Engin grundvallarbreyting Stjórnarmaðurinn skrifar 19. febrúar 2017 11:00 Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut. Eins og við mátti búast hefur þessum fyrirætlunum verið mætt með hefðbundnum upphrópunum um að verið sé að selja fjölskyldudjásnin og leggja fjármálakerfið í hendurnar á spákaupmönnum. Skoðum aðeins hvaða breytingar er verið að leggja til. Hvað varðar Arion banka er ríkið einungis eigandi 13% hlutar og því í sjálfu sér ekki um grundvallarbreytingu að ræða. Væntanlega er hægt að finna fjármunum betri farveg en að vera fastir í áhrifaleysi sem lítill hluthafi í banka. Hvað Landsbankann varðar er ríkið þó vissulega eigandi nánast að fullu. Fyrirætlun um að halda eftir ríflega þriðjungshlut ætti þó að tryggja að ríkið geti haft leiðandi áhrif á reksturinn. Þetta er þekkt blanda ríkis og einkarekstrar sem meðal annars hefur gefið góða raun í Noregi, t.d. hjá norska olíurisanum Statoil. Með því getur ríkið tryggt ákveðna íhaldssemi í rekstrinum á meðan einkaaðilar veita stjórnendum það aðhald sem einungis raunverulegir eigendur gera. Varla getur þetta talist sérlega áhættusækin nálgun. Grundvallarbreytingin felst því í sölunni á Íslandsbanka. Menn geta deilt um hvar á nákvæmlega að draga línuna í þessum efnum, en færa má rök fyrir því að búið sé tiltölulega varfærnislega um hnútana þegar einn bankanna er að stærstum hluta í eigu ríkisins og hinir þurfa að lúta ströngum kröfum um eigið fé og annað sem settar voru í kjölfar hrunsins. Hitt er svo annað að vanda þarf vel til verka þegar kemur að söluferlinu. Við megum ekki við annarri eins katastrófu og hér varð í síðustu einkavæðingarhrinu, þar sem vel valdir flokkshestar fengu bankana allt að því afhenta. Fregnir af áhuga lífeyrissjóðanna á Arion hið minnsta eru ekki sérlega upplyftandi. Lífeyrissjóðirnir eru fjármálamarkaðnum mikilvægir, en það er ekki spennandi tilhugsun að nánast öll skráð félög í landinu og bankarnir í þokkabót verði á þeirra hendi. Uppleggið við söluna á bönkunum er gott. Þeim fjármunum sem safnast er betur varið í greiðslu á skuldum ríkisins. Það er fjármálamarkaðnum hins vegar lífsnauðsyn að þar starfi einstaklingar sem leggja sitt undir og uppskera eftir því. Það gildir um banka eins og annað, og því nauðsynlegt að vandað verði til verka við söluna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut. Eins og við mátti búast hefur þessum fyrirætlunum verið mætt með hefðbundnum upphrópunum um að verið sé að selja fjölskyldudjásnin og leggja fjármálakerfið í hendurnar á spákaupmönnum. Skoðum aðeins hvaða breytingar er verið að leggja til. Hvað varðar Arion banka er ríkið einungis eigandi 13% hlutar og því í sjálfu sér ekki um grundvallarbreytingu að ræða. Væntanlega er hægt að finna fjármunum betri farveg en að vera fastir í áhrifaleysi sem lítill hluthafi í banka. Hvað Landsbankann varðar er ríkið þó vissulega eigandi nánast að fullu. Fyrirætlun um að halda eftir ríflega þriðjungshlut ætti þó að tryggja að ríkið geti haft leiðandi áhrif á reksturinn. Þetta er þekkt blanda ríkis og einkarekstrar sem meðal annars hefur gefið góða raun í Noregi, t.d. hjá norska olíurisanum Statoil. Með því getur ríkið tryggt ákveðna íhaldssemi í rekstrinum á meðan einkaaðilar veita stjórnendum það aðhald sem einungis raunverulegir eigendur gera. Varla getur þetta talist sérlega áhættusækin nálgun. Grundvallarbreytingin felst því í sölunni á Íslandsbanka. Menn geta deilt um hvar á nákvæmlega að draga línuna í þessum efnum, en færa má rök fyrir því að búið sé tiltölulega varfærnislega um hnútana þegar einn bankanna er að stærstum hluta í eigu ríkisins og hinir þurfa að lúta ströngum kröfum um eigið fé og annað sem settar voru í kjölfar hrunsins. Hitt er svo annað að vanda þarf vel til verka þegar kemur að söluferlinu. Við megum ekki við annarri eins katastrófu og hér varð í síðustu einkavæðingarhrinu, þar sem vel valdir flokkshestar fengu bankana allt að því afhenta. Fregnir af áhuga lífeyrissjóðanna á Arion hið minnsta eru ekki sérlega upplyftandi. Lífeyrissjóðirnir eru fjármálamarkaðnum mikilvægir, en það er ekki spennandi tilhugsun að nánast öll skráð félög í landinu og bankarnir í þokkabót verði á þeirra hendi. Uppleggið við söluna á bönkunum er gott. Þeim fjármunum sem safnast er betur varið í greiðslu á skuldum ríkisins. Það er fjármálamarkaðnum hins vegar lífsnauðsyn að þar starfi einstaklingar sem leggja sitt undir og uppskera eftir því. Það gildir um banka eins og annað, og því nauðsynlegt að vandað verði til verka við söluna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira