Handbolti

Hasar í norska handboltanum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta hefði getað endað með allsherjar slagsmálum.
Þetta hefði getað endað með allsherjar slagsmálum.
Það var mikil dramatík í nágrannaslag Runar og Sandefjord í norska handboltanum í gær og sauð upp úr í lok leiksins.

Sandefjord leiddi með einu marki er lítið var eftir af leiknum en missti síðan boltann er 23 sekúndur voru eftir af leiknum.

Það sem meira er að þá var dæmt víti á liðið. Runar gat jafnað úr vítakastinu í lokin en markvörður Sandefjord varði vítið með stæl.

Leikmenn Sandefjord fögnuðu ógurlega og einn leikmaður liðsins fór fram úr sér í gleðinni er hann sýndi af sér einstaklega óíþróttamannslega framkomu með því að hrinda leikmanni Runar sem hafði klúðrað vítakastinu.

Þá var fjandinn laus og leikmenn Runar hjóluðu í andstæðinga sína. Vantaði lítið upp á að ástandið yrði stjórnlaust en eftir nokkra pústra náðist að róa menn.

Sjá má atvikið hér en spóla þarf fram um klukkutíma og 40 mínútur til þess að sjá þennan dramatíska lokakafla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×