Í skóla eða skammarkrók Magnús Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2017 07:00 Skóli er svo sannarlega annað og meira en hús. Það er miðstöð þekkingar og fræðslu, þroska, visku, vaxtar og svo ótal fleiri þátta sem eru nauðsynlegir til þess að vel takist til við menntum einstaklinga. Engu að síður er hús alla jafna nauðsynlegt til þess að starfsemi skóla geti farið fram með eðlilegum hætti. Hús sem hæfir viðeigandi skólastarfi og gerir þeim sem þar starfa, nemendum, kennurum og öðru starfsfólki, kleift að sinna sínum daglegu störfum. Listaháskóli Íslands við Sölvhólsgötu er langt frá því að vera í slíku húsnæði. Húsnæði eins og þar er boðið upp á til daglegrar starfsemi getur verið afar heilsuspillandi og er að auki hvergi nærri viðunandi fyrir þá starfsemi sem þar á að fara fram frá degi til dags. Vissulega hefur þetta komið fram í fréttum á undanförnum vikum en það eru því miður ekki nýjar fréttir. Það er nánast endurtekið efni og má í því samhengi vísa til fréttaflutnings á Vísi frá því í nóvember árið 2012. Að auki hefur þeim sem fylgjast með starfsemi skólans, og þar áður starfsemi Leiklistarskóla Íslands sem var lengi starfræktur í húsinu, verið ljóst að húsnæðið hefur í raun aldrei verið viðunandi. Auk alls þessa er aðgengi fyrir fatlaða í húsinu, sem og í öðrum húsakosti skólans, verulega ábótavant þannig að skólinn brýtur í raun lög á hverjum degi eins og Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor benti á fyrir skömmu. Þrátt fyrir allt þetta er vandfundið það nám á vegum ríkisins þar sem seilst er jafn djúpt í vasa nemenda. En hver önn í köldu, mygluðu og óaðgengilega húsinu við Sölvhólsgötu kostar víst um 250.000 kr. sem gerir hálfa milljón fyrir veturinn. Það er því ekki að furða að baráttan fyrir bættum húsakosti virðist eiga rætur að rekja til nemendanna sjálfra. Við slíkar aðstæður er kannski ekki úr vegi fyrir nemendur skólans, við Sölvhólsgötu að minnsta kosti, að láta kanna hvort þeir eigi ekki rétt á endurgreiðslu frá skólanum. Það er nánast útilokað að þessi skammarkrókur sé það sem nemendum er ætlað að borga fyrir. Ábyrgðin er auðvitað alltaf stjórnvalda og viðkomandi mennta- og menningarmálaráðherra hverju sinni. En ráðherrar hafa komið og farið á þeim árum sem þetta húsnæði hefur ekki verið í lagi þannig að auðvitað bera skólastjórnendur líka sína ábyrgð. Ábyrgð á því að vera með nemendur og kennara í þessu húsnæði við þessar aðstæður ár eftir ár og því hlýtur að teljast hæpið að auka við starfsemi skólans á sama tíma og þetta er í boði. Það er auðvitað gleðiefni að Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafi lýst því yfir að hann hafi fullan hug á því að koma skikki á húsnæðismál Listaháskólans. En Kristján Þór er þó ekki fyrsti ráðherrann sem hefur haft hug á slíku og því þarf nú að fara að koma meira til en gott hugarfar og fagrar fyrirætlanir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór
Skóli er svo sannarlega annað og meira en hús. Það er miðstöð þekkingar og fræðslu, þroska, visku, vaxtar og svo ótal fleiri þátta sem eru nauðsynlegir til þess að vel takist til við menntum einstaklinga. Engu að síður er hús alla jafna nauðsynlegt til þess að starfsemi skóla geti farið fram með eðlilegum hætti. Hús sem hæfir viðeigandi skólastarfi og gerir þeim sem þar starfa, nemendum, kennurum og öðru starfsfólki, kleift að sinna sínum daglegu störfum. Listaháskóli Íslands við Sölvhólsgötu er langt frá því að vera í slíku húsnæði. Húsnæði eins og þar er boðið upp á til daglegrar starfsemi getur verið afar heilsuspillandi og er að auki hvergi nærri viðunandi fyrir þá starfsemi sem þar á að fara fram frá degi til dags. Vissulega hefur þetta komið fram í fréttum á undanförnum vikum en það eru því miður ekki nýjar fréttir. Það er nánast endurtekið efni og má í því samhengi vísa til fréttaflutnings á Vísi frá því í nóvember árið 2012. Að auki hefur þeim sem fylgjast með starfsemi skólans, og þar áður starfsemi Leiklistarskóla Íslands sem var lengi starfræktur í húsinu, verið ljóst að húsnæðið hefur í raun aldrei verið viðunandi. Auk alls þessa er aðgengi fyrir fatlaða í húsinu, sem og í öðrum húsakosti skólans, verulega ábótavant þannig að skólinn brýtur í raun lög á hverjum degi eins og Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor benti á fyrir skömmu. Þrátt fyrir allt þetta er vandfundið það nám á vegum ríkisins þar sem seilst er jafn djúpt í vasa nemenda. En hver önn í köldu, mygluðu og óaðgengilega húsinu við Sölvhólsgötu kostar víst um 250.000 kr. sem gerir hálfa milljón fyrir veturinn. Það er því ekki að furða að baráttan fyrir bættum húsakosti virðist eiga rætur að rekja til nemendanna sjálfra. Við slíkar aðstæður er kannski ekki úr vegi fyrir nemendur skólans, við Sölvhólsgötu að minnsta kosti, að láta kanna hvort þeir eigi ekki rétt á endurgreiðslu frá skólanum. Það er nánast útilokað að þessi skammarkrókur sé það sem nemendum er ætlað að borga fyrir. Ábyrgðin er auðvitað alltaf stjórnvalda og viðkomandi mennta- og menningarmálaráðherra hverju sinni. En ráðherrar hafa komið og farið á þeim árum sem þetta húsnæði hefur ekki verið í lagi þannig að auðvitað bera skólastjórnendur líka sína ábyrgð. Ábyrgð á því að vera með nemendur og kennara í þessu húsnæði við þessar aðstæður ár eftir ár og því hlýtur að teljast hæpið að auka við starfsemi skólans á sama tíma og þetta er í boði. Það er auðvitað gleðiefni að Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafi lýst því yfir að hann hafi fullan hug á því að koma skikki á húsnæðismál Listaháskólans. En Kristján Þór er þó ekki fyrsti ráðherrann sem hefur haft hug á slíku og því þarf nú að fara að koma meira til en gott hugarfar og fagrar fyrirætlanir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. febrúar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun