Bikarkóngurinn Óskar Bjarni: Hefðum getað farið á taugum Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar 25. febrúar 2017 18:20 Enginn þjálfari hefur orðið bikarmeistari jafn oft og Óskar Bjarni. vísir/andri marinó Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val í fimmta sinn til bikarmeistaratitils. Hann er sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppninnar og hann var að vonum alsæll eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 12-13 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg. Ég vil nota tækifærið og þakka Aftureldingu fyrir frábæran leik,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og tryggðu sér svo bikarmeistaratitilinn núna um helgina. Óskar Bjarni viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því þreytan, sem var augljós gegn FH í gær, mynda segja til sín í dag. „Ég verð að vera hreinskilinn með það, ég hafði miklar áhyggjur. Evrópuleikirnir voru erfiðir sem og ferðalagið, þeir voru líkamlega sterkir og börðu okkur í spað. Svo var vikan ekkert spes en við erum kannski orðnir reyndari. Við hefðum getað farið á taugum ef við hefðum verið hérna í fyrsta sinn. Það er ótrúlegur karakter í liðinu því mér fannst við vera á síðustu bensíndropunum í gær,“ sagði Óskar Bjarni. Þjálfarinn hrósaði Josip Juric Grgic sem átti frábæran leik og skoraði 10 mörk. „Hann er frábær handboltamaður. Hann átti ekki góðan leik í gær og þegar það gerist biður hann okkur þjálfarana afsökunar. Við vorum nokkuð vissir um að hann yrði góður í dag. Fólk gleymir því stundum að hann er bara fæddur árið 1995. Þetta er mikill sigurvegari og hefur styrkt okkur vel,“ sagði Óskar Bjarni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val í fimmta sinn til bikarmeistaratitils. Hann er sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppninnar og hann var að vonum alsæll eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 12-13 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg. Ég vil nota tækifærið og þakka Aftureldingu fyrir frábæran leik,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og tryggðu sér svo bikarmeistaratitilinn núna um helgina. Óskar Bjarni viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því þreytan, sem var augljós gegn FH í gær, mynda segja til sín í dag. „Ég verð að vera hreinskilinn með það, ég hafði miklar áhyggjur. Evrópuleikirnir voru erfiðir sem og ferðalagið, þeir voru líkamlega sterkir og börðu okkur í spað. Svo var vikan ekkert spes en við erum kannski orðnir reyndari. Við hefðum getað farið á taugum ef við hefðum verið hérna í fyrsta sinn. Það er ótrúlegur karakter í liðinu því mér fannst við vera á síðustu bensíndropunum í gær,“ sagði Óskar Bjarni. Þjálfarinn hrósaði Josip Juric Grgic sem átti frábæran leik og skoraði 10 mörk. „Hann er frábær handboltamaður. Hann átti ekki góðan leik í gær og þegar það gerist biður hann okkur þjálfarana afsökunar. Við vorum nokkuð vissir um að hann yrði góður í dag. Fólk gleymir því stundum að hann er bara fæddur árið 1995. Þetta er mikill sigurvegari og hefur styrkt okkur vel,“ sagði Óskar Bjarni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45