Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2017 20:00 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. Þingfulltrúar á 71. ársþingi KSÍ munu á morgun kjósa á milli Björns Einarssonar, 47 ára formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen annarsvegar og Guðna Bergssonar, 51 árs lögmanns, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns í fótbolta til fjölda ára. Alls hafa 153 þingfulltrúar rétt til setu á þingi. Kjörbréfum fyrir 147 þingfulltrúa frá 23 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum hafði verið skilað inn til skrifstofu sambandsins í gærkvöldi. Guðjón Guðmundsson hitti frambjóðendurnar Guðna Bergsson og Björn Einarsson þegar þeir voru á Reykjavíkurflugvelli að gera sig klára til að fljúga til Vestmannaeyja. Guðjón talaði fyrst við Björn Einarsson og spurði hann hvort hann væri bjartsýnn að ná kjöri? „Já ég er bjartsýnn. Þetta er búinn að vera góður byr en þetta er búið að vera hörku ferli og þetta er búið að lærdómsríkt og gaman. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að hitta allan þennan fjölda af félögum. Ég finn fyrir góðum byr,“ sagði Björn. Hver er tilfinning Guðna Bergssonar fyrir kjörinu? „Hún er bara góð. Ég er jákvæður og bjartsýnn. Ég hlakka til að sitja þingið á morgun og sjáum við bara hvernig þetta fer,“ sagði Guðni Bergsson við Gaupa. Það hefur hlaupið smá harka í kosningarbaráttuna undir lokin. „Menn hafa aðeins yfirgefið málefnin í lokin en heilt yfir hefur þetta verið gott. Þetta hefur verið gott og holt fyrir KSÍ,“ sagði Björn. „Þetta er búið að vera málefnalegt en við höfum aðeins tekist á í viðtölum og svona. Svo höfum við verið að gantast og fallist í faðma á eftir. Þetta er allt í góðu en ágætt að við séum með svona skýra valkosti. Þetta er gott fyrir hreyfinguna og mjög jákvætt. Þetta hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt,“ sagði Guðni. Guðni vildi ekki segja hverju hann myndi breyta ef hann verður kjörinn. „Eigum við ekki bara að sjá til og svara því þá ef efni standa til eftir þingið. Ég held að starfið sér gríðarlega öflugt og gott. Ég mun vanda mig við að gera þetta góða starf enn betra,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. Þingfulltrúar á 71. ársþingi KSÍ munu á morgun kjósa á milli Björns Einarssonar, 47 ára formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen annarsvegar og Guðna Bergssonar, 51 árs lögmanns, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns í fótbolta til fjölda ára. Alls hafa 153 þingfulltrúar rétt til setu á þingi. Kjörbréfum fyrir 147 þingfulltrúa frá 23 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum hafði verið skilað inn til skrifstofu sambandsins í gærkvöldi. Guðjón Guðmundsson hitti frambjóðendurnar Guðna Bergsson og Björn Einarsson þegar þeir voru á Reykjavíkurflugvelli að gera sig klára til að fljúga til Vestmannaeyja. Guðjón talaði fyrst við Björn Einarsson og spurði hann hvort hann væri bjartsýnn að ná kjöri? „Já ég er bjartsýnn. Þetta er búinn að vera góður byr en þetta er búið að vera hörku ferli og þetta er búið að lærdómsríkt og gaman. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að hitta allan þennan fjölda af félögum. Ég finn fyrir góðum byr,“ sagði Björn. Hver er tilfinning Guðna Bergssonar fyrir kjörinu? „Hún er bara góð. Ég er jákvæður og bjartsýnn. Ég hlakka til að sitja þingið á morgun og sjáum við bara hvernig þetta fer,“ sagði Guðni Bergsson við Gaupa. Það hefur hlaupið smá harka í kosningarbaráttuna undir lokin. „Menn hafa aðeins yfirgefið málefnin í lokin en heilt yfir hefur þetta verið gott. Þetta hefur verið gott og holt fyrir KSÍ,“ sagði Björn. „Þetta er búið að vera málefnalegt en við höfum aðeins tekist á í viðtölum og svona. Svo höfum við verið að gantast og fallist í faðma á eftir. Þetta er allt í góðu en ágætt að við séum með svona skýra valkosti. Þetta er gott fyrir hreyfinguna og mjög jákvætt. Þetta hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt,“ sagði Guðni. Guðni vildi ekki segja hverju hann myndi breyta ef hann verður kjörinn. „Eigum við ekki bara að sjá til og svara því þá ef efni standa til eftir þingið. Ég held að starfið sér gríðarlega öflugt og gott. Ég mun vanda mig við að gera þetta góða starf enn betra,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast