Bikarkóngurinn Óskar Bjarni: Hefðum getað farið á taugum Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar 25. febrúar 2017 18:20 Enginn þjálfari hefur orðið bikarmeistari jafn oft og Óskar Bjarni. vísir/andri marinó Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val í fimmta sinn til bikarmeistaratitils. Hann er sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppninnar og hann var að vonum alsæll eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 12-13 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg. Ég vil nota tækifærið og þakka Aftureldingu fyrir frábæran leik,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og tryggðu sér svo bikarmeistaratitilinn núna um helgina. Óskar Bjarni viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því þreytan, sem var augljós gegn FH í gær, mynda segja til sín í dag. „Ég verð að vera hreinskilinn með það, ég hafði miklar áhyggjur. Evrópuleikirnir voru erfiðir sem og ferðalagið, þeir voru líkamlega sterkir og börðu okkur í spað. Svo var vikan ekkert spes en við erum kannski orðnir reyndari. Við hefðum getað farið á taugum ef við hefðum verið hérna í fyrsta sinn. Það er ótrúlegur karakter í liðinu því mér fannst við vera á síðustu bensíndropunum í gær,“ sagði Óskar Bjarni. Þjálfarinn hrósaði Josip Juric Grgic sem átti frábæran leik og skoraði 10 mörk. „Hann er frábær handboltamaður. Hann átti ekki góðan leik í gær og þegar það gerist biður hann okkur þjálfarana afsökunar. Við vorum nokkuð vissir um að hann yrði góður í dag. Fólk gleymir því stundum að hann er bara fæddur árið 1995. Þetta er mikill sigurvegari og hefur styrkt okkur vel,“ sagði Óskar Bjarni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val í fimmta sinn til bikarmeistaratitils. Hann er sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppninnar og hann var að vonum alsæll eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 12-13 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg. Ég vil nota tækifærið og þakka Aftureldingu fyrir frábæran leik,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og tryggðu sér svo bikarmeistaratitilinn núna um helgina. Óskar Bjarni viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því þreytan, sem var augljós gegn FH í gær, mynda segja til sín í dag. „Ég verð að vera hreinskilinn með það, ég hafði miklar áhyggjur. Evrópuleikirnir voru erfiðir sem og ferðalagið, þeir voru líkamlega sterkir og börðu okkur í spað. Svo var vikan ekkert spes en við erum kannski orðnir reyndari. Við hefðum getað farið á taugum ef við hefðum verið hérna í fyrsta sinn. Það er ótrúlegur karakter í liðinu því mér fannst við vera á síðustu bensíndropunum í gær,“ sagði Óskar Bjarni. Þjálfarinn hrósaði Josip Juric Grgic sem átti frábæran leik og skoraði 10 mörk. „Hann er frábær handboltamaður. Hann átti ekki góðan leik í gær og þegar það gerist biður hann okkur þjálfarana afsökunar. Við vorum nokkuð vissir um að hann yrði góður í dag. Fólk gleymir því stundum að hann er bara fæddur árið 1995. Þetta er mikill sigurvegari og hefur styrkt okkur vel,“ sagði Óskar Bjarni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45