Stokkar upp í ráðuneyti fyrir ferðamál 27. febrúar 2017 06:00 Helga Árnadóttir ferðaþjónusta „Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi talað fyrir eflingu vægis ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins enda miklir hagsmunir undir. Það segir sig sjálft að staðan hefur í raun og veru ekki verið í nokkrum takti við vöxt og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, greindi frá því í vikunni að innan ráðuneytisins yrði stofnuð sérstök skrifstofa ferðamála og starfsmönnum fjölgað stórlega. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa lengi bent á að í atvinnuvegaráðuneytinu hafi aðeins starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi sinnt málefnum ferðaþjónustunnar sérstaklega hingað til og það á tímum fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna. „Það voru því verulega ánægjuleg tíðindi að ráðherra ætli frá og með næstu mánaðamótum að setja á laggirnar sérstaka skrifstofu ferðamála innan ráðuneytisins sem er ætlað að sinna ferðaþjónustunni sérstaklega með tilheyrandi fjölgun stöðugilda,“ segir Helga. Ráðherra segir að markmiðunum verði fyrst og fremst náð með breyttri forgangsröðun í ráðuneytinu sjálfu. „Frá og með næstu mánaðamótum munu fimm starfsmenn helga sig ferðamálum, auk þess sem bætt verður við einum til tveimur stöðugildum þegar líður á árið. Með þeirri breyttu forgangsröðun gefst betra tækifæri til að sinna þeim brýnu verkefnum sem blasa við okkur með það að markmiði að ráðuneytið verði leiðandi í samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir um hin krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar sem varð á skömmum tíma undirstöðuatvinnugrein á Íslandi. Því fylgja verkefni,“ sagði ráðherra á Alþingi. Helga segir verkefnin vissulega ærin, en skilvirkt regluverk, uppbygging innviða og skipulag gagnvart greininni séu vafalaust þau verkefni sem sett verða á oddinn. „Að mínu viti er líka mikilvægt að skrifstofan geti eflt skilvirkni þeirra starfa er snúa að fleiri ráðuneytum en einu en eðli greinarinnar kallar á slíkt,“ segir framkvæmdistjóri SAF. – shá vísir/anton brink Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
ferðaþjónusta „Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi talað fyrir eflingu vægis ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins enda miklir hagsmunir undir. Það segir sig sjálft að staðan hefur í raun og veru ekki verið í nokkrum takti við vöxt og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, greindi frá því í vikunni að innan ráðuneytisins yrði stofnuð sérstök skrifstofa ferðamála og starfsmönnum fjölgað stórlega. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa lengi bent á að í atvinnuvegaráðuneytinu hafi aðeins starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi sinnt málefnum ferðaþjónustunnar sérstaklega hingað til og það á tímum fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna. „Það voru því verulega ánægjuleg tíðindi að ráðherra ætli frá og með næstu mánaðamótum að setja á laggirnar sérstaka skrifstofu ferðamála innan ráðuneytisins sem er ætlað að sinna ferðaþjónustunni sérstaklega með tilheyrandi fjölgun stöðugilda,“ segir Helga. Ráðherra segir að markmiðunum verði fyrst og fremst náð með breyttri forgangsröðun í ráðuneytinu sjálfu. „Frá og með næstu mánaðamótum munu fimm starfsmenn helga sig ferðamálum, auk þess sem bætt verður við einum til tveimur stöðugildum þegar líður á árið. Með þeirri breyttu forgangsröðun gefst betra tækifæri til að sinna þeim brýnu verkefnum sem blasa við okkur með það að markmiði að ráðuneytið verði leiðandi í samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir um hin krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar sem varð á skömmum tíma undirstöðuatvinnugrein á Íslandi. Því fylgja verkefni,“ sagði ráðherra á Alþingi. Helga segir verkefnin vissulega ærin, en skilvirkt regluverk, uppbygging innviða og skipulag gagnvart greininni séu vafalaust þau verkefni sem sett verða á oddinn. „Að mínu viti er líka mikilvægt að skrifstofan geti eflt skilvirkni þeirra starfa er snúa að fleiri ráðuneytum en einu en eðli greinarinnar kallar á slíkt,“ segir framkvæmdistjóri SAF. – shá vísir/anton brink
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent