Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar Nelson vann Albert Tumenov síðast í maí í fyrra. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður Íslands, er sagður kominn á UFC Fight Night 107-kortið í Lundúnum sem fram fer 18. mars. Hann á að berjast við Bandaríkjamanninn Alan Jouban. Þessu er haldið fram á sænsku bardagaíþróttafréttasíðunni MMANytt.se. Þar segir að bardagi Gunnars og Jouban verði annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins en hinn aðalbaraginn verður viðureign Jimi Manuwa og Corey Anderson. Gunnar átti að berjast síðast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. Hann er nú allur að koma til og sagði í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku að hann gerði sér vonir um að komast á bardagakvöldið í Lundúnum. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl. Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax,“ sagði Gunnar en nú virðist sem svo að hann snúi aftur í búrið.Alan Jouban er reynslubolti.vísir/afp35 ára reynslubolti Síðast barðist Gunnar Nelson í maí í fyrra á móti Rússanum Albert Tumenov sem hann vann örugglega með hengingartaki í annarri lotu. Það var eini bardagi hans á árinu 2016 en upphaflega stefndi Gunnar á að berjast þrisvar til fjórum sinnum á síðasta ári. Þrátt fyrir að hafa ekki stígið í búrið í tæpt ár heldur Gunnar áfram að klífa styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC en hann er kominn upp í níunda sætið í veltivigtinni sem er hans besta staða frá upphafi. Alan Jouban er 35 ára gamall bardagaíþróttamaður frá Bandaríkjunum sem kennir sig við Muay Thai-bardagalistina. Sem atvinnumaður hefur hann unnið fimmtán bardaga og tapað fjórum en síðan hann kom inn í UFC árið 2014 hefur hann unnið fimm bardaga og tapað tveimur. Hann er ósigraður í síðustu þremur bardögum en síðustu tvo vann hann á dómaraúrskurði. Gunnar vildi ólmur berjast næst á móti manni sem er topp 15 á styrkleikalistanum eins og hann sjálfur, helst einum af þeim tíu bestu eins og Dong sem er í sjöunda sæti listans. MMA Tengdar fréttir Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður Íslands, er sagður kominn á UFC Fight Night 107-kortið í Lundúnum sem fram fer 18. mars. Hann á að berjast við Bandaríkjamanninn Alan Jouban. Þessu er haldið fram á sænsku bardagaíþróttafréttasíðunni MMANytt.se. Þar segir að bardagi Gunnars og Jouban verði annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins en hinn aðalbaraginn verður viðureign Jimi Manuwa og Corey Anderson. Gunnar átti að berjast síðast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. Hann er nú allur að koma til og sagði í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku að hann gerði sér vonir um að komast á bardagakvöldið í Lundúnum. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl. Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax,“ sagði Gunnar en nú virðist sem svo að hann snúi aftur í búrið.Alan Jouban er reynslubolti.vísir/afp35 ára reynslubolti Síðast barðist Gunnar Nelson í maí í fyrra á móti Rússanum Albert Tumenov sem hann vann örugglega með hengingartaki í annarri lotu. Það var eini bardagi hans á árinu 2016 en upphaflega stefndi Gunnar á að berjast þrisvar til fjórum sinnum á síðasta ári. Þrátt fyrir að hafa ekki stígið í búrið í tæpt ár heldur Gunnar áfram að klífa styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC en hann er kominn upp í níunda sætið í veltivigtinni sem er hans besta staða frá upphafi. Alan Jouban er 35 ára gamall bardagaíþróttamaður frá Bandaríkjunum sem kennir sig við Muay Thai-bardagalistina. Sem atvinnumaður hefur hann unnið fimmtán bardaga og tapað fjórum en síðan hann kom inn í UFC árið 2014 hefur hann unnið fimm bardaga og tapað tveimur. Hann er ósigraður í síðustu þremur bardögum en síðustu tvo vann hann á dómaraúrskurði. Gunnar vildi ólmur berjast næst á móti manni sem er topp 15 á styrkleikalistanum eins og hann sjálfur, helst einum af þeim tíu bestu eins og Dong sem er í sjöunda sæti listans.
MMA Tengdar fréttir Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00