Bandalagsþjóðir NATO munu leggja meira til bandalagsins Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 21:04 Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ítrekaði á fundi með varnar- og utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag að bandalagsríkin þyrftu að greiða meira til NATO. Utanríkisráðherra segir framlag Íslands aðallega felast í borgaralegri þjónustu enda sé Ísland eina herlausa landið í NATO. Bandaríski herinn fór frá Keflavíkurflugvelli í lok september árið 2006. Síðan þá hefur ekki verið fastur herafli á Keflavíkurflugvelli. En flugsveitir einstakra bandalagsríkja hafa komið hingað til lands til eftirlits- og æfingaflugs.Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom til síns fyrsta fundar með fulltrúum hinna NATO ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í gær og í dag. En töluverðs titrings hefur gætt meðal bandalagsríkjanna frá því Donald Trump lýsti því yfir í kosningabaráttunni að NATO væri úrelt og gaf í skyn að Bandaríkin myndu ef til vill ekki standa við varnarskuldbindingar sínar yrði ráðist á eitt NATO ríkjanna. Mattis staðfesti hins vegar á fundinum að Bandaríkin telji NATO enn vera mikilvægt. „Bandalagið er enn kjölfesta fyrir Bandaríkin og fyrir allar þjóðirnar við Atlantshafið því við erum tengd sterkum böndum. Eins og Trump forseti hefur sagt styður hann NATO af heilum hug,“ sagði Mattis í Brussel í dag. Bandaríkin hafa allt frá stofnun NATO staðið undir langstærstum hluta af kostnaðinum við bandalagið en Trump þrýstir á breytingar á því. „Það er sanngjörn krafa að allir sem njóta góðs af bestu vörnum í heimi beri hlutfallslegan kostnað sinn af að verja frelsið. Við megum aldrei gleyma því að þegar allt kemur til alls er það frelsið sem við verjum hér hjá NATO,“ sagði varnarmálaráðherrann nýi. Guðlaugur Þór Þórðarson sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir ekki nýtt að þrýst sé á að bandalagsþjóðirnar greiði meira til NATO en almennt er miðað við að framlögin séu tvö prósent af landsframleiðslu. Utanríkisráðherra segir framlag Íslendinga aðallega felast í borgaralegri þjónustu innan NATO.Þurfum við þá að auka hana með einhverjum hætti eða beinlínis auka einhver fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins til að vera á pari við aðrar þjóðir? „Við höfum gert það nú þegar. Gerðum það í síðustu fjárlögum og þurfum eðli málsins samkvæmt að forgangsraða út af mikilvægi þessa málaflokks og þessara breyttu aðstæðna sem komið hafa upp,“ segir Guðlaugur Þór. Það feli hins vegar ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Stóru málin innan NATO séu staðan víða í austur Evrópu og tölvuárásir og þá sé Norður Atlantshafssvæðið mikilvægt.Er Ísland þá að verða mikilvægara en það var á síðasta áratug? „Ísland hefur í rauninni alltaf verið mikilvægt út frá staðsetningu sinni. En það sem menn tala í rauninni um er að öryggissvæði Atlantshafsbandalagsins sé í 360 gráður. Það er allur hringurinn þegar kemur að Evrópu og Norður Ameríku. Þannig að það er í rauninni ekki verið að taka eitt svæði út. En eitt af þeim svæðum sem menn eru að líta til er svæðið í kring um okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ítrekaði á fundi með varnar- og utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag að bandalagsríkin þyrftu að greiða meira til NATO. Utanríkisráðherra segir framlag Íslands aðallega felast í borgaralegri þjónustu enda sé Ísland eina herlausa landið í NATO. Bandaríski herinn fór frá Keflavíkurflugvelli í lok september árið 2006. Síðan þá hefur ekki verið fastur herafli á Keflavíkurflugvelli. En flugsveitir einstakra bandalagsríkja hafa komið hingað til lands til eftirlits- og æfingaflugs.Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom til síns fyrsta fundar með fulltrúum hinna NATO ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í gær og í dag. En töluverðs titrings hefur gætt meðal bandalagsríkjanna frá því Donald Trump lýsti því yfir í kosningabaráttunni að NATO væri úrelt og gaf í skyn að Bandaríkin myndu ef til vill ekki standa við varnarskuldbindingar sínar yrði ráðist á eitt NATO ríkjanna. Mattis staðfesti hins vegar á fundinum að Bandaríkin telji NATO enn vera mikilvægt. „Bandalagið er enn kjölfesta fyrir Bandaríkin og fyrir allar þjóðirnar við Atlantshafið því við erum tengd sterkum böndum. Eins og Trump forseti hefur sagt styður hann NATO af heilum hug,“ sagði Mattis í Brussel í dag. Bandaríkin hafa allt frá stofnun NATO staðið undir langstærstum hluta af kostnaðinum við bandalagið en Trump þrýstir á breytingar á því. „Það er sanngjörn krafa að allir sem njóta góðs af bestu vörnum í heimi beri hlutfallslegan kostnað sinn af að verja frelsið. Við megum aldrei gleyma því að þegar allt kemur til alls er það frelsið sem við verjum hér hjá NATO,“ sagði varnarmálaráðherrann nýi. Guðlaugur Þór Þórðarson sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir ekki nýtt að þrýst sé á að bandalagsþjóðirnar greiði meira til NATO en almennt er miðað við að framlögin séu tvö prósent af landsframleiðslu. Utanríkisráðherra segir framlag Íslendinga aðallega felast í borgaralegri þjónustu innan NATO.Þurfum við þá að auka hana með einhverjum hætti eða beinlínis auka einhver fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins til að vera á pari við aðrar þjóðir? „Við höfum gert það nú þegar. Gerðum það í síðustu fjárlögum og þurfum eðli málsins samkvæmt að forgangsraða út af mikilvægi þessa málaflokks og þessara breyttu aðstæðna sem komið hafa upp,“ segir Guðlaugur Þór. Það feli hins vegar ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Stóru málin innan NATO séu staðan víða í austur Evrópu og tölvuárásir og þá sé Norður Atlantshafssvæðið mikilvægt.Er Ísland þá að verða mikilvægara en það var á síðasta áratug? „Ísland hefur í rauninni alltaf verið mikilvægt út frá staðsetningu sinni. En það sem menn tala í rauninni um er að öryggissvæði Atlantshafsbandalagsins sé í 360 gráður. Það er allur hringurinn þegar kemur að Evrópu og Norður Ameríku. Þannig að það er í rauninni ekki verið að taka eitt svæði út. En eitt af þeim svæðum sem menn eru að líta til er svæðið í kring um okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira