Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Anton Ingi Leifsson í Laugardalshöll skrifar 23. febrúar 2017 19:15 Rakel Dögg skoraði fimm mörk. vísir/vilhelm Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Stjarnan byrjaði af miklum krafti, en Selfoss komst fljótt inn í leikinn. Stjarnan var þó 15-10 yfir í hálfleik, en þær létu forskotið aldrei af hendi og unnu að lokum, 27-23. Stjarnan komst 4-0 yfir í upphafi leiks og miðað við þær fyrstu mínútur hefði maður haldið að þeta yrði einstefna, en hægt og rólega komust Selfyssingar inn í leikinn og skoruðu næstu fjögur mörk og jöfnuðu leikinn. Þær hertu varnarleikinn og Stjarnan átti í töluverðum vandræðum með að skora, en liðin skiptust á að skora og staðan var 9-9 þegar átta mínútur lifðu eftir af fyrri hálfleik. Þá setti Stjarnan hins vegar í annan gír. LIðið skoraði sex af síðustu sjö mörkum leiksins, en liðið gjörsamlega lokaði vörnina og Selfyssingar voru oft á tíðum algjörir klaufar. Óskynsemi í sókninni og hraðaupphlaup í bakið, en þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddi Stjarnan með fimm marka mun, 15-10. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks, en Selfoss var alltaf í seilingarfjarlægð frá Garðbæingum. Bæði lið gerðu aragrúa af mistökum, en einnig voru flott tilþrif inn á milli. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hélt Selfyssingum inn í leiknum á tímapunkti, en hún fór gjörsamlega fór á kostum og skoraði að endingu tólf mörk. Það voru margar að leggja í púkkinn hjá Stjörnustúlkum, en þær voru fjórum mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þær héldu þeirri forystu út allan leikinn þrátt fyrir nokkur áhlaup Selfyssinga, en þær eru einfaldlega með of reynslumikið lið til þess að láta það á sig fá. Lokatölur 27-23. Þetta var algjör liðssigur hjá Stjörnunni. Allir útileikmenn nema tveir komust á blað, en markahæst var Helena Rut Örvarsdóttir með átta mörk. Næst kom Rakel Dögg Bragadóttir með fjögur, en báðar voru þær öflugar í varnarleiknum einnig. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í sérflokki í liði Selfoss, en hún skoraði tólf mörk. Einungis sex leikmenn komust á blað hjá Selfyssingum á meðan tíu leikmenn skoruðu hjá Stjörnunni og vantaði Hrafnhildi sáran meiri hjálp, en ungt lið Selfoss getur vel við unað með árangur liðsins í bikarkeppninni þetta árið. Stjarnan getur því varið bikarmeistaratitilinn, en þær unnu hann einnig í fyrra. Mótherji Stjörnunnar í úrslitum verða annað hvort Fram eða Haukar, en liðin eigast við þegar þetta er skrifað.Rakel Dögg: Munum gera allt sem við getum til að halda bikarnum í Garðabæ „Það er alltaf ljúf tilfinning að vinna og sérstaklega þegar þú ert að tryggja þér sæti í bikarúrslitaleikinn. Æðisleg tilfinning,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, lykilmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok. „Fimm marka munur í hálfleik er svosem mjög sterkt og við náum að halda þessu nokkurn veginn allan tímann í seinni hálfleik. Þær minnka vissulega muninn í tvö, en mér fannst við hafa fín stjórn á leiknum.” „Mér fannst þetta fyrst og fremst vera varnarleikur og Hafdís var að verja vel í markinu. Það skilar þessum sigri,” en Rakel Dögg er sammála undirrituðum að leikurinn var heldur of kaflaskiptur hjá ríkjandi bikarmeisturum. „Auðvitað vill maður vera stabíll allan leikinn og kannski var þetta aðeins of kaflskipt. Við missum aðeins dampinn í fyrri hálfleik og svo aftur aðeins í síðari hálfleik, en það sem skiptir máli er að við rísum upp aftur og klárum báða hálfleikina mjög vel.” Einn og hálfur sólahringur er í úrslitaleikinn og segir Rakel að það verði ekki gert mikið á þeim tíma: „Maður þekkir bæði liðin mjög vel og við fáum þau forréttindi að geta horft á þennan leik og farið strax að pæla í leiknum á laugardaginn.” „Svo er það bara snemma og sofa, fara í ísbað og þetta klassíska. Við tökum svo góðan fund á morgun og góða æfingu á morgun og þá ættum við að vera klárar á laugardaginn,” en er bikarinn ekki á leið í Garðabæ annað árið í röð? „Ég skal lofa þér því að ég mun leggja mig allan fram í að það verði að veruleika, en hvort það endi þannig verður að koma í ljós. Við allar munum gera allt sem við getum til þess að halda honum í Garðabæ,” sagði Rakel að lokum.Hrafnhildur: Reynsluleysi á stuttum köflum í leiknum „Þetta er hundsvekkjandi. Við vorum því miður ekki nægilega góðar í dag,” sagði tólf marka Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss, en hún fór á kostum í dag. „Það var reynsluleysi á stuttum köflum í leiknum, sérstaklega undir lok fyrri hálfleiks. Þá missum við þær fimm mörkum fram úr okkur og það er erfitt bil að brúa.” Selfoss byrjaði leikinn mjög illa, en eftir því sem leið á fyrri hálfleik þá gekk leikur þeirra betur. Undir lok fyrri hálfleiks misstu þær hins vegar aftur tökin og voru fimm mörkum undir í hálfleik. „Já það var svekkjandi. Sérstaklega þar sem staðan var 10-9 þegar nokkrar mínútur voru eftir og við misstum þær fimm mörkum fram úr sem er alltof mikið.” „Á sumum köflum fannst mér við vera of óskynsamar, en löngum köflum vorum við að spila frábærlega. Við megum bara ekki við því að missa okkur í nokkrar mínútur, þá bara missum við liðin fram úr okkur.” Bikarævintýri Selfyssinga er því á enda, en þetta unga og efnilega lið er reynslunni ríkari eftir að hafa tekið þátt í úrslitahelginni. „Þetta er frábær umgjörð og frábær helgi. Það er frábært að fá að vera partur af því og við tökum þetta bara með okkur og lærum að þessu. Við erum reysnlunni ríkari,” sagði Hrafnhildur að lokum í samtali við Vísi. Olís-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Stjarnan byrjaði af miklum krafti, en Selfoss komst fljótt inn í leikinn. Stjarnan var þó 15-10 yfir í hálfleik, en þær létu forskotið aldrei af hendi og unnu að lokum, 27-23. Stjarnan komst 4-0 yfir í upphafi leiks og miðað við þær fyrstu mínútur hefði maður haldið að þeta yrði einstefna, en hægt og rólega komust Selfyssingar inn í leikinn og skoruðu næstu fjögur mörk og jöfnuðu leikinn. Þær hertu varnarleikinn og Stjarnan átti í töluverðum vandræðum með að skora, en liðin skiptust á að skora og staðan var 9-9 þegar átta mínútur lifðu eftir af fyrri hálfleik. Þá setti Stjarnan hins vegar í annan gír. LIðið skoraði sex af síðustu sjö mörkum leiksins, en liðið gjörsamlega lokaði vörnina og Selfyssingar voru oft á tíðum algjörir klaufar. Óskynsemi í sókninni og hraðaupphlaup í bakið, en þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddi Stjarnan með fimm marka mun, 15-10. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks, en Selfoss var alltaf í seilingarfjarlægð frá Garðbæingum. Bæði lið gerðu aragrúa af mistökum, en einnig voru flott tilþrif inn á milli. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hélt Selfyssingum inn í leiknum á tímapunkti, en hún fór gjörsamlega fór á kostum og skoraði að endingu tólf mörk. Það voru margar að leggja í púkkinn hjá Stjörnustúlkum, en þær voru fjórum mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þær héldu þeirri forystu út allan leikinn þrátt fyrir nokkur áhlaup Selfyssinga, en þær eru einfaldlega með of reynslumikið lið til þess að láta það á sig fá. Lokatölur 27-23. Þetta var algjör liðssigur hjá Stjörnunni. Allir útileikmenn nema tveir komust á blað, en markahæst var Helena Rut Örvarsdóttir með átta mörk. Næst kom Rakel Dögg Bragadóttir með fjögur, en báðar voru þær öflugar í varnarleiknum einnig. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í sérflokki í liði Selfoss, en hún skoraði tólf mörk. Einungis sex leikmenn komust á blað hjá Selfyssingum á meðan tíu leikmenn skoruðu hjá Stjörnunni og vantaði Hrafnhildi sáran meiri hjálp, en ungt lið Selfoss getur vel við unað með árangur liðsins í bikarkeppninni þetta árið. Stjarnan getur því varið bikarmeistaratitilinn, en þær unnu hann einnig í fyrra. Mótherji Stjörnunnar í úrslitum verða annað hvort Fram eða Haukar, en liðin eigast við þegar þetta er skrifað.Rakel Dögg: Munum gera allt sem við getum til að halda bikarnum í Garðabæ „Það er alltaf ljúf tilfinning að vinna og sérstaklega þegar þú ert að tryggja þér sæti í bikarúrslitaleikinn. Æðisleg tilfinning,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, lykilmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok. „Fimm marka munur í hálfleik er svosem mjög sterkt og við náum að halda þessu nokkurn veginn allan tímann í seinni hálfleik. Þær minnka vissulega muninn í tvö, en mér fannst við hafa fín stjórn á leiknum.” „Mér fannst þetta fyrst og fremst vera varnarleikur og Hafdís var að verja vel í markinu. Það skilar þessum sigri,” en Rakel Dögg er sammála undirrituðum að leikurinn var heldur of kaflaskiptur hjá ríkjandi bikarmeisturum. „Auðvitað vill maður vera stabíll allan leikinn og kannski var þetta aðeins of kaflskipt. Við missum aðeins dampinn í fyrri hálfleik og svo aftur aðeins í síðari hálfleik, en það sem skiptir máli er að við rísum upp aftur og klárum báða hálfleikina mjög vel.” Einn og hálfur sólahringur er í úrslitaleikinn og segir Rakel að það verði ekki gert mikið á þeim tíma: „Maður þekkir bæði liðin mjög vel og við fáum þau forréttindi að geta horft á þennan leik og farið strax að pæla í leiknum á laugardaginn.” „Svo er það bara snemma og sofa, fara í ísbað og þetta klassíska. Við tökum svo góðan fund á morgun og góða æfingu á morgun og þá ættum við að vera klárar á laugardaginn,” en er bikarinn ekki á leið í Garðabæ annað árið í röð? „Ég skal lofa þér því að ég mun leggja mig allan fram í að það verði að veruleika, en hvort það endi þannig verður að koma í ljós. Við allar munum gera allt sem við getum til þess að halda honum í Garðabæ,” sagði Rakel að lokum.Hrafnhildur: Reynsluleysi á stuttum köflum í leiknum „Þetta er hundsvekkjandi. Við vorum því miður ekki nægilega góðar í dag,” sagði tólf marka Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss, en hún fór á kostum í dag. „Það var reynsluleysi á stuttum köflum í leiknum, sérstaklega undir lok fyrri hálfleiks. Þá missum við þær fimm mörkum fram úr okkur og það er erfitt bil að brúa.” Selfoss byrjaði leikinn mjög illa, en eftir því sem leið á fyrri hálfleik þá gekk leikur þeirra betur. Undir lok fyrri hálfleiks misstu þær hins vegar aftur tökin og voru fimm mörkum undir í hálfleik. „Já það var svekkjandi. Sérstaklega þar sem staðan var 10-9 þegar nokkrar mínútur voru eftir og við misstum þær fimm mörkum fram úr sem er alltof mikið.” „Á sumum köflum fannst mér við vera of óskynsamar, en löngum köflum vorum við að spila frábærlega. Við megum bara ekki við því að missa okkur í nokkrar mínútur, þá bara missum við liðin fram úr okkur.” Bikarævintýri Selfyssinga er því á enda, en þetta unga og efnilega lið er reynslunni ríkari eftir að hafa tekið þátt í úrslitahelginni. „Þetta er frábær umgjörð og frábær helgi. Það er frábært að fá að vera partur af því og við tökum þetta bara með okkur og lærum að þessu. Við erum reysnlunni ríkari,” sagði Hrafnhildur að lokum í samtali við Vísi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira