það er hrikalega skemmtilegt að spila svona leiki og þetta er mjög skemmtileg helgi,“ segir Hrafnhildur. „Þetta verða hörkuleikir báðir leikirnir og brjáluð barátta. Ég held að það verði lítið skorað í þessum leikjum því það er yfirleitt þannig í Höllinni. Varnarleikurinn verður alltaf mikið betri en oft áður. Spennustigið er líka hátt og þetta verða þannig leikir,“ segir Hrafnhildur. Stjörnukonur unnu bikarinn í fyrra eftir 20-16 sigur á Gróttu í úrslitaleiknum.Hafa unnið sjö leiki í röð Stjarnan mætir liði Selfoss í undanúrslitunum í ár en Selfossliðið er fimm sætum og 19 stigum neðar í töflunni. Stjörnukonur eru líka búnar að vinna sjö deildarleiki í röð og hafa ekki tapað síðan í nóvember. „Stjarnan er ótrúlega vel sett í þessum leik bara út af reynslu. Þær eru búnar að vera lengi með sama lið og bara búnar að styrkja sig miðað við síðustu ár. Þarna er bara lið sem er búið að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn fjögur síðustu ár,“ segir Hrafnhildur en hún talar samt vel um Selfossliðið. „Ég var að spila við Selfoss um daginn og mér fannst þær spila frábærlega fyrir utan að þær hrynja síðustu tólf mínúturnar. Annars eru þær komnar með rosalega flott lið og eru líka búnar að sýna mjög stöðuga og góða markvörslu undanfarið sem skiptir rosalega miklu máli. Þær eru svo sem til alls líklegar og geta alveg unnið. Ég held bara að reynslan sé að fara að vega of mikið þarna,“ segir Hrafnhildur.Allt annað Haukalið Fyrirfram á seinni leikurinn að vera meira spennandi ekki síst þar sem Haukaliðið í dag er allt annað lið en tapaði sex af sjö leikjum sínum frá október fram í janúar. Liðið er búið að endurheimta Ramune Pekarskyte sem hefur verið í frábæru formi í síðustu leikjum. Haukakonur unnu þriggja marka sigur á Fram á dögunum og misstu síðan frá sér góða stöðu á móti Stjörnunni um síðustu helgi. Þær hafa því sýnt að þær gefa efstu liðum Olís-deildarinnar ekkert eftir. Haukakonur hafa tapað í undanúrslitum þrjú undanfarin ár en Framkonur eru aftur á móti loksins komnar í Höllina eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég spái því að Fram og Stjarnan fari í úrslitaleikinn því þetta eru bestu liðin, bæði með reynslumikla leikmenn og eru bæði búin að vera langstöðugustu liðin í vetur,“ segir Hrafnhildur sem er viss um að tapið á móti Haukum hjálpi Framliðinu í þessum leik sem og að hafa tapað úti í Eyjum í leiknum á undan.Höfðu gott að því að tapa „Þær höfðu bara gott að því að tapa þessum leikjum. Maður þarf stundum að fá spark í rassinn til að halda áfram. „Þær voru að vinna Gróttu með tíu mörkum og hafa greinilega átt mjög góðan leik þar. Þær verða alltaf tilbúnar í þetta og svo töpuðu þær fyrir Haukum um daginn og ég held að þær séu ekki að gera það aftur,“ segir Hrafnhildur. Stjarnan og Fram eru bæði með 27 stig og 13 sigra í Olís-deildinni í vetur og það munar aðeins einu marki í nettó markatölu. Það er því ekkert skrýtið að Hrafnhildur sé spennt fyrir mögulegum úrslitaleik milli þessara liða.Hnífjafnir leikir „Mér finnst Fram og Stjarnan vera klárlega með bestu liðin í dag. Það væri draumaúrslitaleikur því leikirnir á milli þeirra eru búnir að vera hnífjafnir og verða það áfram. Það væri geðveikur úrslitaleikur,“ segir Hrafnhildur. Olís-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Handboltahátíðin í Höllinni um helgina hefst í kvöld þegar fara fram undanúrslitaleikirnir í Coca Cola bikar kvenna. Fyrst taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Selfossi klukkan 17.15 en klukkan 19.30 mætast síðan Haukar og Fram. Hrafnhildur Skúladóttir varð bikarmeistari þrjú ár í röð frá 2012 til 2014 og lék alls fimm bikarúrslitaleiki í röð frá 2010 til 2014. Hrafnhildur þjálfar nú ÍBV-liðið og þekkir vel til liðanna fjögurra sem mætast í kvöld.Eiga að njóta og hafa gaman „Stelpurnar eiga bara að njóta þess að fá að spila svona leiki, hafa gaman og berjast eins og enginn sé morgundagurinn. Það er hrikalega skemmtilegt að spila svona leiki og þetta er mjög skemmtileg helgi,“ segir Hrafnhildur. „Þetta verða hörkuleikir báðir leikirnir og brjáluð barátta. Ég held að það verði lítið skorað í þessum leikjum því það er yfirleitt þannig í Höllinni. Varnarleikurinn verður alltaf mikið betri en oft áður. Spennustigið er líka hátt og þetta verða þannig leikir,“ segir Hrafnhildur. Stjörnukonur unnu bikarinn í fyrra eftir 20-16 sigur á Gróttu í úrslitaleiknum.Hafa unnið sjö leiki í röð Stjarnan mætir liði Selfoss í undanúrslitunum í ár en Selfossliðið er fimm sætum og 19 stigum neðar í töflunni. Stjörnukonur eru líka búnar að vinna sjö deildarleiki í röð og hafa ekki tapað síðan í nóvember. „Stjarnan er ótrúlega vel sett í þessum leik bara út af reynslu. Þær eru búnar að vera lengi með sama lið og bara búnar að styrkja sig miðað við síðustu ár. Þarna er bara lið sem er búið að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn fjögur síðustu ár,“ segir Hrafnhildur en hún talar samt vel um Selfossliðið. „Ég var að spila við Selfoss um daginn og mér fannst þær spila frábærlega fyrir utan að þær hrynja síðustu tólf mínúturnar. Annars eru þær komnar með rosalega flott lið og eru líka búnar að sýna mjög stöðuga og góða markvörslu undanfarið sem skiptir rosalega miklu máli. Þær eru svo sem til alls líklegar og geta alveg unnið. Ég held bara að reynslan sé að fara að vega of mikið þarna,“ segir Hrafnhildur.Allt annað Haukalið Fyrirfram á seinni leikurinn að vera meira spennandi ekki síst þar sem Haukaliðið í dag er allt annað lið en tapaði sex af sjö leikjum sínum frá október fram í janúar. Liðið er búið að endurheimta Ramune Pekarskyte sem hefur verið í frábæru formi í síðustu leikjum. Haukakonur unnu þriggja marka sigur á Fram á dögunum og misstu síðan frá sér góða stöðu á móti Stjörnunni um síðustu helgi. Þær hafa því sýnt að þær gefa efstu liðum Olís-deildarinnar ekkert eftir. Haukakonur hafa tapað í undanúrslitum þrjú undanfarin ár en Framkonur eru aftur á móti loksins komnar í Höllina eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég spái því að Fram og Stjarnan fari í úrslitaleikinn því þetta eru bestu liðin, bæði með reynslumikla leikmenn og eru bæði búin að vera langstöðugustu liðin í vetur,“ segir Hrafnhildur sem er viss um að tapið á móti Haukum hjálpi Framliðinu í þessum leik sem og að hafa tapað úti í Eyjum í leiknum á undan.Höfðu gott að því að tapa „Þær höfðu bara gott að því að tapa þessum leikjum. Maður þarf stundum að fá spark í rassinn til að halda áfram. „Þær voru að vinna Gróttu með tíu mörkum og hafa greinilega átt mjög góðan leik þar. Þær verða alltaf tilbúnar í þetta og svo töpuðu þær fyrir Haukum um daginn og ég held að þær séu ekki að gera það aftur,“ segir Hrafnhildur. Stjarnan og Fram eru bæði með 27 stig og 13 sigra í Olís-deildinni í vetur og það munar aðeins einu marki í nettó markatölu. Það er því ekkert skrýtið að Hrafnhildur sé spennt fyrir mögulegum úrslitaleik milli þessara liða.Hnífjafnir leikir „Mér finnst Fram og Stjarnan vera klárlega með bestu liðin í dag. Það væri draumaúrslitaleikur því leikirnir á milli þeirra eru búnir að vera hnífjafnir og verða það áfram. Það væri geðveikur úrslitaleikur,“ segir Hrafnhildur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira