Skýrsla Kidda Gun: Smurð vél + Ghettó Hooligans = Banvænn samruni Kristinn Geir Friðriksson skrifar 24. febrúar 2017 11:15 Vísir/Ernir Ég átti erfitt að ímynda mér að ÍR næði að brúa það 16 stiga bil sem var á milli þess og Þórs frá Akureyri fyrir leik liðanna í gærkveldi í Hertz-hellinum í Breiðholtinu. Ég talaði um nauman möguleika á því ef gestirnir mættu hrikalega illa fyrirkallaðir og myndu leggjast niður á einhverjum tímapunkti og brotna. Það fór hinsvegar svo að ÍR-ingar mættu svona líka hressir til leiks og með frábæran stuðningi Ghetto Hooligans náðu þeir að gjörsamlega yfirspila grunlausa Þórsara, sem einfaldlega mættu vart til leiks. Lokatölurnar voru 100-78 og því ljóst að ÍR mun eiga innbyrgisviðureign liðanna og það gæti einmitt verið rándýrt þegar uppi er staðið.Átta mínútna jafnræði Það tók heimamenn ekki nema um átta mínútur til þess að sölsa undir sig völdin á vellinum; með áköfum varnarleik og glimrandi flæði í sóknarleiknum (voru með 11 stoðsendingar í fyrsta hluta!) náði liðið að leggja grunninn að sigrinum. Þórsarar voru vissulega inní leiknum þegar honum lauk en náðu hvorki að hrófla við spilamennsku ÍR með sínum varnarleik né finna eitthvað sóknarflæði sem gerði ÍR erfitt fyrir að verjast. Fyrri hálfleikurinn var einstefna (43-33 í hálfleik) og flestum ljóst sem á horfðu að ÍR ætlaði sér ekki aðeins að sigra leikinn, heldur ætlaðu þeir sér að sigra leikinn með meira en sextán stigum. Í upphafi seinni hálfleiks reyndu Þórsarar að bíta frá sér en uppskáru aðeins reiði ÍR-inga, sem refsuðu gestunum enn meira og betur en í þeim fyrri. Varnarleikur ÍR þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum því sóknaróreiða gestanna var í hæstu hæðum á meðan sókn heimamanna var frábær. Quincy Cole og Matthías Sigurðarson (þeir gerðu 24 stig í hlutanum) gerðu svo algjörlega útum leikinn í hlutanum með góðri aðstoð Hákons Hjálmarsson og Danero Thomas. Eftir þrjá hluta var munurinn orðinn 22 stig og ekkert útlit fyrir að Þórsarar gætu snúið við blaðinu. Markmið gestanna varð því kannski ekki að vinna leikinn eins mikið og þeir vildu tapa með undir sextán stigum – slík var staðan á liði Þórs þegar hér var komið við sögu, í stöðunni 75-53 þegar lokahlutinn hófst.Vísir/ErnirBaráttan um innbyrgisviðureignina Fjórði hluti varð því aðeins baráttan um þessi sextán stig. En þessi barátta var Þórsurum algjörlega ofviða því leikur liðsins réði ekkert við blússandi sóknarleik heimamenna. Síðasti hluti fór 25-25 og þó þetta hafi verið besti hluti gestanna þá var það frekar fyrir gjafmildi og góðmennsku ÍR-inga heldur en vegna góðrar spilamennsku Þórs. ÍR-ingar fengu einfaldlega að gera það sem þeir vildu í hlutanum og þessi tíðræddi sextán stiga munur var því aldrei í hættu, enda áttu gestirnir einfaldlega ekki skilið að ná honum.Þór aldrei nálægt því að líkjast liði Það sem kemur mér mest á óvart í þessum leik er afgerandi andleysi gestanna; þeir vissu vel í hvaða leik þeir voru komnir. Þeir vissu að ÍR myndi mæta af miklu offorsi, með ákefð og baráttu á broddinum. Þetta vissu allir sem fylgjast með körfubolta! Þeir ætluðu greinilega að tækla leikinn með skynsemi og yfirvegun en gleymdu því að til þess að slík virki verður liðsheildin að spila saman í sókn og spila fantavörn! Þeir voru jú stóískir en skynseminni var klárlega ekki fyrir að fara og ekki örlaði á neinni liðsheild, hvorki í vörn né sókn! Það sást aldrei til neins hjá liðinu sem hægt var að merkja sem einhverskonar liðsheild, aldrei í öllum leiknum!Matthías Orri Sigurðarson.Vísir/ErnirSmurð vél + Ghettó Hooligans = Banvænn samruni! ÍR átti einn sinn besta leik í vetur; tölfræði liðsins var mögnuð og stemningin í stúkunni rafmögnuð! Liðið spilaði sem heild og fremstir í sóknarflokki voru Matthías Orri Sigurðarson og Quincy Hankins-Cole. Liðsvörnin lagði grunninn með góðum leik í fyrri hálfleik; vörnin slaknaði eitthvað í þeim seinni en það kom ekki að sök því sóknarþunginn jókst einfaldlega við hverja þær áhlaupstilraunir sem Þórsarar reyndu. Cole og Matthías fóru á kostum í seinni hálfleik og skoruðu saman 38 stig! Það má hinsvegar ekki gleyma því að þetta sóknaroffors sem liðið lagði á mótherjann kom til vegna frábærrar varnar, þar sem allir leikmenn komu að. Hákon Örn Hjálmarsson átti frábæra innkomu eftir að Daði Berg Grétarsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir nokkrar mínútur með þrjár villur. Allir lögðu sitt á vogarskálar varnarlega og nokkrir, eins og Hákon, gerðu einnig mjög vel í sókninni líka. Þetta var sannkallaður liðssigur og alveg klárt í mínum huga að þetta lið getur gert mikinn usla í síðustu umferðum. Höfum fætur jarðtengda Eftir að hafa sagt þetta vil ég hinsvegar einnig minna lesendur á að ÍR hefur oft verið með gott lið en ekki fengið nægilega mikið úr því sökum alvarlegs óstöðugleika. Þetta á klárlega við um liðið í vetur einnig þar sem það hefur alls ekki náð að sýna þann stöðugleika sem þarf til þess að ná langt í úrslitakeppni. Spurning er því núna, hvað ætlar liðið að gera og hvað þarf það til þess að gera það?Er ÍR ferðbúið? Liðið hefur bolmagn til stórra hluta í úrslitakeppni; mannskapurinn virðist í góðu líkamlegu ástandi; þjálfarinn nær til leikmanna; liðið inniheldur nokkra af betri leikmönnum deildarinnar og síðasta en ekki síst, liðið er með stórhættulega stuðningsmannasveit í Ghettó Hooligans á heimavelli sínum. Það eina sem ég sé mögulega skemma fyrir er andlegi þáttur liðsins; er liðsheildin nægilega samstillt til að finna sjálfstraustið, trúna og viljann sem þarf til að komast í úrslitakeppni, og ekki bara það, heldur að gera usla þar inni? Þessum spurningum verður svarað á næstu vikum og í mínum huga er sérlega áhugavert að fylgjast með svörum leikmanna og þjálfara liðsins. í mínum huga er allt til staðar fyrir jákvæða svörun en hafandi fylgst með þessari íþrótt síðan 1982 hef ég vitneskju um ÍR-liðið sem gerir það að verkum að ég get ekki sannfærst í blindni líkt og heitkristinn maður. Ég þarf að bíða og sjá...Tryggvi Snær Hlinason.Vísir/ErnirLeiðarlok á Akureyri? Eftir að hafa unnið stórsigur á KR hefur Þórsliðið tapað síðustu tveimur illa. Stöðugleikinn er alls ekki til staðar og í gær hittu Akureyringar fyrir ofjarla sína. Þá meina ég þetta bókstaflega því ég sé ekki annað en að mannskapur ÍR sé töluvert sterkari. Blóðtakan sem var í Danero Thomas hefur klárlega áhrif á liðið og ÍR nýtur akkúrat góðs af því þessa dagana. Andleysið var afgerandi hjá Þór í gær en það sem kom meira á óvart kannski var getuleysi liðsins að finna eitthvað jafnvægi; sóknarflæðið var ekkert og leikmenn algjörlega vanstilltir varnarlega. Enginn gat stoppað uppí götin og liðið því alveg ráðalaust lengst af leik. Það sem gæti bjargað liðinu í baráttu sinni um úrslitakeppnissæti er mögulega sú staðreynd að liðið á tvö heimaleik eftir, og Snæfell annað þeirra. Bitleysið í sóknarleik liðsins var annar þáttur sem ég átti erfitt með að horfa uppá; þarna var lið með Tryggva Snæ Hlynason inná en notaði hann næstum ekkert! Það var ein sókn í öllum leiknum sem leit skynsamlega út; Tryggvi fékk boltann inní teig, ÍR-leikmaður féll af sínum manni á hann og Tryggvi gaf boltann út og liðið fékk opið skot. Svona sást aðeins einu sinni í leiknum og „nota bene“ Tryggvi var annar besti leikmaður liðsins í gær, með 15 stig og frábæra nýtingu! Darrel Lewis var hinn en hann þurfti að gera of mikið uppá eigin spýtur til þess að það hjálpaði liðinu að einhverju ráði. George Beamon var skelfilegur í hlutverki erlends leikmanns og ljóst að hann þarf að vera mun meira afgerandi ef liðið á að komast uppúr þessum skurði. Öll nótt er vissulega ekki úti enn en það lítur aldrei vel út fyrir lið þegar það stendur svaralaust þegar mótbyrinn er sem mestur. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Ég átti erfitt að ímynda mér að ÍR næði að brúa það 16 stiga bil sem var á milli þess og Þórs frá Akureyri fyrir leik liðanna í gærkveldi í Hertz-hellinum í Breiðholtinu. Ég talaði um nauman möguleika á því ef gestirnir mættu hrikalega illa fyrirkallaðir og myndu leggjast niður á einhverjum tímapunkti og brotna. Það fór hinsvegar svo að ÍR-ingar mættu svona líka hressir til leiks og með frábæran stuðningi Ghetto Hooligans náðu þeir að gjörsamlega yfirspila grunlausa Þórsara, sem einfaldlega mættu vart til leiks. Lokatölurnar voru 100-78 og því ljóst að ÍR mun eiga innbyrgisviðureign liðanna og það gæti einmitt verið rándýrt þegar uppi er staðið.Átta mínútna jafnræði Það tók heimamenn ekki nema um átta mínútur til þess að sölsa undir sig völdin á vellinum; með áköfum varnarleik og glimrandi flæði í sóknarleiknum (voru með 11 stoðsendingar í fyrsta hluta!) náði liðið að leggja grunninn að sigrinum. Þórsarar voru vissulega inní leiknum þegar honum lauk en náðu hvorki að hrófla við spilamennsku ÍR með sínum varnarleik né finna eitthvað sóknarflæði sem gerði ÍR erfitt fyrir að verjast. Fyrri hálfleikurinn var einstefna (43-33 í hálfleik) og flestum ljóst sem á horfðu að ÍR ætlaði sér ekki aðeins að sigra leikinn, heldur ætlaðu þeir sér að sigra leikinn með meira en sextán stigum. Í upphafi seinni hálfleiks reyndu Þórsarar að bíta frá sér en uppskáru aðeins reiði ÍR-inga, sem refsuðu gestunum enn meira og betur en í þeim fyrri. Varnarleikur ÍR þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum því sóknaróreiða gestanna var í hæstu hæðum á meðan sókn heimamanna var frábær. Quincy Cole og Matthías Sigurðarson (þeir gerðu 24 stig í hlutanum) gerðu svo algjörlega útum leikinn í hlutanum með góðri aðstoð Hákons Hjálmarsson og Danero Thomas. Eftir þrjá hluta var munurinn orðinn 22 stig og ekkert útlit fyrir að Þórsarar gætu snúið við blaðinu. Markmið gestanna varð því kannski ekki að vinna leikinn eins mikið og þeir vildu tapa með undir sextán stigum – slík var staðan á liði Þórs þegar hér var komið við sögu, í stöðunni 75-53 þegar lokahlutinn hófst.Vísir/ErnirBaráttan um innbyrgisviðureignina Fjórði hluti varð því aðeins baráttan um þessi sextán stig. En þessi barátta var Þórsurum algjörlega ofviða því leikur liðsins réði ekkert við blússandi sóknarleik heimamenna. Síðasti hluti fór 25-25 og þó þetta hafi verið besti hluti gestanna þá var það frekar fyrir gjafmildi og góðmennsku ÍR-inga heldur en vegna góðrar spilamennsku Þórs. ÍR-ingar fengu einfaldlega að gera það sem þeir vildu í hlutanum og þessi tíðræddi sextán stiga munur var því aldrei í hættu, enda áttu gestirnir einfaldlega ekki skilið að ná honum.Þór aldrei nálægt því að líkjast liði Það sem kemur mér mest á óvart í þessum leik er afgerandi andleysi gestanna; þeir vissu vel í hvaða leik þeir voru komnir. Þeir vissu að ÍR myndi mæta af miklu offorsi, með ákefð og baráttu á broddinum. Þetta vissu allir sem fylgjast með körfubolta! Þeir ætluðu greinilega að tækla leikinn með skynsemi og yfirvegun en gleymdu því að til þess að slík virki verður liðsheildin að spila saman í sókn og spila fantavörn! Þeir voru jú stóískir en skynseminni var klárlega ekki fyrir að fara og ekki örlaði á neinni liðsheild, hvorki í vörn né sókn! Það sást aldrei til neins hjá liðinu sem hægt var að merkja sem einhverskonar liðsheild, aldrei í öllum leiknum!Matthías Orri Sigurðarson.Vísir/ErnirSmurð vél + Ghettó Hooligans = Banvænn samruni! ÍR átti einn sinn besta leik í vetur; tölfræði liðsins var mögnuð og stemningin í stúkunni rafmögnuð! Liðið spilaði sem heild og fremstir í sóknarflokki voru Matthías Orri Sigurðarson og Quincy Hankins-Cole. Liðsvörnin lagði grunninn með góðum leik í fyrri hálfleik; vörnin slaknaði eitthvað í þeim seinni en það kom ekki að sök því sóknarþunginn jókst einfaldlega við hverja þær áhlaupstilraunir sem Þórsarar reyndu. Cole og Matthías fóru á kostum í seinni hálfleik og skoruðu saman 38 stig! Það má hinsvegar ekki gleyma því að þetta sóknaroffors sem liðið lagði á mótherjann kom til vegna frábærrar varnar, þar sem allir leikmenn komu að. Hákon Örn Hjálmarsson átti frábæra innkomu eftir að Daði Berg Grétarsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir nokkrar mínútur með þrjár villur. Allir lögðu sitt á vogarskálar varnarlega og nokkrir, eins og Hákon, gerðu einnig mjög vel í sókninni líka. Þetta var sannkallaður liðssigur og alveg klárt í mínum huga að þetta lið getur gert mikinn usla í síðustu umferðum. Höfum fætur jarðtengda Eftir að hafa sagt þetta vil ég hinsvegar einnig minna lesendur á að ÍR hefur oft verið með gott lið en ekki fengið nægilega mikið úr því sökum alvarlegs óstöðugleika. Þetta á klárlega við um liðið í vetur einnig þar sem það hefur alls ekki náð að sýna þann stöðugleika sem þarf til þess að ná langt í úrslitakeppni. Spurning er því núna, hvað ætlar liðið að gera og hvað þarf það til þess að gera það?Er ÍR ferðbúið? Liðið hefur bolmagn til stórra hluta í úrslitakeppni; mannskapurinn virðist í góðu líkamlegu ástandi; þjálfarinn nær til leikmanna; liðið inniheldur nokkra af betri leikmönnum deildarinnar og síðasta en ekki síst, liðið er með stórhættulega stuðningsmannasveit í Ghettó Hooligans á heimavelli sínum. Það eina sem ég sé mögulega skemma fyrir er andlegi þáttur liðsins; er liðsheildin nægilega samstillt til að finna sjálfstraustið, trúna og viljann sem þarf til að komast í úrslitakeppni, og ekki bara það, heldur að gera usla þar inni? Þessum spurningum verður svarað á næstu vikum og í mínum huga er sérlega áhugavert að fylgjast með svörum leikmanna og þjálfara liðsins. í mínum huga er allt til staðar fyrir jákvæða svörun en hafandi fylgst með þessari íþrótt síðan 1982 hef ég vitneskju um ÍR-liðið sem gerir það að verkum að ég get ekki sannfærst í blindni líkt og heitkristinn maður. Ég þarf að bíða og sjá...Tryggvi Snær Hlinason.Vísir/ErnirLeiðarlok á Akureyri? Eftir að hafa unnið stórsigur á KR hefur Þórsliðið tapað síðustu tveimur illa. Stöðugleikinn er alls ekki til staðar og í gær hittu Akureyringar fyrir ofjarla sína. Þá meina ég þetta bókstaflega því ég sé ekki annað en að mannskapur ÍR sé töluvert sterkari. Blóðtakan sem var í Danero Thomas hefur klárlega áhrif á liðið og ÍR nýtur akkúrat góðs af því þessa dagana. Andleysið var afgerandi hjá Þór í gær en það sem kom meira á óvart kannski var getuleysi liðsins að finna eitthvað jafnvægi; sóknarflæðið var ekkert og leikmenn algjörlega vanstilltir varnarlega. Enginn gat stoppað uppí götin og liðið því alveg ráðalaust lengst af leik. Það sem gæti bjargað liðinu í baráttu sinni um úrslitakeppnissæti er mögulega sú staðreynd að liðið á tvö heimaleik eftir, og Snæfell annað þeirra. Bitleysið í sóknarleik liðsins var annar þáttur sem ég átti erfitt með að horfa uppá; þarna var lið með Tryggva Snæ Hlynason inná en notaði hann næstum ekkert! Það var ein sókn í öllum leiknum sem leit skynsamlega út; Tryggvi fékk boltann inní teig, ÍR-leikmaður féll af sínum manni á hann og Tryggvi gaf boltann út og liðið fékk opið skot. Svona sást aðeins einu sinni í leiknum og „nota bene“ Tryggvi var annar besti leikmaður liðsins í gær, með 15 stig og frábæra nýtingu! Darrel Lewis var hinn en hann þurfti að gera of mikið uppá eigin spýtur til þess að það hjálpaði liðinu að einhverju ráði. George Beamon var skelfilegur í hlutverki erlends leikmanns og ljóst að hann þarf að vera mun meira afgerandi ef liðið á að komast uppúr þessum skurði. Öll nótt er vissulega ekki úti enn en það lítur aldrei vel út fyrir lið þegar það stendur svaralaust þegar mótbyrinn er sem mestur.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira