Jafet fékk að eiga Bensa bikarinn: Fólk á Íslandi hrætt við það sem það þekkir ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2017 20:45 Jafet Örn Þorsteinsson úr HFK vann Bensabikarinn til eignar á Íslandsmótinu í ólympískum hnefaleikum sem lauk í gærkvöldi en mótið fór fram í hinum nýja Mjölniskastala. Hann stefnir nú á atvinnumennsku. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Jafet Örn keppir í -75 kílógramma flokki og hefur verið afar sigursæll síðustu ár. Svo vel að hann hefur fengið hinn eftirsótta Bensa bikar til eignar, eftir að hafa fengið hann afhentan þrisvar í röð. Bensa bikarinn fær sá hnefaleikakappi sem talið er hafa staðið sig best á Íslandsmótinu í hvert sinn. Í úrslitum lagði Jafet Arnór Má Grímsson, en bardaginn þótti afar jafn. Dómarar voru ekki einhuga, ákvörðunin var klofin eins og sagt er, en Jafet stóð uppi sem sigurvegari. „Arnór er mjög efnilegur strákur og þetta var hörku bardagi alveg eins og í fyrra. Bara mjög skemmtilegt,“ sagði Jafet Örn Þorsteinsson í samtali við Kjartan Atla. Alls var keppt í átta flokkum, sex karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum. Jafet segir að hnefaleikar séu vaxandi á Íslandi, en samt telur hann Íslendinga var svolítið fordómafulla í garð íþróttarinnar. „Ísland er mjög eftirá. Þetta var bannað svo lengi hérna og fólk er bara hrætt við það sem það þekkir ekki,“ sagði Jafet Örn. Nú hefur Jafet átt frábæru gengi að fagna í mótum hér á landi, en hver eru næstu skref? „Ég stefni á Norðurlandamót núna og ná svo fyrsta atvinnumannabardaganum í lok árs. Það er ekki alveg komið á hreint hvort það verður í Svíþjóð eða Danmörku,“ sagði Jafet Örn. Box Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira
Jafet Örn Þorsteinsson úr HFK vann Bensabikarinn til eignar á Íslandsmótinu í ólympískum hnefaleikum sem lauk í gærkvöldi en mótið fór fram í hinum nýja Mjölniskastala. Hann stefnir nú á atvinnumennsku. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Jafet Örn keppir í -75 kílógramma flokki og hefur verið afar sigursæll síðustu ár. Svo vel að hann hefur fengið hinn eftirsótta Bensa bikar til eignar, eftir að hafa fengið hann afhentan þrisvar í röð. Bensa bikarinn fær sá hnefaleikakappi sem talið er hafa staðið sig best á Íslandsmótinu í hvert sinn. Í úrslitum lagði Jafet Arnór Má Grímsson, en bardaginn þótti afar jafn. Dómarar voru ekki einhuga, ákvörðunin var klofin eins og sagt er, en Jafet stóð uppi sem sigurvegari. „Arnór er mjög efnilegur strákur og þetta var hörku bardagi alveg eins og í fyrra. Bara mjög skemmtilegt,“ sagði Jafet Örn Þorsteinsson í samtali við Kjartan Atla. Alls var keppt í átta flokkum, sex karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum. Jafet segir að hnefaleikar séu vaxandi á Íslandi, en samt telur hann Íslendinga var svolítið fordómafulla í garð íþróttarinnar. „Ísland er mjög eftirá. Þetta var bannað svo lengi hérna og fólk er bara hrætt við það sem það þekkir ekki,“ sagði Jafet Örn. Nú hefur Jafet átt frábæru gengi að fagna í mótum hér á landi, en hver eru næstu skref? „Ég stefni á Norðurlandamót núna og ná svo fyrsta atvinnumannabardaganum í lok árs. Það er ekki alveg komið á hreint hvort það verður í Svíþjóð eða Danmörku,“ sagði Jafet Örn.
Box Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira