Handbolti

Lærisveinar Alfreðs með óvænt tap á heimavelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð Gíslason þungur á brún í leik Kiel á dögunum.
Alfreð Gíslason þungur á brún í leik Kiel á dögunum. Vísir/Getty
Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar tapaði óvænt á heimavelli 21-24 gegn Bjerringbro/Silkeborg á heimavelli í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag en þetta var annað tap Kiel í röð á heimavelli í þessari sterku deild.

Kiel var með undirhöndina í leiknum framan af og leiddi allan hálfleikinn, þegar mest var með fjórum mörkum en danska félagið var aldrei langt undan. Voru heimamenn með naumt forskot í hálfleik 11-10 og héldu naumu forskoti fyrri hluta seinni hálfleiks en þá tóku dönsku gestirnir stjórnina.

Náðu þeir forskotinu skömmu fyrir leikslok og slepptu því aldrei og fögnuðu að lokum þriggja marka sigri en þetta var aðeins þriðji sigur danska félagsins í keppninni og getur félagið enn náð Wisla Plock að stigum.

Fyrr í dag unnu liðsfélagar Arons Pálmarsson án hans öruggan sex marka sigur á pólska félaginu Wisla Plock á heimavelli 31-25 en ungverska félagið er öruggt upp úr A-riðli með fjórtán stig eftir tólf umferðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×