Sakar Philipp Plein um hönnunarstuld Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 10:00 Alexander Wang er ekki svona hoppandi kátur þessa dagana. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang. Mest lesið Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Fann 18 ára gamlan bíómiða við gerð línunnar Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour Flatbotna skór bannaðir í Cannes Glamour Förðunartrendin 2016: Hvað segja sérfræðingarnir? Glamour Með sjálfbærni að leiðarljósi Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sólveig Kára í viðtali við Vogue Glamour Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang.
Mest lesið Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Fann 18 ára gamlan bíómiða við gerð línunnar Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour Flatbotna skór bannaðir í Cannes Glamour Förðunartrendin 2016: Hvað segja sérfræðingarnir? Glamour Með sjálfbærni að leiðarljósi Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sólveig Kára í viðtali við Vogue Glamour Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour