Golf

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mynd/let/tristan jones
Valdís Þóra Jónsdóttir náði að fylgja eftir góðum fyrsta hring og er komin í gegnum niðurskurðinn á Oates Vic Open-mótinu í Ástralíu.

Þetta er hennar fyrsta mót á Evrópumótaröðinni og ljóst með þessu að hún er örugg með vinningsfé.

Valdís Þóra lék á parinu á öðrum keppnisdegi sem fór fram í nótt og er ásamt tíu öðrum kylfingum í 35. sæti á tveimur höggum undir pari samtals.

Hún fékk skolla á þriðju holu en náði að laga stöðuna með fuglum á sjöundu og tíundu holu sem báðar voru par fimm holur. Hún fékk hins vegar skolla á átjándu holu, sem einnig er par fimm hola.

Nicole Broch Larsen frá Danmörku er í fyrsta sæti á tólf höggum undir pari en Laura Davis, sem leiddi eftir fyrsta hring, náði sér ekki á strik í nótt er hún lék á þremur yfir pari. Hún er í átjánda sæti á fimm undir pari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×