Bandalagsþjóðir NATO munu leggja meira til bandalagsins Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 21:04 Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ítrekaði á fundi með varnar- og utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag að bandalagsríkin þyrftu að greiða meira til NATO. Utanríkisráðherra segir framlag Íslands aðallega felast í borgaralegri þjónustu enda sé Ísland eina herlausa landið í NATO. Bandaríski herinn fór frá Keflavíkurflugvelli í lok september árið 2006. Síðan þá hefur ekki verið fastur herafli á Keflavíkurflugvelli. En flugsveitir einstakra bandalagsríkja hafa komið hingað til lands til eftirlits- og æfingaflugs.Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom til síns fyrsta fundar með fulltrúum hinna NATO ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í gær og í dag. En töluverðs titrings hefur gætt meðal bandalagsríkjanna frá því Donald Trump lýsti því yfir í kosningabaráttunni að NATO væri úrelt og gaf í skyn að Bandaríkin myndu ef til vill ekki standa við varnarskuldbindingar sínar yrði ráðist á eitt NATO ríkjanna. Mattis staðfesti hins vegar á fundinum að Bandaríkin telji NATO enn vera mikilvægt. „Bandalagið er enn kjölfesta fyrir Bandaríkin og fyrir allar þjóðirnar við Atlantshafið því við erum tengd sterkum böndum. Eins og Trump forseti hefur sagt styður hann NATO af heilum hug,“ sagði Mattis í Brussel í dag. Bandaríkin hafa allt frá stofnun NATO staðið undir langstærstum hluta af kostnaðinum við bandalagið en Trump þrýstir á breytingar á því. „Það er sanngjörn krafa að allir sem njóta góðs af bestu vörnum í heimi beri hlutfallslegan kostnað sinn af að verja frelsið. Við megum aldrei gleyma því að þegar allt kemur til alls er það frelsið sem við verjum hér hjá NATO,“ sagði varnarmálaráðherrann nýi. Guðlaugur Þór Þórðarson sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir ekki nýtt að þrýst sé á að bandalagsþjóðirnar greiði meira til NATO en almennt er miðað við að framlögin séu tvö prósent af landsframleiðslu. Utanríkisráðherra segir framlag Íslendinga aðallega felast í borgaralegri þjónustu innan NATO.Þurfum við þá að auka hana með einhverjum hætti eða beinlínis auka einhver fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins til að vera á pari við aðrar þjóðir? „Við höfum gert það nú þegar. Gerðum það í síðustu fjárlögum og þurfum eðli málsins samkvæmt að forgangsraða út af mikilvægi þessa málaflokks og þessara breyttu aðstæðna sem komið hafa upp,“ segir Guðlaugur Þór. Það feli hins vegar ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Stóru málin innan NATO séu staðan víða í austur Evrópu og tölvuárásir og þá sé Norður Atlantshafssvæðið mikilvægt.Er Ísland þá að verða mikilvægara en það var á síðasta áratug? „Ísland hefur í rauninni alltaf verið mikilvægt út frá staðsetningu sinni. En það sem menn tala í rauninni um er að öryggissvæði Atlantshafsbandalagsins sé í 360 gráður. Það er allur hringurinn þegar kemur að Evrópu og Norður Ameríku. Þannig að það er í rauninni ekki verið að taka eitt svæði út. En eitt af þeim svæðum sem menn eru að líta til er svæðið í kring um okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ítrekaði á fundi með varnar- og utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag að bandalagsríkin þyrftu að greiða meira til NATO. Utanríkisráðherra segir framlag Íslands aðallega felast í borgaralegri þjónustu enda sé Ísland eina herlausa landið í NATO. Bandaríski herinn fór frá Keflavíkurflugvelli í lok september árið 2006. Síðan þá hefur ekki verið fastur herafli á Keflavíkurflugvelli. En flugsveitir einstakra bandalagsríkja hafa komið hingað til lands til eftirlits- og æfingaflugs.Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom til síns fyrsta fundar með fulltrúum hinna NATO ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í gær og í dag. En töluverðs titrings hefur gætt meðal bandalagsríkjanna frá því Donald Trump lýsti því yfir í kosningabaráttunni að NATO væri úrelt og gaf í skyn að Bandaríkin myndu ef til vill ekki standa við varnarskuldbindingar sínar yrði ráðist á eitt NATO ríkjanna. Mattis staðfesti hins vegar á fundinum að Bandaríkin telji NATO enn vera mikilvægt. „Bandalagið er enn kjölfesta fyrir Bandaríkin og fyrir allar þjóðirnar við Atlantshafið því við erum tengd sterkum böndum. Eins og Trump forseti hefur sagt styður hann NATO af heilum hug,“ sagði Mattis í Brussel í dag. Bandaríkin hafa allt frá stofnun NATO staðið undir langstærstum hluta af kostnaðinum við bandalagið en Trump þrýstir á breytingar á því. „Það er sanngjörn krafa að allir sem njóta góðs af bestu vörnum í heimi beri hlutfallslegan kostnað sinn af að verja frelsið. Við megum aldrei gleyma því að þegar allt kemur til alls er það frelsið sem við verjum hér hjá NATO,“ sagði varnarmálaráðherrann nýi. Guðlaugur Þór Þórðarson sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir ekki nýtt að þrýst sé á að bandalagsþjóðirnar greiði meira til NATO en almennt er miðað við að framlögin séu tvö prósent af landsframleiðslu. Utanríkisráðherra segir framlag Íslendinga aðallega felast í borgaralegri þjónustu innan NATO.Þurfum við þá að auka hana með einhverjum hætti eða beinlínis auka einhver fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins til að vera á pari við aðrar þjóðir? „Við höfum gert það nú þegar. Gerðum það í síðustu fjárlögum og þurfum eðli málsins samkvæmt að forgangsraða út af mikilvægi þessa málaflokks og þessara breyttu aðstæðna sem komið hafa upp,“ segir Guðlaugur Þór. Það feli hins vegar ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Stóru málin innan NATO séu staðan víða í austur Evrópu og tölvuárásir og þá sé Norður Atlantshafssvæðið mikilvægt.Er Ísland þá að verða mikilvægara en það var á síðasta áratug? „Ísland hefur í rauninni alltaf verið mikilvægt út frá staðsetningu sinni. En það sem menn tala í rauninni um er að öryggissvæði Atlantshafsbandalagsins sé í 360 gráður. Það er allur hringurinn þegar kemur að Evrópu og Norður Ameríku. Þannig að það er í rauninni ekki verið að taka eitt svæði út. En eitt af þeim svæðum sem menn eru að líta til er svæðið í kring um okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira