Sakar Philipp Plein um hönnunarstuld Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 10:00 Alexander Wang er ekki svona hoppandi kátur þessa dagana. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang. Mest lesið Nú er rétti tíminn til að byrja jólagjafahugleiðingar Glamour Gwyneth Paltrow guðdómleg í Gucci Glamour Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Tók dóttur sína með á tískusýningu Glamour Sér eftir nektarmyndunum Glamour Fimm trend sem eru að koma aftur Glamour Biðst afsökunar á baðmynd Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour Riccardo Tisci fer yfir til Burberry Glamour Stjörnurnar fá viðvörun fyrir duldar auglýsingar Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang.
Mest lesið Nú er rétti tíminn til að byrja jólagjafahugleiðingar Glamour Gwyneth Paltrow guðdómleg í Gucci Glamour Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Tók dóttur sína með á tískusýningu Glamour Sér eftir nektarmyndunum Glamour Fimm trend sem eru að koma aftur Glamour Biðst afsökunar á baðmynd Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour Riccardo Tisci fer yfir til Burberry Glamour Stjörnurnar fá viðvörun fyrir duldar auglýsingar Glamour