Germaine de Randamie fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. febrúar 2017 07:11 Germaine de Randamie fagnar sigri. Vísir/Getty Hin hollenska Germaine de Randamie varð í nótt sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna í sögu UFC og hefur þyngdarflokkurinn nú verið formlega settur á laggirnar. Bardaginn var jafn en tilþrifalítill og er ekki mikil eftirspurn eftir endurati. Bardaginn fór allar fimm loturnar og að mati allra þriggja dómaranna vann de Randamie þrjár lotur á meðan Holm vann tvær. De Randamie fór því með sigur af hólmi, 48-47, og er nýjasti meistarinn í UFC. Dómari bardagans fær ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína í bardaganum. Tvisvar veitti de Randamie högg í Holm eftir að lotan kláraðist. Dómarinn var of seinn til að stíga á milli og de Randamie var of áköf og hélt áfram að kýla þrátt fyrir að lotan væri búin. Í seinna skiptið hefði dómarinn átt að taka eitt stig af henni en de Randamie slapp með viðvörun. Ef de Randamie hefði fengið mínusstig hefði bardaginn endað með jafntefli (47-47). Þetta var ekki eina umdeilda atvik kvöldsins því gamla brýnið Anderson Silva nældi sér í sinn fyrsta sigur síðan 2012 með sigri á Derek Brunson eftir dómaraákvörðun. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna en Anderson Silva var hæst ánægður með sigurinn.Ronaldo ‘Jacare’ Souza var sá eini sem kláraði bardaga sinn í kvöld en níu af tíu bardögum kvöldsins enduðu í dómaraákvörðun. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira
Hin hollenska Germaine de Randamie varð í nótt sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna í sögu UFC og hefur þyngdarflokkurinn nú verið formlega settur á laggirnar. Bardaginn var jafn en tilþrifalítill og er ekki mikil eftirspurn eftir endurati. Bardaginn fór allar fimm loturnar og að mati allra þriggja dómaranna vann de Randamie þrjár lotur á meðan Holm vann tvær. De Randamie fór því með sigur af hólmi, 48-47, og er nýjasti meistarinn í UFC. Dómari bardagans fær ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína í bardaganum. Tvisvar veitti de Randamie högg í Holm eftir að lotan kláraðist. Dómarinn var of seinn til að stíga á milli og de Randamie var of áköf og hélt áfram að kýla þrátt fyrir að lotan væri búin. Í seinna skiptið hefði dómarinn átt að taka eitt stig af henni en de Randamie slapp með viðvörun. Ef de Randamie hefði fengið mínusstig hefði bardaginn endað með jafntefli (47-47). Þetta var ekki eina umdeilda atvik kvöldsins því gamla brýnið Anderson Silva nældi sér í sinn fyrsta sigur síðan 2012 með sigri á Derek Brunson eftir dómaraákvörðun. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna en Anderson Silva var hæst ánægður með sigurinn.Ronaldo ‘Jacare’ Souza var sá eini sem kláraði bardaga sinn í kvöld en níu af tíu bardögum kvöldsins enduðu í dómaraákvörðun. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira
Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30