Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Fram 19-18 | Stjarnan bikarmeistari annað árið í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöllinni skrifar 25. febrúar 2017 16:00 Gleðin skein úr augum Garðbæinga er bikarinn fór á loft. Vísir/Andri Marino Stjarnan tryggði sér sigurinn í Coca-Cola bikarkeppni kvenna í handbolta annað árið í röð með 19-18 sigri á Fram í Laugardalshöllinni í dag.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Stjarnan byrjaði leikinn með miklum látum. Liðið lék frábæra vörn og Hafdís Renötudóttir var í miklum ham fyrir aftan vörnina. Eftir rúmlega tíu mínútna leik var Stjarnan því kominn með sjö marka forystu, 9-2, en liðið skoraði fimm þessara marka úr hraðaupphlaupum. Fram náði í kjölfarið að stoppa á hraðaupphlaup Stjörnunnar og hóf að vinna sig hægt en örugglega inn í leikinn þó Stjarnan næði átta marka forystu þegar rúmlega 12 mínútur voru til hálfleiks 11-3. Fram skoraði þá fimm mörk í röð. Liðið fann sig í vörninni eftir slaka byrjun og Guðrún Ósk Maríasdóttir hrökk í gang í markinu. Stjarnan var fjórum mörkum yfir í hálfleik 13-9 og skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks. Fram hóf þó fljótt aftur að saxa á forskot Stjörnunnar. Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skora allan seinni hálfleikinn og Fram jafnaði metin í fyrsta sinn frá því flautað var til leiks þegar tíu mínútur voru eftir. Fram komst aldrei yfir og Helena Örvarsdóttir tryggði Stjörnunni sigurinn með góðu marki þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Lykillinn að sigri Stjörnunnar var frábær byrjun liðsins, magnaðar varnarleikur nánast allan leikinn og Hafdís Renötudóttir í markinu sem reyndist fyrrum félögum sínum í Fram erfiður ljár í þúfu. Fyrir utan byrjun leiksins var vörn Fram ekki síður góð í leiknum og Guðrún Ósk Maríasdóttir öflug í markinu. Leiksins verður ekki minnst fyrir fallegan sóknarleik en góður varnarleikur og mikil spenna bætti það upp. Stjarnan er bikarmeistari annað árið í röð eins og áður segir en hefur nú alls unnið bikarinn átta sinnum í kvennaflokki. Aðeins Fram með fjórtán bikartitla hefur unnið fleiri.Halldór Harri hefur tvisvar sinnum gert Stjörnuna að bikarmeisturum.vísir/andri marinóHalldór Harri: Vissum að við værum ekkert að fara að slátra þessu „Við vorum virkilega góðar í byrjun leiks og vörnin var frábær fyrsta korterið,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í dag. „Svo kom smá hik í sóknarleikinn hjá okkur og þær komu inn í þetta en við vissum að værum ekkert að fara að slátra þessu eins og þetta var fyrstu 10 mínúturnar. „Þetta er tvö jöfn lið og sóknarleikurinn var ekki í aðalhlutverki hjá liðunum. Þetta var varnarsigur þannig séð.“ Stjarnan skoraði fimm mörk úr hraðaupphlaupum á fyrstu 11 mínútum leiksins en ekkert á síðustu 49 mínútunum. „Fram kemur með ágætis kafla og við fáum ekki þessi einföldu mörk eins og við fáum í byrjun. Svo kemur smá hik á okkur og við þorum ekki. Hvert og eitt mark verður svo mikilvægt að við þorum ekki að taka á skarið. Ég sá það svolítið í seinni hálfleik. „Við skoruðum mikilvæg mörk á réttum augnablikum,“ sagði Harri en Stjarnan vann titilinn einnig fyrir ári síðan. Það sagði Harri hafa hjálpað liðinu í lokin. „Alveg klárlega. Það hjálpar líka að við erum með sterka karaktera í liðinu þó það sé líka hjá Fram. Það eru stelpur sem hafa gengið oft í gegnum þetta áður í liðinu og það skiptir máli,“ sagði Harri að lokum.Helena skoraði tvö síðustu mörk Stjörnunnar í leiknum.vísir/andri marinóHelena: Þekkir tilfinninguna að spila stóra leiki Helena Rut Örvarsdóttir tryggði Stjörnunni sigurinn með síðasta marki leiksins þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hún hugsaði þá ekkert út í það að þetta gæti verið sigurmarkið. „Nei, alls ekki. Ég hugsaði bara um að bruna í vörnina. Það var nóg eftir,“ sagði Helena. „Svo kom næsta sókn og þá hefði boltinn mátt fara inn þegar hann fór í stöngina. Ég hefði viljað klára það. Það var gott færi og ég var óheppin að skjóta í stöngina.“ Stjarnan byrjaði leikinn frábærlega og virtist ætla að valta yfir Fram í leiknum. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum. Við unnum hvern einasta bolta. Við keyrðum mjög vel í byrjun og það gekk vel að skora þá en ekki eins vel í seinni hálfleik. „Við unnum og það er það sem skiptir máli,“ sagði Helena sem varð einnig bikarmeistari með Stjörnunni fyrir ári síðan. „Ég hef spilað marga svona leiki núna þar sem allt er undir. Bæði í úrslitakeppninni og bikarúrslitum í fyrra. Maður getur ekki sagt að maður sé vanur en maður þekkir tilfinninguna og kann að stjórna henni betur.“Rakel Dögg átti góðan leik í vörn og sókn.vísir/andri marinóRakel: Vissi strax að við myndum klára þetta „Við mætum ótrúlega klárar til leiks og tilbúnar að berjast. Ég vissi strax að myndum klára þetta þó við vissum að þær myndu saxa á,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Við héldum haus, héldum áfram og kláruðum þetta mjög vel.“ Stjarnan byrjaði leikinn mjög vel, keyrði hraðaupphlaup og skoraði úr fimm slíkum á rúmlega 10 mínútum í upphafi leiks en fleiri voru þau ekki í öllum leiknum. „Við hættum að keyra á þær. Við hefðum átt að halda því áfram. Við vildum hafa þetta öruggt og þetta er týpískt sem gerist þegar maður er kominn með forskot. „Við vorum skynsamar og agaðar allar 60 mínúturnar,“ sagði Rakel. Stjarnan skoraði aðeins 8 mörk síðustu 42 mínútur leiksins en varnarleikur liðsins var góður allan leikinn. „Varnarleikurinn var rosalega góður svo ekki sé minnst á Hafdísi (Renötudóttur) fyrir aftan. Hún var að spila gegn sínum gömlu félögum í svona stórum leik. Þetta er ung og flott stelpa sem kemur og á völlinn í dag.“ Rakel varð bikarmeistari með Stjörnunni einnig fyrir ári síðan og segir vonlaust að bera þetta saman. „Hver einasti bikar er einstakur. Þetta er alltaf svo geggjuð tilfinning og maður fær alltaf þessa gæsahúð í byrjun þegar þjóðsöngurinn er spilaður og leikurinn er flautaður á. Svo þegar bikarinn er kominn. Þetta er geggjuð tilfinning,“ sagði Rakel.Sólveig Lára skoraði fjögur mörk.vísir/andri marinóSólveig: Hver titill er einstakur „Við byrjuðum leikinn með stórkostlega vörn og Hafdísi (Renötudóttur) frábæra fyrir aftan okkur. Ég hugsaði eftir 8 mínútur, getur þetta ekki bara farið að vera búið,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested um frábæra byrjun Stjörnunnar í leiknum. „Svo ná þær eðilega að finna einhverjar lausnir og setja nokkur á okkur. Þær keyra á okkur í seinni hálfleik og við eigum í erfiðleikum með að skora. „Sem vetur betur fer er leikurinn bara 60 mínútur og þetta kláraðist. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman. „Við vildum fara upp á þennan pall aftur. Hungrið var til staðar og sem betur fer náum við að klára þetta,“ sagði Sólveig sem segir enga leið að bara titilinn í ár saman við þann í fyrra. „Hver helgi, hver titill er einstakur og þessi er sá skemmtilegasti í núinu.“Steinunn komin fremst í hraðaupphlaup.vísir/andri marinóSteinunn: Þetta var stöngin inn, stöngin út „Við lendum átta mörkum undir í fyrri hálfleik en það er þvílíkur karakter í þessu liði. Við náum að vinna þetta upp og jafna tvisvar í seinni hálfleik,“ sagði Steinunn Björnsdóttir fyrirliði Fram eftir tapaði í dag. „Það er ógeðslega svekkjandi að klára þetta. Þetta var stöngin inn, stöngin út í lokin. Við spiluðum frábæra vörn í seinni hálfleik og markvarslan var frábær. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar og hvað við getum,“ sagði Steinunn. Fram heldur Stjörnunni í átta mörkum síðustu 42 mínútur leiksins sem ætti að duga liðinu til sigurs í eðlilegum leik. „Auðvitað ætti það að duga til sigurs en þetta er bikarúrslitaleikur. Hafdís (Renötudóttir) var frábær í markinu og við gerðum okkur þetta frekar erfitt fyrir sjálfar.“ Steinunn sagði hugarfarið eða undirbúninginn ekki hafa valdið því að liðið byrjaði eins illa í leiknum og raun bar vitni. „Einhvern vegin vorum við ekki klárar. Við gerðum ekki okkar og þær skora allt of auðveld mörk. Við fundum okkur ekki og það small allt hjá þeim. Svo komum við sterkar til baka og náum að jafna. Svona er þetta bara,“ sagði Steinunn.vísir/andri marinó Olís-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Stjarnan tryggði sér sigurinn í Coca-Cola bikarkeppni kvenna í handbolta annað árið í röð með 19-18 sigri á Fram í Laugardalshöllinni í dag.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Stjarnan byrjaði leikinn með miklum látum. Liðið lék frábæra vörn og Hafdís Renötudóttir var í miklum ham fyrir aftan vörnina. Eftir rúmlega tíu mínútna leik var Stjarnan því kominn með sjö marka forystu, 9-2, en liðið skoraði fimm þessara marka úr hraðaupphlaupum. Fram náði í kjölfarið að stoppa á hraðaupphlaup Stjörnunnar og hóf að vinna sig hægt en örugglega inn í leikinn þó Stjarnan næði átta marka forystu þegar rúmlega 12 mínútur voru til hálfleiks 11-3. Fram skoraði þá fimm mörk í röð. Liðið fann sig í vörninni eftir slaka byrjun og Guðrún Ósk Maríasdóttir hrökk í gang í markinu. Stjarnan var fjórum mörkum yfir í hálfleik 13-9 og skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks. Fram hóf þó fljótt aftur að saxa á forskot Stjörnunnar. Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skora allan seinni hálfleikinn og Fram jafnaði metin í fyrsta sinn frá því flautað var til leiks þegar tíu mínútur voru eftir. Fram komst aldrei yfir og Helena Örvarsdóttir tryggði Stjörnunni sigurinn með góðu marki þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Lykillinn að sigri Stjörnunnar var frábær byrjun liðsins, magnaðar varnarleikur nánast allan leikinn og Hafdís Renötudóttir í markinu sem reyndist fyrrum félögum sínum í Fram erfiður ljár í þúfu. Fyrir utan byrjun leiksins var vörn Fram ekki síður góð í leiknum og Guðrún Ósk Maríasdóttir öflug í markinu. Leiksins verður ekki minnst fyrir fallegan sóknarleik en góður varnarleikur og mikil spenna bætti það upp. Stjarnan er bikarmeistari annað árið í röð eins og áður segir en hefur nú alls unnið bikarinn átta sinnum í kvennaflokki. Aðeins Fram með fjórtán bikartitla hefur unnið fleiri.Halldór Harri hefur tvisvar sinnum gert Stjörnuna að bikarmeisturum.vísir/andri marinóHalldór Harri: Vissum að við værum ekkert að fara að slátra þessu „Við vorum virkilega góðar í byrjun leiks og vörnin var frábær fyrsta korterið,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í dag. „Svo kom smá hik í sóknarleikinn hjá okkur og þær komu inn í þetta en við vissum að værum ekkert að fara að slátra þessu eins og þetta var fyrstu 10 mínúturnar. „Þetta er tvö jöfn lið og sóknarleikurinn var ekki í aðalhlutverki hjá liðunum. Þetta var varnarsigur þannig séð.“ Stjarnan skoraði fimm mörk úr hraðaupphlaupum á fyrstu 11 mínútum leiksins en ekkert á síðustu 49 mínútunum. „Fram kemur með ágætis kafla og við fáum ekki þessi einföldu mörk eins og við fáum í byrjun. Svo kemur smá hik á okkur og við þorum ekki. Hvert og eitt mark verður svo mikilvægt að við þorum ekki að taka á skarið. Ég sá það svolítið í seinni hálfleik. „Við skoruðum mikilvæg mörk á réttum augnablikum,“ sagði Harri en Stjarnan vann titilinn einnig fyrir ári síðan. Það sagði Harri hafa hjálpað liðinu í lokin. „Alveg klárlega. Það hjálpar líka að við erum með sterka karaktera í liðinu þó það sé líka hjá Fram. Það eru stelpur sem hafa gengið oft í gegnum þetta áður í liðinu og það skiptir máli,“ sagði Harri að lokum.Helena skoraði tvö síðustu mörk Stjörnunnar í leiknum.vísir/andri marinóHelena: Þekkir tilfinninguna að spila stóra leiki Helena Rut Örvarsdóttir tryggði Stjörnunni sigurinn með síðasta marki leiksins þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hún hugsaði þá ekkert út í það að þetta gæti verið sigurmarkið. „Nei, alls ekki. Ég hugsaði bara um að bruna í vörnina. Það var nóg eftir,“ sagði Helena. „Svo kom næsta sókn og þá hefði boltinn mátt fara inn þegar hann fór í stöngina. Ég hefði viljað klára það. Það var gott færi og ég var óheppin að skjóta í stöngina.“ Stjarnan byrjaði leikinn frábærlega og virtist ætla að valta yfir Fram í leiknum. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum. Við unnum hvern einasta bolta. Við keyrðum mjög vel í byrjun og það gekk vel að skora þá en ekki eins vel í seinni hálfleik. „Við unnum og það er það sem skiptir máli,“ sagði Helena sem varð einnig bikarmeistari með Stjörnunni fyrir ári síðan. „Ég hef spilað marga svona leiki núna þar sem allt er undir. Bæði í úrslitakeppninni og bikarúrslitum í fyrra. Maður getur ekki sagt að maður sé vanur en maður þekkir tilfinninguna og kann að stjórna henni betur.“Rakel Dögg átti góðan leik í vörn og sókn.vísir/andri marinóRakel: Vissi strax að við myndum klára þetta „Við mætum ótrúlega klárar til leiks og tilbúnar að berjast. Ég vissi strax að myndum klára þetta þó við vissum að þær myndu saxa á,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Við héldum haus, héldum áfram og kláruðum þetta mjög vel.“ Stjarnan byrjaði leikinn mjög vel, keyrði hraðaupphlaup og skoraði úr fimm slíkum á rúmlega 10 mínútum í upphafi leiks en fleiri voru þau ekki í öllum leiknum. „Við hættum að keyra á þær. Við hefðum átt að halda því áfram. Við vildum hafa þetta öruggt og þetta er týpískt sem gerist þegar maður er kominn með forskot. „Við vorum skynsamar og agaðar allar 60 mínúturnar,“ sagði Rakel. Stjarnan skoraði aðeins 8 mörk síðustu 42 mínútur leiksins en varnarleikur liðsins var góður allan leikinn. „Varnarleikurinn var rosalega góður svo ekki sé minnst á Hafdísi (Renötudóttur) fyrir aftan. Hún var að spila gegn sínum gömlu félögum í svona stórum leik. Þetta er ung og flott stelpa sem kemur og á völlinn í dag.“ Rakel varð bikarmeistari með Stjörnunni einnig fyrir ári síðan og segir vonlaust að bera þetta saman. „Hver einasti bikar er einstakur. Þetta er alltaf svo geggjuð tilfinning og maður fær alltaf þessa gæsahúð í byrjun þegar þjóðsöngurinn er spilaður og leikurinn er flautaður á. Svo þegar bikarinn er kominn. Þetta er geggjuð tilfinning,“ sagði Rakel.Sólveig Lára skoraði fjögur mörk.vísir/andri marinóSólveig: Hver titill er einstakur „Við byrjuðum leikinn með stórkostlega vörn og Hafdísi (Renötudóttur) frábæra fyrir aftan okkur. Ég hugsaði eftir 8 mínútur, getur þetta ekki bara farið að vera búið,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested um frábæra byrjun Stjörnunnar í leiknum. „Svo ná þær eðilega að finna einhverjar lausnir og setja nokkur á okkur. Þær keyra á okkur í seinni hálfleik og við eigum í erfiðleikum með að skora. „Sem vetur betur fer er leikurinn bara 60 mínútur og þetta kláraðist. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman. „Við vildum fara upp á þennan pall aftur. Hungrið var til staðar og sem betur fer náum við að klára þetta,“ sagði Sólveig sem segir enga leið að bara titilinn í ár saman við þann í fyrra. „Hver helgi, hver titill er einstakur og þessi er sá skemmtilegasti í núinu.“Steinunn komin fremst í hraðaupphlaup.vísir/andri marinóSteinunn: Þetta var stöngin inn, stöngin út „Við lendum átta mörkum undir í fyrri hálfleik en það er þvílíkur karakter í þessu liði. Við náum að vinna þetta upp og jafna tvisvar í seinni hálfleik,“ sagði Steinunn Björnsdóttir fyrirliði Fram eftir tapaði í dag. „Það er ógeðslega svekkjandi að klára þetta. Þetta var stöngin inn, stöngin út í lokin. Við spiluðum frábæra vörn í seinni hálfleik og markvarslan var frábær. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar og hvað við getum,“ sagði Steinunn. Fram heldur Stjörnunni í átta mörkum síðustu 42 mínútur leiksins sem ætti að duga liðinu til sigurs í eðlilegum leik. „Auðvitað ætti það að duga til sigurs en þetta er bikarúrslitaleikur. Hafdís (Renötudóttir) var frábær í markinu og við gerðum okkur þetta frekar erfitt fyrir sjálfar.“ Steinunn sagði hugarfarið eða undirbúninginn ekki hafa valdið því að liðið byrjaði eins illa í leiknum og raun bar vitni. „Einhvern vegin vorum við ekki klárar. Við gerðum ekki okkar og þær skora allt of auðveld mörk. Við fundum okkur ekki og það small allt hjá þeim. Svo komum við sterkar til baka og náum að jafna. Svona er þetta bara,“ sagði Steinunn.vísir/andri marinó
Olís-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira