GQ spyr hann út í hvaða dýr hann elskar og líka hvenær hann grét síðast.
„Það var líklega þegar ég vann minn fyrsta titil hjá UFC. Ég ferðaðist um allan heiminn í aðdraganda bardagans og vann svo á endanum. Ég var í sturtunni með kærustunni minni og þá byrjaði ég að gráta,“ sagði Conor við GQ.
„Ég hef sem betur fer verið svo lánsamur að hafa ekki þurft að gráta út af einhverju sorglegu. Ég er mjög ánægður með það.“
GQ hafði einnig mikinn áhuga á því hver væri hans uppáhalds rómantíska gamanmynd.
„Það er líklega Scarface. Ást Tony á peningum var stórkostleg. Svo sannarlega falleg ástarsaga,“ segir Conor léttur en hvað hræðist hann mest?
„Það eru allir einhvern tímann hræddir. Það er ekkert klikkað í gangi hjá mér eins og ég sé hræddur við trúða eða álíka. Ég reyni að halda mér frá öllu óttaslegnu og get ekki leyft mér slíkt í mínum bransa.