Erlent

Svara í sömu mynt ef Bandaríkin láta verða af skattlagningunni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Bandaríkjastjórn hyggst skattleggja vörur frá Mexíkó til þess að fjármagna múr á milli landanna.
Bandaríkjastjórn hyggst skattleggja vörur frá Mexíkó til þess að fjármagna múr á milli landanna. vísir/epa
Stjórnvöld í Mexíkó segjast ætla að svara í sömu mynt ef Bandaríkjastjórn lætur verða af fyrirhugaðri skattlagningu á innfluttar vörur frá Mexíkó. Skatturinn á að fjármagna múr á landamærum landanna tveggja.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að múrinn yrði reistur mun fyrr en áætlað hafði verið, en tiltók þó enga tímasetningu. Mexíkóar eru bæði reiðir og vonsviknir auk þess sem þeir hafa lýst yfir þungum áhyggjum.

Luis Videgaray, utanríkisráðherra Mexíkó, segir að ekki sé útilokað að leggja tolla á vörur sem fluttar eru til ákveðinna ríkja Bandaríkjanna sem treysti á innflutninginn. Stjórnvöld geti ekki setið og beðið – þau muni bregðast við.

Samskipti Bandaríkjanna og Mexíkó hafa verið afar stirð frá því að Trump tók við embætti, fyrst og fremst vegna múrsins sem Trump hyggst láta reisa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×