Eyðimerkurgöngunni lokið hjá Fowler Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 11:00 Rickie Fowler kyssir bikarinn. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist í Flórída í nótt en hann lauk leik á samtals tólf höggum undir pari. Þar með lauk eyðimerkurgöngu Fowler en hann var ekki búinn að vinna sigur á PGA-mótaröðinni í 16 mánuði eða síðan hann vann Deutsche Bank-mótið í september árið 2015. Fowler hóf lokahringinn með fjögurra högga forskot á Morgan Hoffman og Gary Woodland en þeir enduðu jafnir í öðru til þriðja sæti á átta höggum undir pari. „Púttarinn bjargaði mér. Það var erfitt að spila lokahringinn en ég barðist eins og ég gat,“ sagði Fowler sigurreifur eftir lokahringinn. „Mér fannst ég slá fullt af höggum sem hefðu vanalega verið mjög góð en vindurinn var mikill og erfiður í dag. Það blés hressilega sem hélt okkur á tánum.“ Sigurinn á Honda Classic er hans fjórði á PGA-mótaröðinni en þssi 25 ára gamli kylfingur hefur aldrei á ferlinum unnið risamót. Hann er sem stendur í 18. sæti heimslistans en hann færðist upp í tíunda sæti FedEx-listans með sigrinum í Flórída. Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist í Flórída í nótt en hann lauk leik á samtals tólf höggum undir pari. Þar með lauk eyðimerkurgöngu Fowler en hann var ekki búinn að vinna sigur á PGA-mótaröðinni í 16 mánuði eða síðan hann vann Deutsche Bank-mótið í september árið 2015. Fowler hóf lokahringinn með fjögurra högga forskot á Morgan Hoffman og Gary Woodland en þeir enduðu jafnir í öðru til þriðja sæti á átta höggum undir pari. „Púttarinn bjargaði mér. Það var erfitt að spila lokahringinn en ég barðist eins og ég gat,“ sagði Fowler sigurreifur eftir lokahringinn. „Mér fannst ég slá fullt af höggum sem hefðu vanalega verið mjög góð en vindurinn var mikill og erfiður í dag. Það blés hressilega sem hélt okkur á tánum.“ Sigurinn á Honda Classic er hans fjórði á PGA-mótaröðinni en þssi 25 ára gamli kylfingur hefur aldrei á ferlinum unnið risamót. Hann er sem stendur í 18. sæti heimslistans en hann færðist upp í tíunda sæti FedEx-listans með sigrinum í Flórída.
Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira