Lars Lagerbäck mættur í vinnuna hjá norska sambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2017 14:00 Munu Norðmenn elska Lars Lagerback eins og við Íslendingar? Vísi/EPA Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, á það sameiginlegt með nýjum formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, að hafa hafið störf á nýjum stað á mánudaginn. Lagerbäck hóf þá formlega störf sem nýr landliðsþjálfari Noregs og mætti á skrifstofu norska sambandsins á Ullevi-leikvanginum. „Ég hef séð Tékkaleikinn og er byrjaður að skoða leikmenn. Í síðustu viku sá ég sjö eða átta leiki, leiki hjá St. Etienne, Hull, samantekt með Vålerenga, smá af Rosenborg, FC Kaupmannahöfn og Fulham,“ sagði Lars Lagerbäck í sínu fyrsta viðtali eftir að hann hóf störf. Lagerbäck býst ekki við að ræða við leikmenn fyrr en að hópurinn kemur saman til æfinga í London í mars næstkomandi. Hann vill heldur ekkert gefa upp um einstaka leikmenn strax í samtölum við norska blaðamenn. Lagerbäck mun því líklega kynnast þeim persónulega í frysta sinn í æfingabúðunum sem fara fram á æfingasvæði Fulham í næsta mánuði. Lars ætlar að setja saman 35 til 40 manna hóp leikmanna sem hann telur að séu inn í myndinni en svipað var upp á teningnum þegar hann stýrði íslenska landsliðinu. Það styttist í fyrsta leik liðsins undir hans stjórn en hann verður á móti Norður-Írum í undankeppni HM 2018 og fer fram á Windsor Park í Belfast 26. mars. Lagerbäck mun tilkynna fyrsta hópinn sinn á blaðamannafundi 19. mars. Lagerbäck er óhræddur við að ýta undir mikilvægi leiksins í fyrrnefndu viðtali við NTB. „Þessi leikur skiptir öllu máli hvað varðar undankeppnina. Ef við töpum á móti Norður-Írlandi þá er ljóst að við eigum enga möguleika á að komast í umspil. Ef við vinnum aftur á móti þá eigum við enn möguleika,“ sagði Lars Lagerbäck. Noregur fékk þrjú stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum eða fjórum stigum minna en Norður-Írland sem er eins og er í öðru sæti riðilsins. Þjóðverjar eru með fullt hús á toppnum og fátt kemur í veg fyrir að þeir vinni riðilinn og tryggi sig inn á HM. Fyrsti heimaleikur norska liðsins undir stjórn Lagerbäck í undankeppninni verður síðan á móti Tékkum í júní. Lars þekkir það nú að vinna Tékka á heimavelli í júní. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, á það sameiginlegt með nýjum formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, að hafa hafið störf á nýjum stað á mánudaginn. Lagerbäck hóf þá formlega störf sem nýr landliðsþjálfari Noregs og mætti á skrifstofu norska sambandsins á Ullevi-leikvanginum. „Ég hef séð Tékkaleikinn og er byrjaður að skoða leikmenn. Í síðustu viku sá ég sjö eða átta leiki, leiki hjá St. Etienne, Hull, samantekt með Vålerenga, smá af Rosenborg, FC Kaupmannahöfn og Fulham,“ sagði Lars Lagerbäck í sínu fyrsta viðtali eftir að hann hóf störf. Lagerbäck býst ekki við að ræða við leikmenn fyrr en að hópurinn kemur saman til æfinga í London í mars næstkomandi. Hann vill heldur ekkert gefa upp um einstaka leikmenn strax í samtölum við norska blaðamenn. Lagerbäck mun því líklega kynnast þeim persónulega í frysta sinn í æfingabúðunum sem fara fram á æfingasvæði Fulham í næsta mánuði. Lars ætlar að setja saman 35 til 40 manna hóp leikmanna sem hann telur að séu inn í myndinni en svipað var upp á teningnum þegar hann stýrði íslenska landsliðinu. Það styttist í fyrsta leik liðsins undir hans stjórn en hann verður á móti Norður-Írum í undankeppni HM 2018 og fer fram á Windsor Park í Belfast 26. mars. Lagerbäck mun tilkynna fyrsta hópinn sinn á blaðamannafundi 19. mars. Lagerbäck er óhræddur við að ýta undir mikilvægi leiksins í fyrrnefndu viðtali við NTB. „Þessi leikur skiptir öllu máli hvað varðar undankeppnina. Ef við töpum á móti Norður-Írlandi þá er ljóst að við eigum enga möguleika á að komast í umspil. Ef við vinnum aftur á móti þá eigum við enn möguleika,“ sagði Lars Lagerbäck. Noregur fékk þrjú stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum eða fjórum stigum minna en Norður-Írland sem er eins og er í öðru sæti riðilsins. Þjóðverjar eru með fullt hús á toppnum og fátt kemur í veg fyrir að þeir vinni riðilinn og tryggi sig inn á HM. Fyrsti heimaleikur norska liðsins undir stjórn Lagerbäck í undankeppninni verður síðan á móti Tékkum í júní. Lars þekkir það nú að vinna Tékka á heimavelli í júní.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira