„Þetta er búið að taka á“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 11:56 Frá undirrituninni. vísir/ásgeir Sjómenn fá endurgjaldslaust fæði, samkvæmt samkomulagi sem samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að í nótt. Nýr samningur, sem gilda á til ársloka 2019, verður kynntur sjómönnum í dag og munu þeir í kjölfarið greiða atkvæði um hann, en gert er ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu muni liggja fyrir á sunnudagskvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mikinn létti að samningar hafi tekist. „Þetta er búið að taka á, það verður að viðurkennast,“ segir hann í samtali við Vísi. Valmundur segist telja að lagasetning hafi verið handan við hornið. „Það var alveg ljóst af hálfu ríkisvaldsins að við þetta væri ekki unað lengur.“ Aðspurður segist hann binda miklar vonir við að nýgerður samningur verði samþykktur, en sjómenn hafa fellt síðustu tvo kjarasamninga. „Ég vona að hann verði samþykktur. Ég held hann sé góður við okkur,“ segir Valmundur, en sjómannasambönd munu halda kynningarfundi fyrir félagsmenn sína í dag. Sjómenn munu hefja störf strax annað kvöld, verði samningarnir samþykktir. Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í tíu vikur en samninganefndir þeirra og Samtaka fyrirtækja sjávarútvegi náðu loks samkomulagi eftir fund sem stóð fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Búist var við útspili stjórnvalda vegna kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga og ekki var talið að samkomulag næðist án aðkomu yfirvalda. Það tókst þó um síðir. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segist létt. „Þetta er búin að vera mikil spenna undanfarna sólarhringa og erfiður tími síðastliðnar vikur tíu vikur. Ég get ekki sagt annað en að síðustu klukkustundir og síðustu dagar að þetta er oft búið að vera tæpt, hef oft haldið að menn séu að fara að ganga út, en ég get ekki sagt annað en að við erum gríðarlega ánægð beggja megin við borðið. Þetta er mjög góður samningur fyrir sjómenn,“ sagði Jens þegar fréttastofa náði af honum rétt eftir undirritunina í nótt. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira
Sjómenn fá endurgjaldslaust fæði, samkvæmt samkomulagi sem samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að í nótt. Nýr samningur, sem gilda á til ársloka 2019, verður kynntur sjómönnum í dag og munu þeir í kjölfarið greiða atkvæði um hann, en gert er ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu muni liggja fyrir á sunnudagskvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mikinn létti að samningar hafi tekist. „Þetta er búið að taka á, það verður að viðurkennast,“ segir hann í samtali við Vísi. Valmundur segist telja að lagasetning hafi verið handan við hornið. „Það var alveg ljóst af hálfu ríkisvaldsins að við þetta væri ekki unað lengur.“ Aðspurður segist hann binda miklar vonir við að nýgerður samningur verði samþykktur, en sjómenn hafa fellt síðustu tvo kjarasamninga. „Ég vona að hann verði samþykktur. Ég held hann sé góður við okkur,“ segir Valmundur, en sjómannasambönd munu halda kynningarfundi fyrir félagsmenn sína í dag. Sjómenn munu hefja störf strax annað kvöld, verði samningarnir samþykktir. Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í tíu vikur en samninganefndir þeirra og Samtaka fyrirtækja sjávarútvegi náðu loks samkomulagi eftir fund sem stóð fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Búist var við útspili stjórnvalda vegna kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga og ekki var talið að samkomulag næðist án aðkomu yfirvalda. Það tókst þó um síðir. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segist létt. „Þetta er búin að vera mikil spenna undanfarna sólarhringa og erfiður tími síðastliðnar vikur tíu vikur. Ég get ekki sagt annað en að síðustu klukkustundir og síðustu dagar að þetta er oft búið að vera tæpt, hef oft haldið að menn séu að fara að ganga út, en ég get ekki sagt annað en að við erum gríðarlega ánægð beggja megin við borðið. Þetta er mjög góður samningur fyrir sjómenn,“ sagði Jens þegar fréttastofa náði af honum rétt eftir undirritunina í nótt.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira
Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09
Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37