Flogið að feigðarósi Stjórnarmaðurinn skrifar 12. febrúar 2017 11:00 Hlutabréf í Icelandair hafa haldið áfram að falla í Kauphöllinni í vikunni eftir einn svartasta dag í sögu félagsins. Bréf Icelandair hafa tapað ríflega 60% af virði sínu frá því síðasta vor. Ljóst er af afkomuviðvöruninni sem birt var í síðustu viku að félagið hefur sofið á verðinum í samkeppni við innlenda og erlenda keppinauta. Sú tíð er liðin að eina raunhæfa samkeppnin séu íslensk fjársoltin flugfélög rekin áfram meira af draumum en rekstrarfé. Nú er það ekki bara Wow undir stjórn Skúla Mogensen sem sækir á með sinn nýja flugvélaflota, æ víðfeðmara leiðanet og sístækkandi viðskiptavinahóp, heldur alþjóðlegu flugfélögin líka. Nú virðist sem þrjátíu flugfélög ætli að fljúga til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta mikla framboð og virka samkeppni lætur Icelandair líta fremur illa út. Flugfargjöld lækka með harðnandi samkeppni en Icelandair er með of mikinn fastakostnað til að bera sig þegar tekjur fara þverrandi. Flugvélafloti félagsins er líka kominn til ára sinna, með tilheyrandi hávaða og óþægindum fyrir farþega. Icelandair er fast í einskismannslandi. Það er hvorki fínt flugfélag, né ódýrt. Stjórnendur félagsins virðast líka hafa sofið á verðinum, enda kannski ekki við öðru að búast miðað við samsetningu hluthafahóps sem samanstendur meira og minna af lífeyrissjóðum. Það er enginn raunverulegur eigandi til að skammast í mannskapnum þegar syrtir í álinn. Spurningin er því hvort Icelandair standi nokkuð annað til boða en að taka rækilega til í eigin ranni. Félagið þarf að ákveða sig hvort það ætlar að vera fullþjónustu- eða lággjaldaflugfélag, en nú er eins og reynt sé að fara bil beggja. Einnig þarf að taka til á efnahagsreikningnum. Er þannig einhver ástæða fyrir félagið til að standa í umfangsmiklum hótelrekstri þegar svona stendur á? Með sölu á hóteleignum félagsins mætti kaupa félaginu andrými til að taka til í sínum kjarnarekstri. „Back to basics“, eins og einhver sagði.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn WOW Air Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair hafa haldið áfram að falla í Kauphöllinni í vikunni eftir einn svartasta dag í sögu félagsins. Bréf Icelandair hafa tapað ríflega 60% af virði sínu frá því síðasta vor. Ljóst er af afkomuviðvöruninni sem birt var í síðustu viku að félagið hefur sofið á verðinum í samkeppni við innlenda og erlenda keppinauta. Sú tíð er liðin að eina raunhæfa samkeppnin séu íslensk fjársoltin flugfélög rekin áfram meira af draumum en rekstrarfé. Nú er það ekki bara Wow undir stjórn Skúla Mogensen sem sækir á með sinn nýja flugvélaflota, æ víðfeðmara leiðanet og sístækkandi viðskiptavinahóp, heldur alþjóðlegu flugfélögin líka. Nú virðist sem þrjátíu flugfélög ætli að fljúga til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta mikla framboð og virka samkeppni lætur Icelandair líta fremur illa út. Flugfargjöld lækka með harðnandi samkeppni en Icelandair er með of mikinn fastakostnað til að bera sig þegar tekjur fara þverrandi. Flugvélafloti félagsins er líka kominn til ára sinna, með tilheyrandi hávaða og óþægindum fyrir farþega. Icelandair er fast í einskismannslandi. Það er hvorki fínt flugfélag, né ódýrt. Stjórnendur félagsins virðast líka hafa sofið á verðinum, enda kannski ekki við öðru að búast miðað við samsetningu hluthafahóps sem samanstendur meira og minna af lífeyrissjóðum. Það er enginn raunverulegur eigandi til að skammast í mannskapnum þegar syrtir í álinn. Spurningin er því hvort Icelandair standi nokkuð annað til boða en að taka rækilega til í eigin ranni. Félagið þarf að ákveða sig hvort það ætlar að vera fullþjónustu- eða lággjaldaflugfélag, en nú er eins og reynt sé að fara bil beggja. Einnig þarf að taka til á efnahagsreikningnum. Er þannig einhver ástæða fyrir félagið til að standa í umfangsmiklum hótelrekstri þegar svona stendur á? Með sölu á hóteleignum félagsins mætti kaupa félaginu andrými til að taka til í sínum kjarnarekstri. „Back to basics“, eins og einhver sagði.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn WOW Air Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira