Ungir miðverðir og markvörður Fjölnis skelltu í lás á leið í úrslitaleikinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2017 13:45 Ágúst Gylfason er með unga menn í öftustu víglínu sem eru að standa sig vel. vísir/hanna Fjölnir vann öruggan sigur á KR, 3-0, í seinni undanúrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Val sem fram fer á mánudagskvöldið. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik en danski framherjinn Marcus Solberg skoraði tvívegis í seinni hálfleik og innsiglaði sanngjarnan sigur Fjölnismanna sem voru í heildina betri aðilinn. Eins og tölurnar gefa til kynna hélt Fjölnisliðið hreinu í gær og það var svo sannarlega í takt við spilamennsku þess í Reykjavíkurmótinu. Það er nefnilega ekki enn búið að fá á sig mark í mótinu en það vann alla þrjá leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og er í heildina búið að vinna fjóra leiki núna með markatölunni 11-0.Ungir menn á uppleið Þetta er nokkuð merkileg tölfræði í ljósi þess hversu ungir lykilmennirnir aftast á vellinum eru; miðverðirnir tveir og markvörðurinn. Fjölnir hefur spilað á sterkum miðvörðum undanfarin ár eins og Daniel Ivanovski og Tobias Salquist en nú eru það ungir heimamenn sem standa vaktina, allavega í byrjun árs. Miðverðirnir tveir sem hafa spilað saman alla leikina nema einn eru Hans Viktor Guðmundsson (20 ára) og Torfi Tímoteus Gunnarsson (18 ára). Í markinu er svo hinn 19 ára gamli Jökull Blængsson sem hefur spilað alla fjóra leikina í fjarveru Þórðar Ingasonar sem er meiddur. Fjölnir mætti tveimur Pepsi-deildarliðum; Val og KR, á leið sinni í úrslitaleikinn og tveimur liðum úr Inkasso-deildinni; Leikni R. og Þrótti. Hans Viktor og Torfi spiluðu saman í öllum leikjunum nema á móti Þrótti sem Fjölnir vann, 4-0, með yfirburðum.Ólympíuverðlaunahafi Hans Viktor kom við sögu í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra, fyrst sem varamaður en hann var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu undir lokin. Hann vakti það mikla athygli að hann var í fyrsta sinn valinn í U21 árs landsliðs hópinn sem mætti Úkraínu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti á EM 2017 síðasta haust. Torfi Tímóteus, sem á enn eftir að þreyta frumraun sína í Pepsi-deildinni, hefur um langa hríð verið barnastjarna í yngri flokkunum. Hann er hluti af sterkum 1999 árgangi Íslands sem vann til Bronsverðlauna á Ólympíuleikum æskunnar í Suður-Kóreu árið 2014. Hann á að baki fimmtán leiki fyrir U17 ára landsliðið. Jökull Blængsson á tvo leiki að baki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni. Í bæði skiptin kom hann inn á sem varamaður fyrir Steinar Örn Gunnarsson. Hann þreytti frumraun sína árið 2015 í 4-3 sigurleik gegn Víkingi og kom svo aftur inn á í 1-0 tapi gegn Val á síðustu leiktíð. Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD á mánudagskvöldið klukkan 18.55.Leikir Fjölnis í Reykjavíkurmótinu:Fjölnir - Leiknir R. 1-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonFjölnir - Valur 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonÞróttur R. - Fjölnir 0-4 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Tumi GuðjónssonFjölnir - KR 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Fjölnir vann öruggan sigur á KR, 3-0, í seinni undanúrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Val sem fram fer á mánudagskvöldið. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik en danski framherjinn Marcus Solberg skoraði tvívegis í seinni hálfleik og innsiglaði sanngjarnan sigur Fjölnismanna sem voru í heildina betri aðilinn. Eins og tölurnar gefa til kynna hélt Fjölnisliðið hreinu í gær og það var svo sannarlega í takt við spilamennsku þess í Reykjavíkurmótinu. Það er nefnilega ekki enn búið að fá á sig mark í mótinu en það vann alla þrjá leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og er í heildina búið að vinna fjóra leiki núna með markatölunni 11-0.Ungir menn á uppleið Þetta er nokkuð merkileg tölfræði í ljósi þess hversu ungir lykilmennirnir aftast á vellinum eru; miðverðirnir tveir og markvörðurinn. Fjölnir hefur spilað á sterkum miðvörðum undanfarin ár eins og Daniel Ivanovski og Tobias Salquist en nú eru það ungir heimamenn sem standa vaktina, allavega í byrjun árs. Miðverðirnir tveir sem hafa spilað saman alla leikina nema einn eru Hans Viktor Guðmundsson (20 ára) og Torfi Tímoteus Gunnarsson (18 ára). Í markinu er svo hinn 19 ára gamli Jökull Blængsson sem hefur spilað alla fjóra leikina í fjarveru Þórðar Ingasonar sem er meiddur. Fjölnir mætti tveimur Pepsi-deildarliðum; Val og KR, á leið sinni í úrslitaleikinn og tveimur liðum úr Inkasso-deildinni; Leikni R. og Þrótti. Hans Viktor og Torfi spiluðu saman í öllum leikjunum nema á móti Þrótti sem Fjölnir vann, 4-0, með yfirburðum.Ólympíuverðlaunahafi Hans Viktor kom við sögu í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra, fyrst sem varamaður en hann var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu undir lokin. Hann vakti það mikla athygli að hann var í fyrsta sinn valinn í U21 árs landsliðs hópinn sem mætti Úkraínu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti á EM 2017 síðasta haust. Torfi Tímóteus, sem á enn eftir að þreyta frumraun sína í Pepsi-deildinni, hefur um langa hríð verið barnastjarna í yngri flokkunum. Hann er hluti af sterkum 1999 árgangi Íslands sem vann til Bronsverðlauna á Ólympíuleikum æskunnar í Suður-Kóreu árið 2014. Hann á að baki fimmtán leiki fyrir U17 ára landsliðið. Jökull Blængsson á tvo leiki að baki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni. Í bæði skiptin kom hann inn á sem varamaður fyrir Steinar Örn Gunnarsson. Hann þreytti frumraun sína árið 2015 í 4-3 sigurleik gegn Víkingi og kom svo aftur inn á í 1-0 tapi gegn Val á síðustu leiktíð. Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD á mánudagskvöldið klukkan 18.55.Leikir Fjölnis í Reykjavíkurmótinu:Fjölnir - Leiknir R. 1-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonFjölnir - Valur 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonÞróttur R. - Fjölnir 0-4 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Tumi GuðjónssonFjölnir - KR 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira