Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Grindavík 80-88 | Þjálfaralausir Hólmarar töpuðu enn einum leiknum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 23. febrúar 2017 22:45 Lewis Clinch Jr. skoraði 34 stig. vísir/stefán Grindavík er aftur komið á sigurbraut eftir að liðið vann Snæfell í Dominos-deild karla í Stykkishólmi í kvöld, 80-88. Grindavík er nú með 22 stig eftir 19 umferðir á meðan Snæfell, sem eru fallnir úr úrvalsdeildinni, eru enn án stiga. Fyrir leikinn var búist við að Snæfell kæmi til með að eiga erfitt uppdráttar á móti Grindvíkingum sem hafa spilað skilvirkan og áreiðanlegan bolta í vetur. Leikurinn þróaðist þó þvert á allar spár í gríðarlega jafna og spennandi viðureign. Heimamenn byrjuðu fyrsta leikhluta af miklum krafti og komu mjög sterkir til leiks. Snæfell spilaði nánast óaðfinnanlegan bolta í fyrsta leikhlutanum og virtust gestirnir frá Grindavík ekki vera í stakk búnir til að mæta þeirri ákveðni er boðið var upp á. Frammistaða Snæfells myndaði jafnframt frábæra stemmingu meðal áhorfenda sem létu vel í sér heyra í kvöld. Árni Elmar Hrafnsson, leikmaður Snæfells, átti töluverðan þátt í þessari þróun en hann kveikti vel í sínu liði með því að koma heimamönnum í 6-0 með tveimur þristum á örskömmum tíma. Alls urðu þristarnir hans Árna fimm í fyrsta leikhluta og voru áhorfendur vægast sagt sáttir með þessháttar spilamennsku. Gestirnir brugðu á það ráð að hægja á leiknum til að ná stjórn á spræku liði Snæfells sem ætlaði sér greinilega að ganga berserksgang á sínum heimavelli en þrátt fyrir heiðarlega tilraun unnu Snæfellingar fyrsta leikhlutan sannfærandi með 13 stigum, 31-18. Snæfellingar gengu að vonum sáttir frá fyrsta fjórðung en smá hiti hafði færst í menn beggja liða undir blálok leikhlutans. Dómarateymi kvöldsins svaraði því með viðeigandi ráðum og gaf tveimur leikmönnum úr sitthvoru liði tæknivillu. Í upphafi annars leikhluta virtist enn mikill hiti í mönnum og fékk Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavík, fljótlega dæmda á sig tæknivillu. Í kjölfar tók Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, leikhlé sem kom til með að breyta gang mála töluvert. Bæði sóknar- og varnarleikur Grindavíkur virtist nú töluvert yfirvegaðri en í upphaf leiksins og fóru gestirnir nú að minnka muninn hægt og rólega. Lewis Clinch Jr. steig upp og tók sóknarleik Grindvíkinga nánast í sínar hendur en Grindavík vann 7 stiga sigur í öðrum leikhluta, 16-23. Snæfellingar voru þó langt frá því að vera niðurbrotnir en Hólmara gengu með 7 stiga forrystu inn í klefann sem gæti mögulega verið fyrsta skiptið á þessu tímabili sem slíkt gerðist. Grindavík byrjaði seinni hálfleik af krafti og tóku þeir bláklæddu upp þráðinn þar sem frá var horfið í öðrum leikhluta. Þeir bláklæddu virtust vera búnir að átta sig á því hvað þyrfti til að sigra í kvöld og spiluðu í auknum mæli sín kerfi af miklum krafti. Á sama tíma virtist sóknarleikur Snæfells verða tilviljunarkendri en það sem hafði sést hingað til. Grindavíkingum tókst þrátt fyrir það ekki að ná taki á Snæfelli en leikhlutinn endaði Snæfelli í vil, 64-62. Eftir 33 mínútna leik voru gestirnir komnir yfir og hófst nú sjö mínútu langur kafli þar sem hálfgerður eltingarleikur átti sér stað. Liðin skiptust á að skora þangað til u.þ.b. ein og hálf mínúta voru eftir af leiknum. Christian David Covile, leikmaður Snæfells, þurfti þá að yfirgefa völlinn með fimm villur og hleyptu Grindvíkingar Snæfelli ekki inn í leikinn eftir það þrátt fyrir ágætis tilraunir.Af hverju vann Grindavík? Grindavík virkaði á heildina litið reynslumeiri á ögurstundum í kvöld og gat nýtt sér það til að klára þennan leik en í raun var mjög jafnt með liðunum í kvöld og hefðu smávægileg atriði geta breytt öllu.Bestu menn vallarins: Lewis Clinch Jr. átti góðan dag og skoraði mikilvæg stig sem urðu alls 34 í kvöld. Jafnframt tók hann 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Annar mikilvægur leikmaður í liði Grindvíkinga í kvöld var Ólafur Ólafsson sem barðist eins og ljón og endaði með 22 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur áttu fína spretti. Hjá Snæfell var Árni Elmar Hrafnsson öflugur en hann skoraði 19 af alls 28 stigum í fyrsta leikhluta. Einnig var hann með 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Christian David Covile skoraði alls 25 stig fyrir Snæfell í kvöld ásamt því að taka 11 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Aðrir leikmenn Snæfells voru ekki jafn áberandi í sóknarleiknum en bættu það upp með baráttugleði og varnarleik.Snæfell-Grindavík 80-88 (31-18, 16-23, 17-21, 16-26)Snæfell: Árni Elmar Hrafnsson 28/10 fráköst, Christian David Covile 25/11 fráköst, Andrée Fares Michelsson 9, Viktor Marínó Alexandersson 8, Maciej Klimaszewski 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Grindavík: Lewis Clinch Jr. 34/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 22/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6/11 fráköst, Magnús Már Ellertsson 5, Þorsteinn Finnbogason 5/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4.Gunnlaugur: Almenn gleði og því ber að fagna Griðarleg stemmning myndaðist á leiknum í Stykkishólmi í kvöld og virtist Gunnlaugur Smárason, þjálfari Snæfells, ánægður með sitt lið og stuðningsfólk þrátt fyrir að þurfa að sætta sig við tap í annars jöfnum leik. „Ég er mjög svekktur að hafa tapað þessu. Mér fannst við eiga vinna þennan leik en svona er þetta bara. Við kannski klúðrum einu sniðskoti og fáum þrist í andlitið eða brjótum klaufalega og fáum það í bakið en svona er körfubolti,“ sagði Gunnlaugur Smárason í lok leiks. „Menn voru allir tilbúnir að berjast fyrir liðið og öllum smáatriðum eins og að gefa góða sendingu var fagnað. Svona viljum við spila og það var almenn gleði.“ Gunnlaugur er sáttur við það starf sem hefur verið unnið í vetur og bendir á að engin uppgjafatónn sé í mönnum þrátt fyrir marga ósigra. „Þetta er búið að vera skemmtilegur vetur,” segir Gunnlaugur og bætir við: Það vantar bara þessa sigra. Gleðin og baráttan eins og hefur sést í leikjum í vetur sýnir að við gefumst aldrei upp og mér fannst leikurinn í kvöld undirstrika það.“Jóhann: Grófum óþarflega djúpa gröf Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, virtist meðvitaður um að sigurinn í kvöld var langt frá því að vera sannfærandi en gat jafnframt gengið sáttur frá verkefni dagsins í ljósi þess að tvö kærkomin stig voru kominn í hús. „Ég er eitt, tvö og þrjú ánægður með þessi tvö stig í kvöld en við vorum ekki nógu beittir. Hólmarar eru með flott lið sem var með allt í botni í 40 mínútur. Ég þóttist vera búinn að undirbúa mína menn vel fyrir það en það var ekki þannig. Við byrjuðum illa,“ sagði Jóhann Þór hugsi eftir leikinn. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka og sækja sigur í kvöld en fannst margt hefði betur mátt fara betur. „Menn voru á hælunum og mjúkir á báðum endum en sérstaklega sóknarlega. Við hefðum getað gert betur á öllum vígstöðum,“ sagði Jóhann Þór. Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Grindavík er aftur komið á sigurbraut eftir að liðið vann Snæfell í Dominos-deild karla í Stykkishólmi í kvöld, 80-88. Grindavík er nú með 22 stig eftir 19 umferðir á meðan Snæfell, sem eru fallnir úr úrvalsdeildinni, eru enn án stiga. Fyrir leikinn var búist við að Snæfell kæmi til með að eiga erfitt uppdráttar á móti Grindvíkingum sem hafa spilað skilvirkan og áreiðanlegan bolta í vetur. Leikurinn þróaðist þó þvert á allar spár í gríðarlega jafna og spennandi viðureign. Heimamenn byrjuðu fyrsta leikhluta af miklum krafti og komu mjög sterkir til leiks. Snæfell spilaði nánast óaðfinnanlegan bolta í fyrsta leikhlutanum og virtust gestirnir frá Grindavík ekki vera í stakk búnir til að mæta þeirri ákveðni er boðið var upp á. Frammistaða Snæfells myndaði jafnframt frábæra stemmingu meðal áhorfenda sem létu vel í sér heyra í kvöld. Árni Elmar Hrafnsson, leikmaður Snæfells, átti töluverðan þátt í þessari þróun en hann kveikti vel í sínu liði með því að koma heimamönnum í 6-0 með tveimur þristum á örskömmum tíma. Alls urðu þristarnir hans Árna fimm í fyrsta leikhluta og voru áhorfendur vægast sagt sáttir með þessháttar spilamennsku. Gestirnir brugðu á það ráð að hægja á leiknum til að ná stjórn á spræku liði Snæfells sem ætlaði sér greinilega að ganga berserksgang á sínum heimavelli en þrátt fyrir heiðarlega tilraun unnu Snæfellingar fyrsta leikhlutan sannfærandi með 13 stigum, 31-18. Snæfellingar gengu að vonum sáttir frá fyrsta fjórðung en smá hiti hafði færst í menn beggja liða undir blálok leikhlutans. Dómarateymi kvöldsins svaraði því með viðeigandi ráðum og gaf tveimur leikmönnum úr sitthvoru liði tæknivillu. Í upphafi annars leikhluta virtist enn mikill hiti í mönnum og fékk Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavík, fljótlega dæmda á sig tæknivillu. Í kjölfar tók Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, leikhlé sem kom til með að breyta gang mála töluvert. Bæði sóknar- og varnarleikur Grindavíkur virtist nú töluvert yfirvegaðri en í upphaf leiksins og fóru gestirnir nú að minnka muninn hægt og rólega. Lewis Clinch Jr. steig upp og tók sóknarleik Grindvíkinga nánast í sínar hendur en Grindavík vann 7 stiga sigur í öðrum leikhluta, 16-23. Snæfellingar voru þó langt frá því að vera niðurbrotnir en Hólmara gengu með 7 stiga forrystu inn í klefann sem gæti mögulega verið fyrsta skiptið á þessu tímabili sem slíkt gerðist. Grindavík byrjaði seinni hálfleik af krafti og tóku þeir bláklæddu upp þráðinn þar sem frá var horfið í öðrum leikhluta. Þeir bláklæddu virtust vera búnir að átta sig á því hvað þyrfti til að sigra í kvöld og spiluðu í auknum mæli sín kerfi af miklum krafti. Á sama tíma virtist sóknarleikur Snæfells verða tilviljunarkendri en það sem hafði sést hingað til. Grindavíkingum tókst þrátt fyrir það ekki að ná taki á Snæfelli en leikhlutinn endaði Snæfelli í vil, 64-62. Eftir 33 mínútna leik voru gestirnir komnir yfir og hófst nú sjö mínútu langur kafli þar sem hálfgerður eltingarleikur átti sér stað. Liðin skiptust á að skora þangað til u.