Störðu á kviknakinn Slóvaka í öldunum á Djúpalónssandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2017 10:11 Ferðamenn og að minnsta kosti einn íslenskan leiðsögumann rak í rogastans þegar Slóvaki nokkur fækkaði fötum og lagði til atlögu við öldurnar á Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness í gær. Teitur Þorkelsson leiðsögumaður er vanur því að synda í íslenskum sjó en segist aldrei mundu gera það á þessum stað. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni skemmtir Slóvakinn sér vel í ölduganginum en gleðiöskur hans heyrast langar leiðir. „Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur sem verið hefur í leiðsögumannabransanum í nokkur ár.Í góðra vina hópi Slóvakinn var að sögn Teits í góðra vina hópi á bílaleigubíl og hafði fólk gaman af uppátækinu og myndaði vin sinn í bak og fyrir. Lítið fór fyrir áhyggjum sökum þess hve hættulegt getur verið að henda sér út í svo miklar öldur. Ekki síst þegar öldugangurinn í Reynisfjöru og slysahættan þar er höfð í huga. Eins og sést á myndbandinu kemur stærðarinnar alda og lemur Slóvakann niður. Teitur útskýrir að grjót af öllum stærðum og gerðum leynist í fjörunni. Lendi maður illa eftir barning við öldu geti farið illa. Sem betur fer ekki í tilfelli Slóvakans sem sneri aftur á fast land eftir stutta baráttu. Í för með Teiti voru tvær dömur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem sem störðu á manninn, virtust aldrei hafa séð annað eins. Ekki aðeins allsberan karlmann í öldugangi í ísköldum sjó heldur bara allsberan mann yfir höfuð. Slóvakinn var hinn hressasti að sögn Teits og hafði mjög gaman af öllu saman.Færslu Teits í heild sinni má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Ferðamenn og að minnsta kosti einn íslenskan leiðsögumann rak í rogastans þegar Slóvaki nokkur fækkaði fötum og lagði til atlögu við öldurnar á Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness í gær. Teitur Þorkelsson leiðsögumaður er vanur því að synda í íslenskum sjó en segist aldrei mundu gera það á þessum stað. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni skemmtir Slóvakinn sér vel í ölduganginum en gleðiöskur hans heyrast langar leiðir. „Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur sem verið hefur í leiðsögumannabransanum í nokkur ár.Í góðra vina hópi Slóvakinn var að sögn Teits í góðra vina hópi á bílaleigubíl og hafði fólk gaman af uppátækinu og myndaði vin sinn í bak og fyrir. Lítið fór fyrir áhyggjum sökum þess hve hættulegt getur verið að henda sér út í svo miklar öldur. Ekki síst þegar öldugangurinn í Reynisfjöru og slysahættan þar er höfð í huga. Eins og sést á myndbandinu kemur stærðarinnar alda og lemur Slóvakann niður. Teitur útskýrir að grjót af öllum stærðum og gerðum leynist í fjörunni. Lendi maður illa eftir barning við öldu geti farið illa. Sem betur fer ekki í tilfelli Slóvakans sem sneri aftur á fast land eftir stutta baráttu. Í för með Teiti voru tvær dömur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem sem störðu á manninn, virtust aldrei hafa séð annað eins. Ekki aðeins allsberan karlmann í öldugangi í ísköldum sjó heldur bara allsberan mann yfir höfuð. Slóvakinn var hinn hressasti að sögn Teits og hafði mjög gaman af öllu saman.Færslu Teits í heild sinni má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45