Golf

Valdís Þóra dottin niður í 48. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones
Útlitið er ekki alltof bjart fyrir Valdísi Þóru Jónsdóttur eftir fyrstu níu holur hennar á þriðja hring á á Oates Vic mótinu í Ástralíu en Valdís Þóra er á sínu fyrsta móti á LET Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra lék fyrri níu holurnar á 37 höggum eða einu höggi yfir pari. Hún er þar með samtals á einu höggi undir pari og það skilar henni í 48. sæti.

Valdís Þóra var með tvo skolla og einn fugl á þessum níu holum en þeir komu allir á þremur holum í röð, fyrst skolli á annarri, þá fugl á þriðju og loks skolli á fjórðu.  Valdís lék hinar sex holurnar á pari.

Valdís Þóra hafði leikið tvo fyrstu hringina á tveimur höggum undir pari og var þá í 35. til 46. sæti.

Valdís Þóra náði niðurskurðinum þegar mótið var hálfnað en hún verður að vera í hópi 35 efstu eftir þriðja hringinn til að komast á lokahringinn. Það eru því tveir niðurskurðir á þessu móti.

Eftir hálfnaðan hring er Valdís Þóra tveimur höggum frá því að ná öðrum niðurskurðinum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Valdís Þóra leikur á LET Evrópumótaröðinni en hún er þriðja íslenska konan sem tryggir sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu. Alls eru tíu nýliðar sem taka þátt á Oates Vic mótinu í Ástralíu.

Það er hægt að fylgjast með skori Valdísar Þóru á seinni níu holunum með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Valdís Þóra fer vel af stað

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir fór í kvöld af stað á sínu fyrsta móti á LET-mótaröðinni sem er Evrópumótaröð kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×