þ.b. ein og hálf mínúta voru eftir af leiknum. Christian David Covile, leikmaður Snæfells, þurfti þá að yfirgefa völlinn með fimm villur og hleyptu Grindvíkingar Snæfelli ekki inn í leikinn eftir það þrátt fyrir ágætis tilraunir.Af hverju vann Grindavík? Grindavík virkaði á heildina litið reynslumeiri á ögurstundum í kvöld og gat nýtt sér það til að klára þennan leik en í raun var mjög jafnt með liðunum í kvöld og hefðu smávægileg atriði geta breytt öllu.Bestu menn vallarins: Lewis Clinch Jr. átti góðan dag og skoraði mikilvæg stig sem urðu alls 34 í kvöld. Jafnframt tók hann 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Annar mikilvægur leikmaður í liði Grindvíkinga í kvöld var Ólafur Ólafsson sem barðist eins og ljón og endaði með 22 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur áttu fína spretti. Hjá Snæfell var Árni Elmar Hrafnsson öflugur en hann skoraði 19 af alls 28 stigum í fyrsta leikhluta. Einnig var hann með 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Christian David Covile skoraði alls 25 stig fyrir Snæfell í kvöld ásamt því að taka 11 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Aðrir leikmenn Snæfells voru ekki jafn áberandi í sóknarleiknum en bættu það upp með baráttugleði og varnarleik.Snæfell-Grindavík 80-88 (31-18, 16-23, 17-21, 16-26)Snæfell: Árni Elmar Hrafnsson 28/10 fráköst, Christian David Covile 25/11 fráköst, Andrée Fares Michelsson 9, Viktor Marínó Alexandersson 8, Maciej Klimaszewski 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Grindavík: Lewis Clinch Jr. 34/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 22/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6/11 fráköst, Magnús Már Ellertsson 5, Þorsteinn Finnbogason 5/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4.Gunnlaugur: Almenn gleði og því ber að fagna Griðarleg stemmning myndaðist á leiknum í Stykkishólmi í kvöld og virtist Gunnlaugur Smárason, þjálfari Snæfells, ánægður með sitt lið og stuðningsfólk þrátt fyrir að þurfa að sætta sig við tap í annars jöfnum leik. „Ég er mjög svekktur að hafa tapað þessu. Mér fannst við eiga vinna þennan leik en svona er þetta bara. Við kannski klúðrum einu sniðskoti og fáum þrist í andlitið eða brjótum klaufalega og fáum það í bakið en svona er körfubolti,“ sagði Gunnlaugur Smárason í lok leiks. „Menn voru allir tilbúnir að berjast fyrir liðið og öllum smáatriðum eins og að gefa góða sendingu var fagnað. Svona viljum við spila og það var almenn gleði.“ Gunnlaugur er sáttur við það starf sem hefur verið unnið í vetur og bendir á að engin uppgjafatónn sé í mönnum þrátt fyrir marga ósigra. „Þetta er búið að vera skemmtilegur vetur,” segir Gunnlaugur og bætir við: Það vantar bara þessa sigra. Gleðin og baráttan eins og hefur sést í leikjum í vetur sýnir að við gefumst aldrei upp og mér fannst leikurinn í kvöld undirstrika það.“Jóhann: Grófum óþarflega djúpa gröf Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, virtist meðvitaður um að sigurinn í kvöld var langt frá því að vera sannfærandi en gat jafnframt gengið sáttur frá verkefni dagsins í ljósi þess að tvö kærkomin stig voru kominn í hús. „Ég er eitt, tvö og þrjú ánægður með þessi tvö stig í kvöld en við vorum ekki nógu beittir. Hólmarar eru með flott lið sem var með allt í botni í 40 mínútur. Ég þóttist vera búinn að undirbúa mína menn vel fyrir það en það var ekki þannig. Við byrjuðum illa,“ sagði Jóhann Þór hugsi eftir leikinn. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka og sækja sigur í kvöld en fannst margt hefði betur mátt fara betur. „Menn voru á hælunum og mjúkir á báðum endum en sérstaklega sóknarlega. Við hefðum getað gert betur á öllum vígstöðum,“ sagði Jóhann Þór.
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira