Algjör forréttindi að fá að vera með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 09:45 Rakel Dögg skoraði fimm mörk í bikarúrslitaleiknum. vísir/andri marinó Rúmt ár er síðan Rakel Dögg Bragadóttir sneri aftur á handboltavöllinn eftir tveggja ára fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Þetta síðasta rúma ár hefur verið afar tíðindaríkt hjá Rakel. Þann 12. febrúar 2016 lék hún sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna, tveimur vikum síðar varð hún bikarmeistari, lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn um vorið og vann sér aftur sæti í íslenska landsliðinu um haustið. Og á laugardaginn varð Rakel aftur bikarmeistari með Stjörnunni eftir eins marks sigur á Fram, 19-18, í úrslitaleik. „Ég er rosalega ánægð og það eru algjör forréttindi að fá að vera með. Ég er gríðarlega stolt af liðinu og stolt af sjálfri mér fyrir að vera hluti af því og hafa komið svona sterkt til baka,“ sagði Rakel sem var stödd í bollukaffi hjá tengdaforeldrum sínum þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Rakel segist ekki hafa búist við að vera komin svona langt og hafa gert svona mikið á þessu eina ári eftir að hún sneri aftur. „Alls ekki, ég leiddi hugann ekkert að því. Ég ákvað bara að taka eitt skref í einu. Ég ætlaði bara rétt að koma og hjálpa en svo þróaðist þetta svona,“ sagði Rakel sem er farin að spila stærra hlutverk í liði Stjörnunnar en á síðasta tímabili. Þá spilaði hún nær eingöngu vörnina en núna spilar hún nánast 60 mínútur í leik, bæði í vörn og sókn. „Það tók tíma að koma sér í form og mig vantaði aðeins meiri vöðvastyrk til að geta tekið þátt í bæði vörn og sókn. Eftir tímabilið í fyrra setti ég mér það markmið að vera dugleg að æfa og styrkja mig þannig ég gæti tekið þátt í sókninni. Ég hef æft vel og fengið meira og meira traust í sókninni,“ sagði Rakel sem skoraði fimm mörk í bikarúrslitaleiknum. Eins og áður sagði var Rakel tilneydd til að leggja skóna á hilluna í byrjun árs 2014 vegna erfiðra eftirkasta heilahristings sem hún fékk á landsliðsæfingu í nóvember 2013. En finnur hún enn fyrir höfuðmeiðslunum sem héldu henni frá keppni í tvö ár? „Sem betur fer er ég að mestu laus við þetta. En þegar það er mikið álag og mikil læti finn ég að það er styttra í höfuðverkinn. Ég þarf bara að hugsa vel um mig og þættir eins og svefn og mataræði hafa mikil áhrif. Ég reyni að halda þessu þannig í skefjum,“ sagði Rakel sem segist ekki fá slæm höfuðverkjaköst eins og hún fékk áður. „Ég er sjálf rosalega meðvituð um þetta sem og fólkið í kringum liðið, þjálfarar og sjúkraþjálfarar. Ef ég finn að ég þarf að slaka á geri ég það,“ sagði Rakel sem var að vonum ánægð þegar Axel Stefánsson valdi hana í landsliðið fyrir forkeppni HM 2017. „Það var mikill heiður og eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég var rosalega stolt og ánægð þegar ég var valin,“ sagði Rakel sem hefur skorað 301 mark í 100 landsleikjum. Hún segist ekki horfa langt fram í tímann og taka bara eitt tímabili í einu. „Ég horfi bara á eitt tímabil í einu. Ég ákvað að taka þetta eina tímabil og svo skoða ég hvort ég tek næsta tímabil. Ég er hvorki búin að útiloka né staðfesta það og hef varla hugsað út í það. Ég lifi bara í núinu og nýt þess að spila handbolta,“ sagði Rakel að lokum. Sem fyrr sagði urðu Stjörnukonur bikarmeistarar á laugardaginn, annað árið í röð. Þær eru þó ekki saddar og stefna á Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hefur ekki unnið síðan 2009. „Við höfum sagt það í fleiri ár; nú er kominn tími til að vinna,“ sagði Rakel en Stjarnan hefur tapað í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár. „Auðvitað er það markmiðið. Við förum ekkert leynt með það enda væri það skrítið ef þetta væri ekki markmiðið. Við stefnum á þann stóra og erum með það sem lokamarkmið.“ Rakel er á því að Stjarnan sé með sterkara lið en síðustu ár. „Við höfum fengið unga og flotta leikmenn inn og það er rosalega góð breidd í hópnum. Við erum með ólíka leikmenn. Ég segi að við séum með sterkara lið núna en á síðasta ári,“ sagði Rakel sem er að vonum ánægð með hvernig tekist hefur að fylla skarð markvarðarins frábæra, Florentinu Stanciu. „Við erum með frábært markvarðateymi. Heiða [Ingólfsdóttir] kom inn í úrslitakeppninni í fyrra þegar Florentina meiddist og stóð sig gríðarlega vel. Hún hefur spilað vel í vetur og var óheppin að meiðast. En þá kom Hafdís [Renötudóttir] hrikalega sterk inn og það var stórkostlegt að fylgjast með henni í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Rakel að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Rúmt ár er síðan Rakel Dögg Bragadóttir sneri aftur á handboltavöllinn eftir tveggja ára fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Þetta síðasta rúma ár hefur verið afar tíðindaríkt hjá Rakel. Þann 12. febrúar 2016 lék hún sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna, tveimur vikum síðar varð hún bikarmeistari, lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn um vorið og vann sér aftur sæti í íslenska landsliðinu um haustið. Og á laugardaginn varð Rakel aftur bikarmeistari með Stjörnunni eftir eins marks sigur á Fram, 19-18, í úrslitaleik. „Ég er rosalega ánægð og það eru algjör forréttindi að fá að vera með. Ég er gríðarlega stolt af liðinu og stolt af sjálfri mér fyrir að vera hluti af því og hafa komið svona sterkt til baka,“ sagði Rakel sem var stödd í bollukaffi hjá tengdaforeldrum sínum þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Rakel segist ekki hafa búist við að vera komin svona langt og hafa gert svona mikið á þessu eina ári eftir að hún sneri aftur. „Alls ekki, ég leiddi hugann ekkert að því. Ég ákvað bara að taka eitt skref í einu. Ég ætlaði bara rétt að koma og hjálpa en svo þróaðist þetta svona,“ sagði Rakel sem er farin að spila stærra hlutverk í liði Stjörnunnar en á síðasta tímabili. Þá spilaði hún nær eingöngu vörnina en núna spilar hún nánast 60 mínútur í leik, bæði í vörn og sókn. „Það tók tíma að koma sér í form og mig vantaði aðeins meiri vöðvastyrk til að geta tekið þátt í bæði vörn og sókn. Eftir tímabilið í fyrra setti ég mér það markmið að vera dugleg að æfa og styrkja mig þannig ég gæti tekið þátt í sókninni. Ég hef æft vel og fengið meira og meira traust í sókninni,“ sagði Rakel sem skoraði fimm mörk í bikarúrslitaleiknum. Eins og áður sagði var Rakel tilneydd til að leggja skóna á hilluna í byrjun árs 2014 vegna erfiðra eftirkasta heilahristings sem hún fékk á landsliðsæfingu í nóvember 2013. En finnur hún enn fyrir höfuðmeiðslunum sem héldu henni frá keppni í tvö ár? „Sem betur fer er ég að mestu laus við þetta. En þegar það er mikið álag og mikil læti finn ég að það er styttra í höfuðverkinn. Ég þarf bara að hugsa vel um mig og þættir eins og svefn og mataræði hafa mikil áhrif. Ég reyni að halda þessu þannig í skefjum,“ sagði Rakel sem segist ekki fá slæm höfuðverkjaköst eins og hún fékk áður. „Ég er sjálf rosalega meðvituð um þetta sem og fólkið í kringum liðið, þjálfarar og sjúkraþjálfarar. Ef ég finn að ég þarf að slaka á geri ég það,“ sagði Rakel sem var að vonum ánægð þegar Axel Stefánsson valdi hana í landsliðið fyrir forkeppni HM 2017. „Það var mikill heiður og eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég var rosalega stolt og ánægð þegar ég var valin,“ sagði Rakel sem hefur skorað 301 mark í 100 landsleikjum. Hún segist ekki horfa langt fram í tímann og taka bara eitt tímabili í einu. „Ég horfi bara á eitt tímabil í einu. Ég ákvað að taka þetta eina tímabil og svo skoða ég hvort ég tek næsta tímabil. Ég er hvorki búin að útiloka né staðfesta það og hef varla hugsað út í það. Ég lifi bara í núinu og nýt þess að spila handbolta,“ sagði Rakel að lokum. Sem fyrr sagði urðu Stjörnukonur bikarmeistarar á laugardaginn, annað árið í röð. Þær eru þó ekki saddar og stefna á Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hefur ekki unnið síðan 2009. „Við höfum sagt það í fleiri ár; nú er kominn tími til að vinna,“ sagði Rakel en Stjarnan hefur tapað í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár. „Auðvitað er það markmiðið. Við förum ekkert leynt með það enda væri það skrítið ef þetta væri ekki markmiðið. Við stefnum á þann stóra og erum með það sem lokamarkmið.“ Rakel er á því að Stjarnan sé með sterkara lið en síðustu ár. „Við höfum fengið unga og flotta leikmenn inn og það er rosalega góð breidd í hópnum. Við erum með ólíka leikmenn. Ég segi að við séum með sterkara lið núna en á síðasta ári,“ sagði Rakel sem er að vonum ánægð með hvernig tekist hefur að fylla skarð markvarðarins frábæra, Florentinu Stanciu. „Við erum með frábært markvarðateymi. Heiða [Ingólfsdóttir] kom inn í úrslitakeppninni í fyrra þegar Florentina meiddist og stóð sig gríðarlega vel. Hún hefur spilað vel í vetur og var óheppin að meiðast. En þá kom Hafdís [Renötudóttir] hrikalega sterk inn og það var stórkostlegt að fylgjast með henni í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Rakel að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira