Yfirburðarsigur hjá Bergi Telma Tómasson skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Afreksknapinn Bergur Jónsson sigraði með yfirburðum mjög spennandi keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Bergur og hin magnaða hryssa hans, Katla frá Ketilsstöðum, voru tíunda parið í braut, áttu frábæra sýningu í forkeppninni og var þá þegar ljóst að erfitt yrði að skáka þeim. Það kom enda í ljós, enginn komst með tærnar þar sem Bergur og Katla höfðu hælana, þau bættu um betur í úrslitum og fóru út með himinháa einkunn 8,63. „Tilfinningin er góð,“ sagði Bergur þegar hann hafði tryggt sér gullið. Gæðingafimi er spuni, frekar ný keppnisgrein í hestaíþróttum sem nýtur vaxandi vinsælda bæði hér heima og erlendis. Þetta er krefjandi keppnisgrein sem reynir á mikla nákvæmni í reiðmennsku en jafnframt fimi, getu, snerpu, ganghæfileika og kraft í hestinum. Gefnar eru einkunnir fyrir gangtegundir og flæði annars vegar og æfingar og fjölhæfni hins vegar, en árangur í gæðingafimi ræðst ekki síst af útfærslu og frumkvæði knapans. Bergur er efstur og jafn að stigum Elinu Holst í einstaklingskeppninni, en bæði eru með 22 stig eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar í mótaröðinni. Meðfylgjandi er myndband af Bergi Jónssyni og Kötlu frá Ketilsstöðum í A-úrslitum, en sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Viðtöl við efstu tvö sætin á mótinu mun birtast á Vísi síðar í dag. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi 2017 í MD Cintamani í hestaíþróttum: 1. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 8.63 2. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 7.84 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.74 4. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7.71 5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7.61 Hestar Tengdar fréttir Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00 Elin hafði sætaskipti Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. 24. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Afreksknapinn Bergur Jónsson sigraði með yfirburðum mjög spennandi keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Bergur og hin magnaða hryssa hans, Katla frá Ketilsstöðum, voru tíunda parið í braut, áttu frábæra sýningu í forkeppninni og var þá þegar ljóst að erfitt yrði að skáka þeim. Það kom enda í ljós, enginn komst með tærnar þar sem Bergur og Katla höfðu hælana, þau bættu um betur í úrslitum og fóru út með himinháa einkunn 8,63. „Tilfinningin er góð,“ sagði Bergur þegar hann hafði tryggt sér gullið. Gæðingafimi er spuni, frekar ný keppnisgrein í hestaíþróttum sem nýtur vaxandi vinsælda bæði hér heima og erlendis. Þetta er krefjandi keppnisgrein sem reynir á mikla nákvæmni í reiðmennsku en jafnframt fimi, getu, snerpu, ganghæfileika og kraft í hestinum. Gefnar eru einkunnir fyrir gangtegundir og flæði annars vegar og æfingar og fjölhæfni hins vegar, en árangur í gæðingafimi ræðst ekki síst af útfærslu og frumkvæði knapans. Bergur er efstur og jafn að stigum Elinu Holst í einstaklingskeppninni, en bæði eru með 22 stig eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar í mótaröðinni. Meðfylgjandi er myndband af Bergi Jónssyni og Kötlu frá Ketilsstöðum í A-úrslitum, en sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Viðtöl við efstu tvö sætin á mótinu mun birtast á Vísi síðar í dag. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi 2017 í MD Cintamani í hestaíþróttum: 1. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 8.63 2. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 7.84 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.74 4. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7.71 5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7.61
Hestar Tengdar fréttir Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00 Elin hafði sætaskipti Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. 24. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00
Elin hafði sætaskipti Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. 24. febrúar 2017 18:00